Rit Mógilsár - 2022, Page 43

Rit Mógilsár - 2022, Page 43
Rit Mógilsár 43 Lífmassaföll fyrir sitkagreni ,,Skógar rækta börn: Börn rækta skóga“ Lárus Heiðarsson og Arnór Snorrason larus.heidarsson@skogur.is Markmið þessarar rannsóknar var að uppfæra lífmassaföll þar sem hægt er, með mælingum á þvermáli og hæð, að áætla lífmassa trjánna ofanjarðar. Jöfnur til að meta rúmmál og lífmassa trjáa eru grunnur að mati á viðarmagni, lífmassa og kolefni í skógum. Markmið þessa lokaverkefnis er að ná yfirliti yfir skógarfræðslu í grunnskólum Íslands og að fá innsýn í sjónarmið skógargeirans um aðkomuna. Undirmarkmið: 1. Að draga saman tölulegt yfirlit, þ.e. að gera könnun meðal ákveðins úrtaks af grunnskólum á nýtingu skóga í útikennslu á: a) útikennslu, hvernig hún er upp byggð og fram kvæmd hennar, b) fjölda skólaskóga og fjölda notenda skóg- anna. Hvernig er skógarfræðsla framkvæmd og hvaða skógarfræðsla er í gangi í skól- unum? 2. Að gera könnun meðal umsjónaraðila skóga á því hversu mikil aðkoma og nýting grunnskólanna er á skógunum. Sendar eru sambærilegar spurningar á hvorn hópinn um sig. Einnig verða fengnar upplýsingar og rætt um kennslu á Menntavísindasviði H.Í. um hvernig nám og kennsla þar tengist því sem verið er að gera í grunnskólum landsins í sambandi við úti- og skógarfræðslu. Niðurstöður lokaverkefnisins fela í sér útkomu spurninga kannana og þeirra upplýsinga sem koma fram í þeim. Farið verður yfir stöðuna í dag og hvern- ig framtíðin lítur út fyrir skógarfræðslu á Íslandi. Hildur Margrét Einarsdóttir NEMANDI Á LOKAÁRI Í SKÓGFRÆÐI VIÐ LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA ÍSLANDS nem.hildurme@lbhi.is

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.