Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 37
Rit Mógilsár 37
Endurheimt birkivistkerfa –
áskoranir, leiðir og ávinningur (BirkiVist)
Ása L. Aradóttir1, Kristín Svavarsdóttir2, Þóra Ellen Þórhallsdóttir3,
Anna Mariager Behrend1, Arnór Snorrason4, Björn Traustason4,
Edda Sigurdís Oddsdóttir4, Guðbjörg Jóhannesdóttir5,
Jóhann Þórsson2, Jónína Sigríður Þorláksdóttir1, Ólafur Arnalds1,
Snæbjörn Pálsson3, Sólveig Sanchez1 og Þórunn Pétursdóttir2
1LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS, 2LANDGRÆÐSLAN, 3HÁSKÓLI ÍSLANDS,
4SKÓGRÆKTIN, 5LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS
asa@lbhi.is
Ágrip
Hnignun náttúrulegra vistkerfa samhliða tapi á líf-
fræði legri fjölbreytni og loftslagsvá eru mestu áskor-
anir jarðarbúa á þessari öld. Því hafa Sameinuðu
þjóð irnar tileinkað áratuginn 2021-2030 endurheimt
vist kerfa. Hnignuð og röskuð vistkerfi eru útbreidd
á Íslandi og losun frá þeim stór þáttur í loftslags-
bók haldi landsins. Birkiskógar eru lykilvistkerfi í ís-
lenskri náttúru og veita margháttaða og verð mæta
vistkerfis þjónustu. Núverandi útbreiðsla birki skóga
er þó aðeins brot af því sem áður var. Víð tæk endur-
heimt birki vistkerfa hefur margþætta samfélags-
lega, menningarlega, efnahagslega og ekki síst
umhverfis lega skírskotun, þar sem hún stuðlar að
vernd líff ræðilegrar fjölbreytni á Íslandi, myndar
frjó söm vistkerfi og er jafnframt leið til að binda
varan lega umtalsvert magn kolefnis úr andrúmslofti
inn í vistkerfi.
BirkiVist er þverfræðilegt rannsókna- og þróunar-
verkefni, styrkt af Markáætlun um samfélagslegar
áskor anir og unnið af fjölbreyttum hópi sérfræðinga
frá mörgum stofnunum. Verkefnið miðar að greiningu
tækifæra og þróun skilvirkra leiða við endurheimt
birki skóga á landsvísu. Í því eru rannsakaðir þættir
sem tak marka sjálfgræðslu birkis og útbreiðslu
birki vistkerfa, og þróuð verða líkön sem nýtast mark-
vissri áætlanagerð og vistheimtaraðgerðum. Kann-
að er hvernig samfélagslegir þættir hvetja eða letja
endurheimt, auk þess sem metinn er ávinningur
og afleiðingar endurheimtarinnar fyrir kolefnis-
bindingu, vatnsbúskap, líffræðilega fjölbreytni,
sjón ræn landslagsáhrif og fagurferðileg gildi, að
ógleymdri þýðingu birkis í listum og menningu.
Hvers vegna er þörf á stórtækri
endurheimt birkivistkerfa?
Velferð mannkyns er háð vistkerfum jarðar og flest
af heims markmiðum Sameinuðu þjóðanna tengj ast
ástandi vistkerfa beint eða óbeint (IPBES 2018, IPBES
2019, UN Environment 2019). Ör hnignun og eyð-
ing vistkerfa, samfara tapi á líffræðilegri fjölbreytni
og loftslagsvá, eru stærstu áskoranirnar sem þjóðir
heims glíma við í dag (IPBES 2019, UNCCD 2022). Þær
eru jafnframt meginviðfangsefni samn inga Sam-
einuðu þjóðanna um líffræðilega fjöl breytni, lofts-
lags breytingar og varnir gegn eyðimerkur myndun.
Gríðarlegt álag á náttúruleg vistkerfi vegna athafna
mannsins veldur því að aðgerðir til að vernda vistkerfi
og draga úr hnignun þeirra duga ekki einar sér – það
þarf að snúa þróuninni við. Sameinuðu þjóðirnar
hafa því tileinkað áratuginn 2021-2030 endurheimt
vistkerfa, þ.e. að efla útbreiðslu náttúrulegra vist-
kerfa og stöðva eyðingu þeirra (UNEP/FAO 2020).
Með þessu er brugðist sameiginlega við áskorunum
vegna landhnignunar, loftslagsvár og taps á líffræði-
legri fjölbreytni (UNCCD 2022) enda eru vernd og
endur heimt náttúrulegra vistkerfa ásamt áherslu á
sjálf bæra landnýtingu taldar vera þær aðgerðir sem
best sameina verndun líffræðilegrar fjölbreytni og
bindingu kolefnis í vistkerfum (Pörtner o.fl. 2021).
Á fáum svæðum jarðar hefur orðið jafnalvarleg
hnignun vistkerfa og á Íslandi (Arnalds 2015, Crofts
2011). Mikið af koltvíoxíði losnar út í andrúmsloftið
í kjölfar jarðvegsrofs (Óskarsson o.fl. 2004) auk þess
sem umtals verð losun verður frá rýru landi við niður-
brot lífrænna efna í jarðvegi (Jón Guðmundsson
2016, Ólafur Arnalds og Jón Guðmundsson 2020). Að-
gerðir til að minnka losun frá landi og auka bindingu
kolefnis í jarðvegi og gróðri eru mikilvægur þáttur
í áformum íslenskra stjórnvalda um að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda og ná markmiðum
Parísarsamkomulagsins (UAR 2020).
Birkiskógar eru lykilvistkerfi í íslenskri náttúru (Dan-
fríður Skarphéðinsdóttir o.fl. 2007). Þeir þekja nú um
1.500 km2 (Arnór Snorrason o.fl. 2016), sem er aðeins
lítið brot af áætlaðri útbreiðslu þeirra við landnám.
Vernd og endurheimt birkiskóga stuðlar að varð-
veislu líffræðilegrar fjölbreytni en er jafnframt mikil-
væg leið til að binda kolefni.
Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu árum sett fram skýr-