Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 206

Borgfirðingabók - 01.12.2008, Page 206
206 Borgfirðingabók 2008 Sennilega hefur móðir þeirra verið búin að fara með þau þessa leið áður og þau því ratað. Ekki kom til mála að setja lömbin á fjall að þessu sinni og voru þau því heima allt sumarið. Á hverjum degi komu þau á staðinn, þar sem móðir þeirra hafði legið, en héldu að öðru leyti til vestur í skógargirðingu. Þegar féð kom af fjalli um haustið virtist það engin áhrif hafa á systurnar - en nú var löngu vitað að þarna voru tvær gimbrar á ferð, sem voru sjálfum sér nógar og hirtu ekkert um aðrar kindur. Að haustinu, þegar farið var að taka lömb frá til slátrunar voru allir á einu máli um að ekki kæmi til mála að senda þær í sláturhús, heldur láta þær lifa og sjá hvernig þær litu út með vorinu eða öllu heldur næsta haust. Eitthvað gekk erfiðlega að ná gimbrunum út úr skógargirðingunni um haustið þó að skarðið undir girðinguna væri meira en nógu stórt. Það var engu líkara en að þær vildu alls ekki fara og ef eg man rétt endaði það með því að við urðum að handsama þær og flytja í bíl niður í fjárhús til hinna lífgimbranna. Var nú ilmandi taða borin á garðann og fóru flest lömbin þegar að lykta og tína eitt og eitt strá upp í sig, en önnur að éta af miklum krafti, þar á meðal systurnar. Vatn rann eftir löngum stokk eða rennu úti í réttinni fyrir utan, og var gimbrunum hleypt út í vatn á hverjum degi. Fyrst úr annarri krónni og síðan úr hinni. Var þessi háttur hafður á til þess að auðveldara væri að fylgjast með því hvort allar gimbrarnar lærðu að bera sig eftir vatninu. Fljótlega var svo hleypt út úr báðum krónum samtímis, en það dró dilk á eftir sér. Þegar húsunum hafði verið lokað heyrðist mikið jarmað inni, líkast því að einhverjir væru að kallast á. Skildu menn ekki hverju þetta sætti, en þegar inn kom sáu þeir hvers kyns var. Höfðu systurnar lent sín í hvorri krónni, litu ekki við heyinu en æddu um jarmandi. Var nú önnur gimbrin flutt í hina króna til systur sinnar. Þefuðu þær hvor af annarri, en fóru síðan samhliða upp að garðanum; nú gátu þær byrjað að éta. Þannig gekk þetta þennan vetur. Systurnar þurftu alltaf að vera saman í kró. Ekki eignuðust þær lömb um vorið, enda ekki til þess ætlast. Þegar hætt var að hýsa hurfu þær fljótlega, en sáust bráðlega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.