Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 20

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 20
í hættu. í reglugerð, sem Rafmagnseftirlit ríkis- ins gaf út 1933 þá nýskapað, var í ofur sakleysis- legri grein mælt svo fyrir að framvegis þyrftu rafvirkjar að uppfylla ákveðin skilyrði umfram þau er landslög kröfðust til að öðlast rétt til starfa í iðninni sem sjálfstæðir meistarar. Þau skilyrði voru á þá leið að enginn skyldi löggildingu hljóta nema hann áður hefði gengið undir próf hjá Eftir- litinu og hæfur talist, hinsvegar skyldu rafmagns- verkfræðingar fyrst og fremst veljast í starfið og þar næst þeir sem gengið hefðu gegnum Raf- magnsdeild Vélstjóraskólans, en það var nám- skeið, haldið til að kenna mótormönnum og mönn- um sem pössuðu gufuvélar, byrjunaratriði raf- magnsfræðinnar, svo þeir síðar gætu sjálfir ann- ast smáviðgerðir í skipum sínum, en þar hafði áður þótt nokkuð á skorta. Þó reglur þessar virtust í alvöru út gefnar voru þær ekki almennt teknar hátíðlega af rafvirkj- um fyrst í stað. Bæði var það að rafmagnsverk- fræðingar virtust ekki hafa áhuga fyrir hand- verkinu á því stigi málsins og eins hitt að sárfáir rafvirkjar sóttu Vélstjóraskólann, enda lagði Raf- magnseftirlit ríkisins þá engar prófraunir fyrir þá rafvirkja sem öðlast vildu löggildingu. Rafvirkjar voru því að mestu búnir að gleyma þessum reglugerðarákvæðum árið 1941 þegar Rafmagnseftirlitið alt í einu rauk upp á afturfæt- urnar og hóf að beita þeim. Það ár sóttu nokkrir rafvirkjar um löggildingu en var neitað nema því aðeins að Eftirlitið hefði áður prófað kunnáttu þeirra. Þetta skyndilega uppþot Eftirlitsins kom því illa við menn, ekki síst þá sem eldri voru í iðn- inni og höfðu áður séð á eftir sér yngri mönnum inn í meistarastéttina án áreitni þess. Ekki er hægt að segja að Eftirlitið hafi ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, því Óskar Sæ- mundsson og Haraldur Eggertsson voru víst þeir sem fyrstir kynntust þessari nýsköpunarviðleitni þess, en þeir tóku þessu miðlungi vel og þóttust misrétti beittir. A fundi í félaginu sögðu þeir sína sögu og líkaði öllum illa. Ekki vildu félagsmenn þó að óreyndu trúa þessu og kom fundarmönnum saman um að fleyri skyldu sækja og reyna hvort alvara væri bak við hjá Eftirlitinu, en því hafði þá ekki snúist hugur og fór á eina leið með þær umsóknir að öllum var synjað. Þótti nú sýnt að Eftirlitið ætlaði að halda fast við firru sína, en félagsmönnum svall móður og töldu sinn borgaralega hlut fyrir borð borinn ef þeim einum iðnaðarmanna skyldi ekki duga til réttinda að taka sín próf samkvæmt gildandi lands- lögum. Nú voru haldnir margir fundir um málið og sýndist ekki öllum eitt sem oft vill verða. Voru sumir allóþolinmóðir og vildu beita róttækum að- gerðum þegar í stað. Aðrir vildu sýna gætni og töldu ekki að óreyndu ástæðu til að forsmá samn- ingaleiðina, síðar mætti þá athuga málið frá ann- arri hlið. Töldu þeir líklegt að fá mætti stuðning meistarafélagsins um svo augljóst réttindamál sem þetta og þess utan væri ráðuneytið æðsta vald í þessu mmálum, bentu þeir og á þar sem guðfræðingur hefðist við í ráðherrastólnum mætti fremur vænta réttlætis. Enn var sá einn hópur innan félagsins, sem taldi varhugavert að deila við dómarann og menn yrðu með þolinmæði að beygja sig undir örlög sín. Þetta voru aðallega guðhræddir íhaldsmenn enda urðu þeir í minni- hluta og sigraði sú stefnan sem sigldi bil beggja og vildi leggja á sund samninganna fyrst. Atvinnumálaráðuneytinu var nú skrifað um málið og nefnd frá Rafvirkjafélaginu gekk á fund ráðherra en alt án árangurs. Hið háa ráðuneyti treystist ekki til að ganga á móti vilja ráðgjafa sinna, sem í þessu tilfelli var mótaðili málsins, Eftirlitið. Þá tók Rafvirkjafélagið það til bragðs í barna- legu trausti á Landssamband iðnaðarmanna að bera málið fram á þingi þess. Héldu þeir að stéttar- bræðrum sínum mundi renna blóðið til skyldunn- ar þar sem íþyngja skyldi til muna með reglu- gerðarákvæðum einni stétt umfram allar aðrar. Helzti mælskumaður félagsins Ríkharður Sig- mundsson var valinn til að flytja málið og fórst honum það af miklum dugnaði. En undirtektir voru ekki eftir vonunum og vildi þingið sem minnst gera, vísaði loks öllu til stjórnar Lands- sambandsins í því trausti að málið væri þá úr sögunni, sem heldur ekki brást, hvað Landssam- band iðnaðarmanna snerti. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti vildu rafvirkjar ekki gefast upp og láta fyrir róða þau réttindi sem þeir í sveita síns andlits, oftast súrum, höfðu aflað. Hið gamla þrælsblóð var þeim svo úr æð- um runnið að nú var engan að finna innan félags- ins sem léti sér til hugar koma að gangast undir kosti eftirlitsins og þegar nú svo var komið að allar vonir um sanngyrni af hálfu yfirvaldanna og umboðsmanna þeirra voru til skammar orðnar 18 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.