Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 25
Rit Mógilsár 25
ljóstillífunargetu plantna (Chapin, Matson, & Vitou-
sek, 2012). Marktækur munur var í þessari rannsókn á
SLA milli allra þriggja meðferðarsvæðanna; þar sem
SLA-gildi var lægst á berangri á svæði 1 (lægst ljós-
tillífunar geta; mest álag), hærra á svæði 2, hálf skýlt,
en hæst á svæði 3, mikið skjól. Marktæk aukning varð
einnig á LAR (hlutfall laufatar af heildar lífmassa)
á skjól svæðunum miðað við ber angur. Það var því
ekki bara að hlutfall þeirrar orku sem notuð var til
lauf vaxtar ykist í skjólinu (LMR), heldur varð hvert
gramm af laufi að allt að 17% meira lauf atarmáli í
mestu skjól meðferðinni á svæði 3. Skjóláhrifin voru
því: 1) aukinn hiti, 2) meiri ljós tillífun vegna hlýn unar
(ef ekki var skuggi), 3) enn meira notað til laufvaxtar
og 4) hvert lauf varð stærra og nýtti því sólar orkuna
enn betur, sem enn jók upp söfnuðu vaxtaráhrifin.
Meiri vindhraði olli óhagstæðum breytingum á
nær viðri, jarðvegshita og þ.a.l. hægara framboði
næringar efna sem orsakar hægari ljóstillífun, minni
vöxt laufblaða (lægra SLA) og breytingu til aukins
rótar vaxtar sem allt leiddi til minni heildarlífmassa.
Ef aukin útgufun á berangrinum leiddi til neikvæðra
breytinga á vatnsbúskap, gæti það kallað fram
svip uð stressviðbrögð, með hærra RMR til að auka
getu til vatns upptöku (Chapin, Matson, & Vitousek,
2012). Það skal áréttað að þessar niður stöður gefa til
kynna jákvæð áhrif sem vindminnkun í skjóli hefur
á plöntu vöxt, en aðgreinir ekki nákvæm lega eðlis-
eða lífeðlisfræðilegar orsakir mismunar á plöntu-
vexti við misjafnt vindálag, þar sem áhrif vinds ins
á plöntu vöxt eru að verulegu leyti gegnum marg-
breyti leg áhrif hans á aðra nærviðrisþætti og víxl-
verkanir þeirra, svo sem hita, raka, vatnsbúskap o.fl.,
auk beinna álagsáhrifa hans á plönturnar sjálfar.
Prófuninni á slitflöggum í þessari rannsókn var ætlað
að kanna hvaða mynd slitflaggamælingar gætu
gefið af mældu vindálagi á mismunandi stöðum á
sama tímabili. Slitflöggin virkuðu strax um sumarið
til að magnsetja vindálag á bersvæðinu m.v. skýldu
svæðin, þrátt fyrir veðurblíðu og tiltölulega lágan
vind styrk sumarið 2016 (Veðurstofa Íslands, 2017).
Telewsky (1995) rekur niðurstöður margra rannsókna
sem sýnt hafa minnkaða heildarljóstillífun plantna
af völdum vindálags, þar sem vindur orsakaði annars
vegar minna ljósnám plantna vegna hreyfi nga
lauf blaða og minna blaðflatarmáls vegna frumu-
skemmda, rifnunar, o.fl. og hins vegar röskun á út-
gufun og efna flutningi um loft augu. Grace (1988)
nefnir einnig að mis miklar skemmdir, oft ill sjáan-
legar, verði á yfir borði laufblaða við vind álag og geti
valdið álagi á plöntur vegna skerts yfirborðs viðnáms
út gufunar plantna. Á vinda sömum svæðum eins og
Ísland er, getur gott „aðgengi“ að lausum jarðvegs-
efnum aukið mjög slík áhrif vind skemmda á plöntu-
vefi. Eldfjalla jarðvegurinn er oft laus í sér og rof gjarn.
Almennt má því ætla að vindbornar jarðvegs agnir
séu algengar á Íslandi og skaðleg áhrif þeirra á
yfirborð plantna geti verið töluverð þegar vind hraði
eykst.
Heimildir
Chapin, F. S., Matson, P. A., & Vitousek, P. M. (2012). Prin
ciples of Terrestrial Ecosystem Ecology, Second
Edition. New York: Springer.
Davis, J., & Norman, J. (1988). Effects of Shelter on Plant
Water Use. Í J. Brandle, D. Hintz, & J. Sturrock,
Windbreak Technology (bls. 393-402). Amsterdam:
Elsevier.
Devlin, R. M., & Witham, F. H. (1983). Plant Physiology
(Fourth Edition). Boston: Willard Grant Press.
Ericsson, T., Rytter, L., & Vapaavuori, E. (1996). Physiology
of Carbon Allocation in Trees. Biomass and Bioener
gy, 11, 115-127.
Gerður Guðmundsdóttir, & Bjarni D Sigurðsson. (2005).
Photosynthetic temperature response of mountain
birch (Betula pubescens Ehrh.) compared to two
other broadleaved tree species in Iceland. Icelandic
Agricultural Science, 18, 43-51.
Grace, J. (1977). Plant response to wind. London: Academic
Press Inc. LTD.
Grace, J. (1988). Plant Response to Wind. Í J. Brandle, D.
Hintz, & J. Sturrock, Windbreak Technology (bls. 71-
88). Amsterdam: Elsevier.
Junttila, O., & Nilsen, J. (1993). Growth and development
of northern forest trees as affected by temperature
and light. Í J. Alden, J. Mastrantonio, & S. Ödum, For
est Development in Cold Climates (bls. 43-57). New
York: Plenum Press.
McNaughton, K. (1988). Effects of Windbreaks on Turbu-
lent Transport and Microclimate. Í J. Brandle, D.
Hintz, & J. Sturrock, Windbreak Technology (bls. 17-
39). Amsterdam: Elsevier.
R Core Team (25. nóvember 2016). R: A language and
environment for statistical computing. R Foundation
for Statistical Computing, Vienna, Austria. Sótt af R
Foundation for Statistical Computing: http://www.
R-project.org/.
Rosenberg, N. J., Blad, B. L., & Verma, S. B. (1983). Microcli
mate; The Biological Environment, 2nd Edition. New
York: John Wiley & Sons Inc.
Telewsky, F. (1995). Wind-induced physiological and
developmental responses in trees. Í M. Coutts, &
J. Grace, Wind and Trees (bls. 237-263). Cambridge:
Cambridge University Press.