Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 10

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 10
Guðjón Guðnmndsson: Fortnaður 1938. Aðstoðargjald- keri 1937. fylgdu síðarnefndu hugmyndinni deildu nokkuS um hvort leggja bæri Rafvirkjafélag Reykjavíkur niður og stofna nýtt félag, eða eingöngu að gera breytingu á lögum félagsins í þessa átt. Þeir sem fyrstnefndu skoðuninni héldu fram, bentu á að með þeim hætti opnaðist möguleiki á að ná meist- urunum út úr Vinnuveitendafélaginu, en meist- arafélagið hefði oft notað V. í. sem skálkaskjól, svo sem jafnan síðan. Hinir bentu hinsvegar á þá hættu, sem því væri samfara, að mynda félag með meisturum, en lögðu áherzlu á þann styrk, sem yrði að því að rafvirkjasveinar á öllu land- inu sameinuðust í eitt félag. Enginn endanleg lausn fæst á þessu máli. Þó gefur inngangan í A. S. í. til kynna hvert stefnir. Á aðalfundi 1943 var lagt fram frumvarp að nýjum lögum fyrir fé- lagið. Er þar gert ráð fyrir að það verði áfram eingöngu launþegasamtök, en starfssvæðið fært út, og verði það allt landið. Á framhaldsaðalfundi sama ár er þetta lagafrumvarp samþykkt og nafni félagsins breytt í „Félag íslenzkra rafvirkja“, svo sem það heitir enn í dag. í þessum nýju lögum segir svo: „Félagið heitir Félag íslenzkra rafvirkja. skammstafað F. I. R. Stjórnin hefur aðsetur í Reykjavík, en starfssvið félagsins er allt landið“. Og enn segir: „Tilgangur félagsins er að ákveða kaup og kjör meðlima sinna og vernda réttindi og hags- muni félagsmanna. Vinna að auknu samstarfi rafvirkja um land allt og auka framfarir í iðn- inni“. Nýir samningar. I ársbyrjun 1946 er félagið fyrst að byrja að gróa þeirra sára, er það hlaut við missi helztu for- ustumanna sinna á árunum eftir gerðardómsdeil- una. Á aðalfundi í febrúar ganga margir nýir félagar inn og er mikill áhugi fyrir að reisa að nýju til vegs og virðingar hið forna víg'i rafvirkja- stéttarinnar en því hafði þótt hraka í félagsleg- um skilningi, árið næsta á undan sérstaklega. Á þeim fundi er ákveðið að leita að nýju samninga við F. L. R. R. og nýkjörinni stjórn falið að hafa samninga með höndum. Hér var þó í ýmsu við ramman reip að draga. Atvinnurekendur töldu sér hagkvæmt að hafa „Taxta“ se meingöngu ákvað hæð kaupsins, um önnur hlunnindi var vart að ræða. Við þetta bættist svo, að félags- legur samhugur stéttarinnar hafði beðið mikinn hnekki, margir stóðu utan félagsins af þeim sem þar áttu að vera. Loks 15. apríl sama ár tókust þó samningar, og lauk þar með fjögra ára tímabili er félagið hafði verið samningslaust m. a. vegna þátttöku sinnar í baráttunni fyrir afnámi hins lögþvingaða geðrar- dóms. Með þessum nýju samningum náðust fram ýmsar þýðingarmiklar kjarabætur. Grunnkaup hækkar úr kr. 3.17 í kr. 3.55 á klst. í dagvinnu. Eftirvinna greiðist með 50% álagi á dagvinnukaup og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. Eftirvinna greiðist fyrir 4 fyrstu tímana eftir að dagvinnu lýkur. Dagvinna styttist í 9 tíma 5 daga vikunnar og 4 tíma á laugardögum. Ákveðinn skýlaus forgangsréttur félagsmanna til vinnu. í slysa- og sjúkdómstilfellum, sem orsakast af vinn- unni, greiðist kaup í allt að 4 vikur, í hverju til- felli. Uppsagnafrestur einstaklings ákveðinn einn mánuður. Samningur þessi var gerður til eins árs og var uppsagnarfrestur einn mánuður. Stærsti sigurinn. Með samning'num frá 1946, var tvímælalaust þýðingarmiklum áfanga náð, þar sem samnings- réttur félagsins er viðurkenndur að nýju. Þó er stærsti sigur félagsins í kjarabaráttunni ótalinn. Ríkarður Sigmundsson: Formaður 1939. Gjaldkeri 1937 og 1938. Aðstoðar- gjaldkeri 1936. 8 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.