Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 55

Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 55
55Borgfirðingabók 2008 Gunnar Þorsteinsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku eru komin af Þórði Jónssyni hreppstjóra á Brekku. Dóttir Þórðar var Guðrún á Desey móðir Þórðar Ólafssonar bónda á Brekku, föður Þorsteins bónda á Brekku föður þeirra systkina. Gísli Þorsteinsson frá Hvassafelli, nú á Brekku, er sonur Sigurlaugar húsfreyju á Hvassafelli Gísladóttur prests í Hvammi Einarssonar. Sverrir Guðmundsson tölvubóndi í Hvammi er sonur Guðmundar Sverrissonar bónda í Hvammi, en faðir hans var Sverrir bóndi og hreppstjóri í Hvammi Gíslason prests Einarssonar. Margrét Jómundsdóttir húsfreyja í Klettstíu er dóttir Jómundar Einarssonar bónda í Örnólfsdal, en móðir hans var Guðrún Davíðsdóttir kona Einars Ásmundssonar á Hömrum í Þverárhlíð dóttir Davíðs Davíðssonar á Háreksstöðum. Synir Margrétar og Óla R. Jóhannssonar eru þeir Eiður bóndi og rafvirki á Glitstöðum og Elvar bóndi á Brekku. Ásmundur Gíslason var fæddur 8. júní 182. Foreldrar hans voru Guðrún Ásmundsdóttir frá Elínarhöfða á Akranesi og Gísli Guðmundsson frá Háafelli í Hvítársíðu, sem bjuggu á Hóli í Norðurárdal 182 til 1855. Ásmundur fór ungur vestur í Dali og var þar ýmist í húsmennsku eða lausamennsku sem kallað var, stundaði kennslu á vetrum og vann að vegagerð á sumrum. Snemma gat hann sér orð fyrir hagmælsku og var gjarna auðkenndur sem ,,Dalaskáld“ og eru á handritasafni Landsbókasafns varðveitt ljóð og rímnaflokkar eftir hann, þeirra á meðal bæjarímur um Haukadal, Hörðudal og Miðdali, en auk þess stökur og ljóðabréf. Í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar eru eins og áður getur tvær bæjarímur og auk þess erfiljóð. Þá er til eftir hann bæjaríma um Þverárhlíð ort 1889, sem Eggert Ólafsson frá Kvíum varðveitir. Tvær rímur birtust á prenti eftir hann: Ríma af Ajax frækna kom út í Reykjavík 1881, og voru kostnaðarmenn Bjarni Oddsson og Þorbjörn Jónasson. Ríma af Goðleifi prúða var prentuð eftir dauða hans 191, og gaf Jón sonur hans hana út. Ásmundur kom aftur í Norðurárdal 1870 og var í húsmennsku á Glitstöðum, en var við búskap á Desey frá 1880 til dauðadags 22.júní 1889. Á þessum árum fékkst hann einnig við kennslu. Eftir fráfall Ásmundar var ekkja hans, Guðrún Jónsdóttir, á ýmsum stöðum í Norðurárdal og Þverárhlíð og þótti eftirsótt að kenna börnum, bæði að lesa og draga til stafs, en einnig tók hún börn sem erfiðlega gekk að læra kverlærdóm til fermingar og kenndi þeim utan bókar það sem krafist var. Þau hjón áttu sex börn, tvær dætur misstu þau á barnsaldri, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.