Rit Mógilsár - 2022, Side 28

Rit Mógilsár - 2022, Side 28
28 Rit Mógilsár Líffjölbreytni æðplantna í Tilraunaskóginum í Gunnarsholti: Áhrif skógræktar, grisjunar og áburðargjafar TreProX – aukin viðargæði í skógrækt og úrvinnslu skógarafurða Bjarni Diðrik Sigurðsson, Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir, Jón Auðunn Bogason, Páll Sigurðsson og Esther M. Kapinga bjarni@lbhi.is Guðríður Helgadóttir gurryhelgadottir@gmail.com Í þessari rannsókn var skoðuð líffjölbreytni plantna í skógarumhirðutilrauninni í Tilraunaskóginum í Gunn ars holti á Rangárvöllum. Þessi skógur er dæmi um eina áköf ustu eða „intensífustu“ skógrækt sem hér er stunduð og ætti því að sýna meiri svörun í ýmsum umhverfis mælingum en ræktaðir skógar almennt. Ekki reyndist vera marktækur munur á Shannon- Wiener fjölbreytnistuðli botngróðurs, tegundaauðgi á hverjum smáreit né tegundaauðgi á stærri tilrauna- reitum á milli skóglausa graslendisins sem hefur verið friðað frá 1990 og Tilraunaskógarins. Áhrif nýskógræktarinnar voru meiri á grósku botn- gróðursins en fjölbreytileika hans. Þar skipti skógar- umhirðan hins vegar miklu máli, þar sem áhrifin af snemmgrisjuninni árið 2004 á grósku voru enn mikil 19 sumrum síðar. Óvæntustu niðurstöðurnar í þessari rannsókn voru ann ars vegar að áburðargjöf jók heildarþekju botn- gróðurs þó að skógurinn væri mun þéttari í áburðar- reitunum og hins vegar að engin martæk áhrif urðu á tegundaauðgi eða líffjölbreytni botn gróðurs í áburðar meðferðunum. TreProX er samvinnuverkefni Skógræktarinnar, Land- búnaðarháskóla Íslands, Trétækniráðgjafar slf., Kaup manna hafnar háskóla og Linné-háskól ans í Sví- þjóð. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópu- sambandsins og hlaut um 40 milljóna króna styrk til þriggja ára (2019-2022). Í verkefninu er fjallað um viðargæði, staðla til að meta gæði viðar og aðferðir til að auka og viðhalda viðar gæðum á öllum stigum skógræktar. Í tengslum við verkefnið var sett saman teymi fólks sem vinnur við úrvinnslu skógarafurða á Íslandi og taka fulltrúar úr því teymi þátt í þremur námskeiðum, á Íslandi haustið 2021, í Svíþjóð í maí 2022 og Danmörku í september 2022. Afurðir verkefnisins eru bókin Gæðafjalir - viðskipta- flokkun á timbri, fræðsluefni í formi fyrirlestra og myndbanda, gæðastaðall til flokkunar á alaskaösp og endurskoðuð námskrá Grænni skóga 1-3.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.