Rit Mógilsár - 2022, Side 11
Rit Mógilsár 11
Ungar furuplöntur í bakka.
Ljósmynd: Rakel J. Jónsdóttir
Efni og aðferðir
Gögnum var safnað á föstum mæliflötum sem
Skóg ræktin stofnaði til á árabilinu 1970 til 2020
(1. mynd). Við hverja mælingu voru öll tré á mæli-
flötunum þver máls- og hæðar mæld. Tíðni endur-
mæl inga á mæli flötunum var mis munandi eða frá
þremur og upp í sextán ár. Tafla 1 sýnir gögnin sem
not uð voru við gerð jafnanna. Vegna óreglulegrar
tíðni endur mælinga þurfti að beita bestunar nálgun
(optimization approach) til að herma eins árs þver-
máls vöxt og sjálfgrisjun. Markmiðið var að finna
fasta fyrir þvermáls- og sjálf grisjunar jöfn urnar
sem lágmarka muninn á milli mældrar og út reikn-
aðrar þver máls dreifingar trjáa við enda mælingar-
tímabilsins. Auk þvermáls- og sjálfgrisjunarjafna var
að löguð yfirhæðarjafna sem lýsir frjósemi við kom-
andi skógar og jafna sem lýsir hæðarvexti stakra
trjáa. Yfirhæð er notuð til að gróskuflokka land með
tilliti til viðar framleiðslugetu, því hún er að mestu
óháð þéttleika og einnig grisjunum nema þegar
stærstu trén eru grisjuð. Yfirhæð er skilgreind sem
meðalhæð 100 sverustu trjánna á hverjum hektara.
Þetta er algengasta aðferðin við að áætla mögulega
framleiðslugetu skógræktarlands fyrir jafnaldra og
einnar tegundar skóga því mjög sterkt samband er
milli hæðar og rúmmálsframleiðslu skóga (Skovs-
gaard og Vanclay 2008). Gróskuflokkar geta einnig
nýst við að bera saman viðarframleiðslu mis mun-
andi trjátegunda við ákveðinn aldur.
1. mynd. Rauðir punktar sýna staðsetningu mæliflatanna sem notaðir voru við gerð vaxtarjafnanna.
Til að sýna hvernig jöfnurnar framreikna vöxt sitka-
grenis á Íslandi voru mæligögn af mælifleti úr
Íslenskri skógarúttekt (ÍSÚ) notuð. Á mælifletinum
stóðu aðeins 1.000 tré á hektara, sem telst varla
fullnægjandi þéttleiki í timburframleiðslu en bætt
var við alla þvermálsflokka sama hlutfalli til að ná
2.500 trjám/ha sem er samkvæmt ráðleggingum
Skóg ræktar innar. Við framtíðarspána var notaður
hermir (simulator) sem heitir Arborex og hannaður er
af Timo Pukkala. Reikniritinn (algorithm) í herminum
sem notaður var við bestunina (optimization) er
kenndur við Hooke og Jeeves „direct search“ (Hooke
og Jeeves 1961).
Tafla 1. Upplýsingar um fjölda mælinga ásamt meðaltali og staðalfráviki fyrir mæligögnin sem notuð voru við gerð vaxtar
jafnanna.
Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Max. Min.
Þvermál (sm) 7.276 9,4 7,2 36,4 0
Hæð (m) 8.432 5,92 4,62 19,0 0,28
Grunnflötur (m2/ha) 203 18,2 15,9 79,4 0
Aldur (ár) 203 36,6 15,7 63 6
Yfirhæð (m) 203 8,65 5,1 18,0 0,38
Vaxtartímabil 203 5,5 1,62 16 3
Trjáfjöldi/ha 203 2.222 1.414 5.026 458