Rit Mógilsár - 2022, Síða 32
32 Rit Mógilsár
Áhrif áburðar
á gróðurfar og jarðveg í sandjörð
Blöndun trjátegunda
í skógrækt
Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson og Þorsteinn Guðmundsson
gudni@lbhi.is
Jón Hilmar Kristjánsson
JonHilmar@hotmail.com
Árið 1974 var lögð út stór tilraun á Geitasandi þar sem
mis stórir skammtar af kúamykju voru plægðir niður
í ógróinn sand jarðveg (25, 50, 100 og 150 tonn/ha).
Síðan var tætt með tætara einu sinni. Til samanburðar
voru tveir meðferðarliðir með tilbúnum áburði (60
og 120 kg N/ha í 17-17-17). Reitirnir vor 13 x 10 m að
stærð. Vallar foxgrasi (Engmo) var sáð í tilraunina, 30
kg/ha.
Árið eftir var hverjum stórreit skipt í þrjá minni
reiti (split plot skipulag) sem fengu mismunandi
skammta af tilbúnum áburði næstu 7 árin (100N-20P-
50K, 0N-20P-50K og 100N-0P-0K). Tilraunin var slegin
einu sinni á sumri þessi sjö ár og uppskeran fjarlægð.
Markmið tilraunarinnar var að mæla áburðargildi
kúamykjunnar í samanburði við tilbúinn áburð. Ekkert
var gert við tilraunina að þessum sjö árum loknum
fyrr en árið 2015. Þá var tilraunin gróðurgreind aftur
og jarðvegssýni tekin úr öllum reitum.
Á þessum 40 árum höfðu orðið miklar breytingar á
gróður fari reitanna og þróun í gróðurfari var mis-
munandi eftir því hver upphaflega tilraunameðferðin
hafði verið. Vallarfoxgrasið, sem upphaflega var sáð,
var nánast alveg horfið. Grös voru mjög áber andi í
stórreitum sem fengu mest af kúamykju en kræki-
lyng í reitum sem fengu lítið af mykju og nituráburði.
Meðaluppsöfnun á C í jarðvegi var 249 kg/ha á ári og
á N 21 kg/ha á ári.
Áhrif tegundablöndu á vöxt trjáa í skógi hafa verið
rannsökuð mun meira á annars staðar á Norður-
löndum en á Íslandi. Það er þó mikilvægt að skoða
áhrif tegundablöndu við íslenskar aðstæður vegna
þess að hér eru bæði jarðvegsskilyrði og veðurfar
með öðru móti en gengur og gerist annars staðar og
á Íslandi eru notaðar tegundablöndur sem sjaldnast
eru ræktaðar í öðrum löndum.
LT-verkefnið er fyrsta tilraunin hér á landi með trjá-
tegunda blöndu í stórum samfelldum reitum (0,5
ha) í blokkum sem endurteknar voru við sömu
jarðvegs skilyrði. Í Gunnarsholti á Rangárvöllum voru
bornar saman tegundirnar birki (Betula pubescens),
sitkagreni (Picea sitchensis), stafafura (Pinus contorta)
og alaskaösp (Populus trichocarpa).
Tegundirnar voru ýmist ræktaðar einar sér, í 50% eða
25% blöndu með sitkagreni. Eitt af meginmarkmiðum
rannsóknarverkefnisins var að skoða hvort einhver
munur væri á lifun, vexti, framleiðni og vaxtarlagi
trjáa í tegundablönduðum reitum samanborið við
einnar tegundar reiti.
Fósturaðferðin (50% sitkagreni/50% alaskavíðir (Salix
alaxensis)) hafði marktækt jákvæð áhrif á yfir hæðar-
vöxt sitkagrenis. Einu marktæku blönduáhrifin í öðr-
um meðferðum voru neikvæð hæðarvaxtaráhrif
blöndu saman borið við einnar tegundar reiti, óháð
trjá tegund.
Það að engin jákvæð áhrif komu fram af blöndun
tegunda 15 árum eftir gróðursetningu gæti breyst
þegar lengra líður á vaxtarlotuna og vaxtarrýmið
fyllist.