Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 22

Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 22
22 Rit Mógilsár Vaxtargreining birkiplantna Einföld vaxtargreining á úrtaksplöntum og aðhvarfs- greining var notuð til að finna vaxtarhlutföll allra plantna og fá þannig skýrari mynd af vexti og dreif- ingu ljóstillífunarafurða milli plöntuhluta eftir mis- munandi skjól áhrifum. Niðurstöður vaxtar grein ingar eru birtar í töflu 3 og 5. mynd. Í vaxtar grein ing unni er RMR (e. root mass ratio) hlutfall líf massa í rótum af heildar lífmassa, SMR (e. steam mass ratio) er hlutfall stofns af heildar lífmassa, BMR (e. branch mass ratio) er hlutfall greina og blaðstilka af heildar- lífmassa og LMR (e. leaf mass ratio) er hlutfall laufs af heildar lífmassa. LA (e. leaf area) er laufatarmál í cm2/plöntu, LAR (e. leaf area ratio) er laufatarvöxtur af heildarlífmassa, og SLA (e. specific leaf area) er hlutfall laufatar af laufþyngd. Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 1,43 0,13 0,96 0,93 2,24 0,35 1,59 1,39 2,44 0,47 1,51 1,34 DW lauf DW greinar DW stofn DW rót 5. mynd. Meðallífmassi (g) mismunandi plöntuhluta sýnd með mismunandi litum. Svæði 1 er á berangri án skjóls, svæði 2 með skjólbelti á tvær hliðar og svæði 3 í miklu skjóli á alla kanta. Þegar borin var saman skipting heildarlífmassa í mis mun andi plöntuhluta, það er rót, stofn, greinar og lauf, eftir með ferða rsvæðum, kom í ljós að í öllum plöntu hlut um var mark tækt minna þurrefni í plöntum á berangri á svæði 1 en á skýldu svæð unum 2 og 3 (5. mynd). Ef litið er hins vegar á hlut fall þurr- efnis plöntu hluta af heildar þurr efni varð myndin önnur. Rótar vaxtar hlutfall RMR var hæst hjá plöntum á berangri á svæði 1 og marktækt hærra en RMR á skjólmeiri svæðum 2 og 3 (tafla 3; t-testp=0,01-0,001). Hlutfallið snerist við þegar skoðað var hlutfall lauf- vaxtar LMR og greinavaxtar BMR. Þar var hæsta gild- ið á plöntum af mesta skjólsvæðinu, svæði 3, en minnst á skjól lausu svæði 1. Þetta sýnir að plöntur án skjóls settu hlutfalls lega meira í rótarvöxt en plönt- urnar sem uxu á skýldu svæðunum og þar með varð Breyta Mælingar MARKTÆKNIPRÓF t-próf Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 S1-S2 S1-S3 S2-S3 Þurrvigt alls (gr) 3,03 5,19 5,39 *** *** óm Laufflatarmál LA (cm²) 170,1 309,1 380,1 *** *** ** RMR (gr rót/gr heild) 0,29 0,26 0,23 ** *** *** SMR (gr stofn/gr heild) 0,27 0,28 0,25 *** ** *** BMR (gr grein/gr heild) 0,03 0,04 0,06 ** *** ** LMR (gr lauf/gr heild) 0,38 0,39 0,44 óm *** *** LAR (cm² lauf/gr heild) 54,6 58,6 72,9 * *** *** Tafla 3. Vaxtargreining á birkiplöntum á 3 meðferðasvæðum í Fljótshlíð við lok vaxtatímabilsins 1. júní–17. ágúst 2016. Svæði 1, 2 og 3 höfðu ekkert, nokkurt og mikið skjól. Skýringar. t-test; p-gildi táknað með (óm) eða stjörnu þar sem; (óm) : p>0,05 / * : p = 0,05-0,01 /** : p = 0,01-0,001 / *** : p<0,001

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.