Rit Mógilsár - 2022, Síða 21

Rit Mógilsár - 2022, Síða 21
Rit Mógilsár 21 Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Tími sólarhrings klst. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 16,0 14,0 12,0 10,0 8,0 6,0 4,0 2,0 0,0 H it as ti g ° C 4. mynd. Meðalsólarhringshiti (°C) í 10 cm jarðvegsdýpt í þremur meðferðarsvæðum í Fljótshlíð, 1. júní–17. ágúst 2016. Svæði 1 er á berangri án skjóls, svæði 2 með skjólbelti á tvær hliðar og svæði 3 inni í miklu skjóli á alla kanta. við svæði 1 þegar hann var mældur í 10 cm hæð, og það sama gilti um samanburð milli svæða á meðal- hámarkshita og meðaldaghita (kl. 8.00–20.00). Á svæði 2 var meðalsólarhringshiti 0,8°C hærri en á óskýldu svæði 1 eða 6,7% hærri og á svæði 3 var munur inn 0,9°C, eða 7,6% hærri miðað við svæði 1. Hlutfalls legur munur á daghita (kl. 8.00–20.00) milli svæðanna var meiri en sólarhringshitans; svæði 2 var með 1,9°C eða 9,5% hærri meðaldaghita en svæði 1 og svæði 3 var með 2,85°C eða 10,9% hærri daghita en svæði 1. Lægsta hitastigið á tímabilinu mældist 0,5°C á óskýldu svæði 1, en lágmarkshiti var 1,0°C og 1,5°C á svæðum 2 og 3. Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 t-próf: 1-2 t-próf: 1-3 Meðalhiti sólarhrings 11,9 12,7 12,8 *** *** Meðalhámarkshiti sólarhrings 18,1 19,8 21,0 *** *** Meðaldaghiti (kl. 8–20) 14,7 16,1 16,3 *** *** Hámark 25,5 27,5 30,0 Lágmark 0,5 1,0 1,5 Tafla 2. Hitamælingar í 10 cm hæð yfir jörðu á þremur misskýldum svæðum í Fljótshlíð á tímabilinu 1. júní til 17. ágúst 2016. Svæði 1, 2 og 3 höfðu ekkert, nokkurt og mikið skjól. Skýringar. t-test, p-gildi táknað með stjörnu þar sem; (óm): p>0,05 , * : p = 0,05-0,01 , ** : p = 0,01-0,001 , *** : p<0,001 Hitasíriti í jarðvegi í 10 cm dýpt: Meðaljarðvegshiti sólar hringsins yfir sumarið 2016 var 12,5°C á óskýldu svæði 1, en á skýldu svæðunum var meðalhiti 13,4°C á svæði 2 og 13,6°C á svæði 3. Munurinn var þannig um 0,9°C eða 7% á milli svæða 1 og 2, en 1,1°C eða tæp 9% á milli svæða 1 og 3, og var tölfræðilega mark tækur í báðum tilfellum (t-próf: p<0,001). Á 4. mynd má sjá samanburð dægursveiflu jarð vegs- hita í 10 cm dýpt á meðferðarstöðunum þremur. Munur inn var tiltölulega jafn allan sólar hringinn, eða um 1°C munur á svæði 1 og 2 og rúmlega 1°C á svæði 1 og 3. Óskýlt svæði 1 var þannig með um 1°C lægri meðalhita ofarlega í jarðvegi allan sólarhringinn en skýldu svæðin.

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.