Rit Mógilsár - 2022, Page 14

Rit Mógilsár - 2022, Page 14
14 Rit Mógilsár Meðal árlegur rúmmálsvöxtur hefur ekki náð hámarki við rúmlega 70 ára aldur fyrir gróskuflokkinn sem notaður var við framtíðarspána (6. mynd). Fyrir 1.000 tré/ha er hann 7,5 m3/ha og fyrir 2.500 tré/ha er hann 9,2 m3/ha. Það sama er að segja um árlegan vöxt og fyrir 1.000 tré/ha er hann um 16 m3/ha og fyrir 2.500 er hann 18 m3/ha í enda spárinnar. Eins og áður hefur verið sagt er einnig búið að að- laga vaxtarjöfnur fyrir lerki. Á 7. mynd er borinn sam- an yfirhæðar vöxtur sitkagrenis og lerkis og sést vel hversu ólíkan vaxtarferil þessar tvær tegundir hafa. Lerki er frumherjategund sem hefur mikinn vaxtar- þrótt á unga aldri og hámarkar vöxt sinn við 30-40 ára aldur. Sitkagreni er aftur á móti fyrst að komast í góðan vöxt á þeim aldri. 0 5 10 15 20 25 30 0 20 40 60 80 100 H æ ð m et ra r Aldur 7. mynd. Samanburður á yfirhæðarvexti fyrir lerki (blá brotin lína) og sitkagrenis (heil rauð lína). Umræður Nýju jöfnurnar verða mikilvægur þáttur í því áætlana- gerðar kerfi sem notað er hér á landi, því þær gera okk ur mögulegt að áætla umhirðu, lotulengd, viðar- fram leiðslu og kolefnis bindingu til að hámarka arð- semi ræktunar innar. Við val á jöfnum var horft til þess hvort þær hegðuðu sér eðlilega í framtíðarspám. Það er mjög mikil vægt því sitkagreni skógar á Ís landi eru ungir að árum og sitkagreni getur orðið 700-800 ára gam alt og um 80 metra hátt (Savill 1991). Jöfnurnar fram reiknuðu yfirhæðar vöxt 250 ár fram í tímann og var hann þá orðinn svipaður hjá öllum grósku- flokkum (gögn ekki sýnd). Samkvæmt jöfnun um nær grósku flokkurinn sem notaður var í framtíðar spánni 40 metra yfirhæð við 150 ára aldur. Út frá vaxtar getu er þessi spá ekki ólíkleg í ljósi þess að hæsta sitka- greni á Íslandi er að nálgast 30 metra og er einungis um 60 ára gamalt. Aftur á móti geta utanað komandi að stæður gert að verkum að tré brotna, velta eða verða fyrir öðrum áföllum áður en spáhæð er náð. En á skjól góðum stöðum ætti sitkagreni að ná 40 eða jafnvel 50 metra hæð. Hæðarvöxtur hjá sitkagreni fer almennt rólega af stað og nær hámarki seinna en hjá öðrum teg undum sem notaðar eru í íslenskri skóg rækt (7. mynd). Ef þvermálsvöxtur er skoðaður sést að bilið á milli með ferðar innar með 1.000 tré/ha í upphafi saman- borið við meðferðina með 2.500 tré/ha er vaxandi (4. mynd). Ástæðan er að grunnflötur skógarins er að aukast (tré hafa þá minna pláss) sem veldur því að draga fer úr þvermáls vexti. Jöfnurnar virðast lýsa þessu nokkuð vel, en í þvermálsvaxtarjöfnunni er það grunn flötur stærri trjáa sem orsakar að minni tré draga úr vexti. Vaxtarjöfnur sem lýsa hæðarvexti trjáa eru mikil- vægur þáttur við mat á framtíðarvexti og áætluðu viðar magni úr grisjunum. Að hafa áætlaða hæð á öll um trjám eykur nákvæmni spárinnar og opnar líka mögu leikann á að meta afurðarflokka fyrir öll tré ef til tæk eru uppmjókkunarföll, sem lýsa uppmjókkun trjáa út frá þvermáli og hæð. Þrátt fyrir mjög háan grunnflöt á nokkrum mæli flöt- um (tafla 1) var mjög lítið um sjálfgrisjun nema hjá nokkrum smátrjám. Vegna þessa þá er sjálfgrisjunar- jafnan trúlega veikasti hluti jafnanna og því mikil- vægt að haldið verði áfram að safna gögnum svo betrum bæta megi hana. Samkvæmt framtíðarspánni standa við 72 ára aldur rúmlega 650 m3/ha fyrir upphafsþéttleikann 2.500 tré/ha og 530 m3/ha fyrir upphafsþéttleikann 1.000 tré/ha. Þetta er tölu verður munur og sýnir okk ur hversu mikil vægt það er að land sem tekið er til nytja skóg ræktar sé full nýtt til viðar framleiðslu með hæfi leg um lágmarks þéttleika. Til að setja þessa viðar fram leiðslu í sam hengi var heildar viðar fram- leiðsla rússa lerkis í Gutt orms lundi við 81 árs aldur 555 m3/ha (Lár us Heiðars son, óbirt gögn). Rúmmálsvöxtur hefur ekki náð hámarki fyrir grósku- flokkinn sem skoðaður var en ekki er ólíklegt að náist fljót lega því ferillinn fyrir árlegan vöxt er byrjaður að fletjast út (6. mynd). Í Noregi, þar sem sitkagreni hefur verið ræktað í yfir 100 ár, næst hámarksvöxtur

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.