Rit Mógilsár - 2022, Page 36
36 Rit Mógilsár
Umræður
Lifun í þessari tilraun í Öræfum, nálægt upprunastað
kvæmanna, er mun betri en gengur og gerist í
skóg rækt almennt (t.d. Bergsveinn Þórsson, 2008;
Valdimar Reynisson, 2008). Þó ber ekki að draga of
sterkar ályktanir af því, þar sem vaxtarstaðurinn var
valinn sérstaklega í sæmilegra skjólgóðri laut (2.
mynd) og vel var vandað til gróðursetningarinnar.
Það er áhugavert að Kvískerjabirkið skuli standa sig
vel samanborið við hin þekktari kvæmi frá Bæjar-
stað og Steinadal, en birki úr Kvískerjum hefur ekki
verið notað neitt í tilraunum hingað til. Skógar-
leifarnar á Kvískerjum einkennast af lágvöxnu og
kræklóttu birki, en þar hefur skógurinn verið í mikilli
beitarnýtingu allt fram á hin síðustu ár.
Aðlögun þessara þriggja birkikvæma að vaxtar-
aðstæð um fyrir miðju útbreiðslusvæðis þeirra á
Hofs nesi í Öræfum virðist vera mjög svipuð, en
lengri tíma þarf til að skera úr um hvort munur muni
reyn ast á vaxtar lagi þeirra.
Heimildir
Barbara Stanzeit & Bjarni Diðrik Sigurðsson, 2012. Saman-
burður á lifun og vexti bæjarstaðar-, kvískerja- og
steinadalsbirkis í tveimur landshlutum. Fyrstu
niðurstöður. Rit Mógilsár 26/2012: 14.
Bergsveinn Þórsson, 2008. Lifun skógarplantna á starfs
svæði Norðurlandsskóga. BS-ritgerð. Landbúnaðar-
háskóli Íslands. 37 bls.
Brynjar Skúlason & Brynja Hrafnkelsdóttir, 2022. Birki-
kvæmi á Íslandi. Óútgefinn fyrirlestur. Aðgengi-
legur á: https://www.skogur.is/static/files/
fagradstefna-2022/Glaerur/brynjar-skulason-
birkikvaemi-a-islandi.pdf
Erfðanefnd landbúnaðarins, 2009. Íslenskar erfðaauð lindir.
Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri
náttúru og landbúnaði 20092013. Erfða nefnd
landbúnaðarins. 45 bls.
Sigurður Blöndal, 2002. Íslensku skógartrén 1. Birki (Betula
pubescens Ehrh.). Skógræktarritið 2002(1): 5-22.
Valdimar Reynisson, 2008. Úttekt á lifun skógarplantna
á starfssvæði Héraðs og Austurlandsskóga. Úttekt
gerð sumarið 2007. Héraðs- og Austurlandsskógar.
7 bls.