Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 44

Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 44
44 Borgfirðingabók 2008 Selkjöt gátum við fengið eins og hægt var að nýta og það kostaði ekki neitt. Börnunum líkaði selkjötið og muna hvað það var gott. Við áttum líka fimmtíu hænur, sem verptu ágætlega. Við gátum lagt inn í K.A.S.K. (Kaupfélag Austur- Skaftfellinga) smjör og egg, en kaupfélagið auglýsti að hjá því væri hægt að leggja inn allar ,,landbúnaðarvörur“. Ég fór því full bjartsýni með smjör og egg til Hafnar. Ég tilkynnti afgreiðslumanninum að ég væri með smjör og egg til innleggs. Hann sagði mér að þeir hefðu nóg af eggjum og tækju ekki við þeim. Ég finn enn hvað ég reiddist ofsalega. Ég bókstaflega gaus. Ég stóð þarna við búðarborðið og það voru þó nokkrir sem hlustuðu á samtalið. Afgreiðslumaðurinn talaði á lágum nótum, en það gerði ég ekki. Ég sagði honum hiklaust að þar sem þeir auglýstu að þeir tækju allar landbúnaðarafurðir og ætluðu nú að hafna því sem ég vildi leggja inn skyldu þeir strika út allar skuldir sem á okkar nafni stæðu. Ég ætlaði ekki að hafa áhyggjur af þeim. Eftir þetta var aldrei neitað að taka á móti þeim afurðum sem við gátum framleitt. Þarna var stödd öldruð kona sem ég þekkti ekki þá. Hún tók í höndina á mér og sagði: ,,Komdu nú heim með mér og fáum okkur kaffi.“ Við fengum ágæta uppskeru af kartöflum og gulrófum um haustið. Að vísu hljóp blessuð Kvíslin yfir rófugarðinn svo hann fór á kaf, en það kom alls ekki að sök. Ég gleymdi að segja frá honum Ingibergi. Hann hafði verið þarna hjá fyrri ábúendum og vistaðist svo hjá okkur. Öll hans gæði og hjálpsemi verður seint þökkuð. Þeir gátu farið á vetrarvertíð til skiptis, hann og Trausti. Það var mjög hagstætt fjárhagslega. Þegar kom að smölun um haustið og sláturtíð gáfu bændur okkur líflömb og einnig slátur í svo stórum stíl að ég hef aldrei upplifað annað eins. En þessi gjafmildi setti mig í dálítinn vanda. Þetta var fyrir tíma frystiskápa og slíkra gæða, enda ekkert rafmagn á bænum sem flest heimili búa nú við. Nei, ég varð að gera slátrinu til góða og sjóða það og leggja í súr. Ég setti það nú ekki fyrir mig og Þetta hús reistu Jakobína og Trausti í Volaseli 1963. Trausti tók myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.