Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 42

Rit Mógilsár - 2022, Qupperneq 42
42 Rit Mógilsár Sumarið 2021 voru farnir þrír leiðangrar að Land- manna helli með u.þ.b. mánaðar millibili. Þar var jarðvegsöndun í jarðvegsskán mæld á mismunandi tímum sólarhrings í hverri ferð, með tækjum sem hönnuð hafa verið af Ólafi Andréssyni og teymi hans. Fjölbreytileiki plantna var einnig rannsakaður með notkun plönturamma. Svæðið samanstendur af 16 mælipunktum og helmingur þeirra hulinn OTC- klefum sem valda 1°C-2°C hlýnun. Markmið rannsóknarinnar er að sjá hvort munur er á jarðvegsöndun á milli hlýrri punkta og viðmiðunar- punkta, og hvort það er á sólarhrings- eða árstíðagrunni. Einnig er um saman burð á plöntu- tegundum á milli OTC- og viðmiðunar punkta að ræða og á hvaða hátt OTC-klefarnir valda breyt ingum á samsetningu plöntutegunda, sem og líffjölbreyti- leika þeirra. Leiðbeinendur verkefnisins eru Alejandro Salazar- Ville gas (LbHÍ), Ólafur Andrésson (HÍ), Jussi Heinon- salo (UH) og Kristiina Karhu (UH). Verkefnið er unnið við háskólann í Helsinki (UH). Árið 1958 voru lagðar út þrjár tilraunir á Geitasandi á Rang árvöllum. Markmið þeirra var að finna út hvaða skammtar af nitri (N), fosfór (P) og kalíum (K) væru heppi legir á tún sem ræktuð eru upp á sandi. Til raununum var ætlað að standa í fá ár en endir inn varð sá að þær stóðu í 50 ár. Tilraunareitir voru slegnir árlega og uppskera mæld. Tilraunir sem standa svona lengi bjóða upp á rannsóknir á langtímaáhrifum áburðar á jarðveg, jarðvegslíf og uppskeru. Hér eru kynntar niðurstöður úr nitur- tilrauninni á áhrifum nituráburðar á uppsöfnun kol- efnis og niturs í jarðvegi. Tilraunameðferðir voru fjórar (50, 100, 150 og 200 kg N/ha árlega) og endurtekningar þrjár. Allir reitir fengu einnig P og K. Þegar tilraunin hafði staðið í 50 ár voru tekin jarðvegssýni úr öllum reitunum í þremur dýptum (0-5 cm, 5-10 cm og 10-20 cm dýpt). Mæld var rúmþyngd, pH-gildi, magn C og N og heildarmagn efna reiknað. Auðleyst Ca, Mg, K, Na og P var greint í ammóníumlaktatskoli. Á tilraunatímabilinu mynd að ist um 10 cm þykk rótar- og trefjamotta ofan á sandinum. Að meðaltali söfnuðust 424-597 kg C ha-1 og 24-46 kg N ha-1 á ári. Fyrir hvert kíló af ábornu N söfnuðust 1,05 kg af C og 0,15 kg af N ha-1 að meðal tali á ári í jarðveginum. Öll gras uppskera var fjarlægð af reitunum. Binding C og N í grasinu er því viðbót við það sem safnaðist í jarð- veginum. Meirihluti áborinna næringarefna fannst annað hvort í uppskerunni eða var í efstu 10 cm jarð- vegsins þannig að lítið tapaðist með útskolun eða sem lofttegundir. Jarðvegsöndun í lífskurn miðað við áætlaða hlýnun af völdum loftslagsbreytinga Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir – meistaraverkefni eyrungyda@gmail.com Langtímaáhrif áburðar á gróður, kolefni og nitur í sandjörð Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson og Þorsteinn Guðmundsson gudni@lbhi.is

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.