Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 169

Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 169
169Borgfirðingabók 2008 Tilgátur Setja má fram tilgátur og kanna síðan hvort þær geti staðist. Komi fram atriði, sem útiloka að þær geti verið réttar, ber að kasta þeim fyrir róða. Annars má velta þeim fyrir sér á ýmsa vegu, vega þær og meta, breyta þeim eða finna aðrar sem betur gætu leyst þær gátur sem um er fjallað. Af sérstökum áhuga mínum á þessum Skrifluævintýrum hef ég leyft mér að koma fram með nokkrar tilgátur um tilurð og tilgang allra þeirra umsvifa sem tengjast Skriflu fyrir og á tíma Snorra í Reykholti. Ég hef reynt að setja mig í spor þeirra sem gengu þarna um garða og skynja aðstæður þeirra og upplag. Tilgáturnar snerta mjög marga þætti svo að erfitt er að setja þær hér fram hverja fyrir sig án langra skýringa. Ég hef því valið að setja þær fram í frásagnarformi og þá í bland með gögnum sem komið hafa í ljós við rannsóknir á undanförnum árum og áratugum. Stuðst er m.a. við rannsóknaskýrslur fornleifadeildar um Reykholt í Borgarfirði árin 1998-2002 auk séruppdrátta, frásagnir af viðgerð Snorralaugar árið 1858 og síðar. Samtímaheimildir um aðkomu Snorra að öllum þeim umsvifum, sem voru í Reykholti á þrettándu öld og tengjast Skriflu, eru hvergi skráðar á bók svo að vitað sé. Ferðamennirnir Sir George Steuart Mackenzie, sem var á hér á ferð árið 1810, og Ebenezer Henderson, sem dvaldi hér um tíma árið 1815, telja þó báðir í ferðabókum sínum að laugin sé verk Snorra. Heimildarmenn þeirra munu því ekki hafa efast um að þær upplýsingar væru réttar. Tilgátur um hvernig aðkomu Snorra að Skrifluævintýrunum hafi verið háttað eru eingöngu mínar. Það ber að hafa ríkt í huga og þá jafnframt að þessi umfjöllun er mjög einfölduð að allri gerð. Þegar hér er rætt um reyk eða jarðreyk úr hverum er það til að nálgast málvenju þessa tíma. Á sama hátt er t.d. notað orðið Reykjaholt þegar fjallað er um tíma Snorra í Reykholti. Ég vænti þess að þeir, sem eitthvað hafa kynnt sér þessi mál áður, geti séð tenginguna við fornleifarnar og skráðar og þekktar heimildir. Aðrir geta kannski rennt augum yfir þessi skrif og sæst á að þau séu bara stutt skáldsaga með sagnfræðilegu ívafi. Í fornum ritum íslenskum er víða getið um laugar til baða og gufuböð með eldi og vatni. Eingöngu er þeirra getið í framvindu frásagnar og hafa þær því verið alþekktar. Jarðgufubaða (þurrabaða) er fyrst getið á sextándu öld í Íslandslýsingu odds Einarssonar, en þar er sagt frá jarðgufuuppsprettu við Reykjahlíð. Í Ferðabók Eggerts og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.