Borgfirðingabók - 01.12.2008, Qupperneq 55
55Borgfirðingabók 2008
Gunnar Þorsteinsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku
eru komin af Þórði Jónssyni hreppstjóra á Brekku. Dóttir Þórðar var
Guðrún á Desey móðir Þórðar Ólafssonar bónda á Brekku, föður
Þorsteins bónda á Brekku föður þeirra systkina. Gísli Þorsteinsson frá
Hvassafelli, nú á Brekku, er sonur Sigurlaugar húsfreyju á Hvassafelli
Gísladóttur prests í Hvammi Einarssonar. Sverrir Guðmundsson
tölvubóndi í Hvammi er sonur Guðmundar Sverrissonar bónda í
Hvammi, en faðir hans var Sverrir bóndi og hreppstjóri í Hvammi
Gíslason prests Einarssonar.
Margrét Jómundsdóttir húsfreyja í Klettstíu er dóttir Jómundar
Einarssonar bónda í Örnólfsdal, en móðir hans var Guðrún
Davíðsdóttir kona Einars Ásmundssonar á Hömrum í Þverárhlíð
dóttir Davíðs Davíðssonar á Háreksstöðum. Synir Margrétar og Óla
R. Jóhannssonar eru þeir Eiður bóndi og rafvirki á Glitstöðum og
Elvar bóndi á Brekku. Ásmundur Gíslason var fæddur 8. júní 182.
Foreldrar hans voru Guðrún Ásmundsdóttir frá Elínarhöfða á Akranesi
og Gísli Guðmundsson frá Háafelli í Hvítársíðu, sem bjuggu á Hóli í
Norðurárdal 182 til 1855. Ásmundur fór ungur vestur í Dali og var
þar ýmist í húsmennsku eða lausamennsku sem kallað var, stundaði
kennslu á vetrum og vann að vegagerð á sumrum. Snemma gat hann
sér orð fyrir hagmælsku og var gjarna auðkenndur sem ,,Dalaskáld“ og
eru á handritasafni Landsbókasafns varðveitt ljóð og rímnaflokkar eftir
hann, þeirra á meðal bæjarímur um Haukadal, Hörðudal og Miðdali,
en auk þess stökur og ljóðabréf. Í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar
eru eins og áður getur tvær bæjarímur og auk þess erfiljóð. Þá er til
eftir hann bæjaríma um Þverárhlíð ort 1889, sem Eggert Ólafsson
frá Kvíum varðveitir. Tvær rímur birtust á prenti eftir hann: Ríma af
Ajax frækna kom út í Reykjavík 1881, og voru kostnaðarmenn Bjarni
Oddsson og Þorbjörn Jónasson. Ríma af Goðleifi prúða var prentuð
eftir dauða hans 191, og gaf Jón sonur hans hana út. Ásmundur
kom aftur í Norðurárdal 1870 og var í húsmennsku á Glitstöðum,
en var við búskap á Desey frá 1880 til dauðadags 22.júní 1889. Á
þessum árum fékkst hann einnig við kennslu. Eftir fráfall Ásmundar
var ekkja hans, Guðrún Jónsdóttir, á ýmsum stöðum í Norðurárdal
og Þverárhlíð og þótti eftirsótt að kenna börnum, bæði að lesa og
draga til stafs, en einnig tók hún börn sem erfiðlega gekk að læra
kverlærdóm til fermingar og kenndi þeim utan bókar það sem krafist
var. Þau hjón áttu sex börn, tvær dætur misstu þau á barnsaldri, en