Rit Mógilsár - 2022, Síða 44

Rit Mógilsár - 2022, Síða 44
44 Rit Mógilsár Sýkingamætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum á skógarfurufræplöntur Þórhildur Ísberg1,3, Riikka Linnakoski2, Bjarni Diðrik Sigurðsson1, Risto Kasanen3 1LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS, 2NATURE RESOURCE INSTITUTE FINLAND (LUKE) 3HELSINKIHÁSKÓLI *thorhildur.is@gmail.com Útdráttur Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið vart við auk inn dauða skógarfuru (Pinus sylvestris) samfara auknum sumarhita og þurrkum. Oft hafa sést borgöng eftir barkarbjölluna Ips acuminatus á dauðum skógar furu trjám og merki um grágeitar sveppinn Ophio stoma clavatum. Til gang ur þessarar rann sóknar var að at huga hvort svepp urinn gæti verið valdur að dauða fur anna eða almennt valdið fræ plöntum af skógar furu skaða. Rann sóknin fór fram í tilraunastofu við háskólann í Helsinki, þar sem 88 fræplöntum var skipt í þrjá hópa: 1) ósnertar samanburðarplöntur, 2) særðar plöntur án smits og 3) særðar plöntur sem smitaðar voru af O. clavatum. Eftir átta vikur fund ust einungis marktæk áhrif á milli særðra og smit aðra plantna og ósnertra samanburðarplantna á heildar- lífmassa, þegar tekið var tillit til stærðarmunar á plönt um í upphafi tilraunar, en sýkingin dró ekki mark tækt úr vexti umfram það sem særingin ein og sér gaf. O. clavatum er því lík legast ekki einn og sér vald ur að furu dauðanum. Inngangur Þessi grein er unnin upp úr stuttgrein á ensku sem áður hefur verið send til birtingar í Icelandic Agricultural Sciences (Þórhildur Ísberg o.fl., 2022). Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið vart við auk inn skógarfurudauða í fjallahéruðum Vestur- Evr ópu sem og í Suður-Finnlandi samfara auknum sumar hita og þurrkum. Þar að auki hafa í mörgum trjánna fundist borgöng eftir barkarbjölluna Ips acu­ minatus sem er algeng fylgibjalla skógarfurunnar (Werme linger o.fl. 2008; Siitonen 2014). Algengasti fylgisveppur bjöllunnar er grágeitarsveppurinn Ophio stoma clavatum (Kirisits 2004; Linnakoski o.fl. 2012 og 2016). Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort sveppurinn gæti verið valdur að dauða furanna eða almennt valdið fræplöntum skaða sem smitaðar væru af O. clavatum. Efni og aðferðir Rannsóknin var framkvæmd við háskólann í Helsinki þar sem veturgamlar fræplöntur af skógarfuru (Pinus sylvestris) voru smitaðar af O. clavatum. Sveppurinn hafði verið einangraður af bjöllum I. acuminatus sem hafði verið safnað í Finnlandi. Samtals voru 88 plöntur notaðar í rannsókninni. Þar af voru 66 særðar til að líkja eftir barkarbjölluskemmdum og smit aðar af O. clavatum, tíu voru særðar og fengu gervi smit og 12 voru látnar ósnertar til samanburðar. Við særingu var berki flett af 3x4 mm svæði á stofni fræ plant nanna og við smitun voru sveppþræðir sem rækt aðir höfðu verið á malt-agar lagðir í sárið ásamt malt-agarnum og lokað fyrir með Parafilm-borða. Við gervi smit var farið eins að nema hvað ekkert sveppa smit var í malt-agarnum sem lagður var við sárið. Fræplönturnar voru hafðar í hita- og ljósastýrðu rými um átta vikna skeið þar sem þær voru vökv- aðar reglulega og færðar til í rýminu, til að jafna vaxtarskilyrðin milli þeirra. Fylgst var með plöntunum vikulega og öll streitueinkenni skráð. Að lokinni átta vikna ræktun voru sárin skoðuð. Þá var berki flett af og smit, ef það fannst, mælt. Smitum var skipt í fjóra flokka: 0 ekkert smit, 1 < 0,5 mm útbreiðsla smits í kringum sárið, 2 0,5-2 mm útbreiðsla og 3 > 2 mm útbreiðsla. Að auki voru slembi valin sýni tekin af sveppasýkingunni til að stað festa með DNA-greiningu að um O. clavatum smit væri að ræða. Að lokinni smitflokkun voru fræplönturnar þurrkaðar við 40°C í 48 klst. og vigtaðar. Rætur, stofnar og greinar og nálar voru aðskildar og vigtaðar sér til að kanna hvort munur væri á lífmassadreifingu smit- aðra og ósmitaðra plantna. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í SAS 9.2 og innihélt próf á normaldreifingu, fylgniútreikninga og sam- vika greiningu (fervikagreining þar sem tillit var tekið til upphafs ástands mældra plantna). Þær breyt ur sem voru greindar tölfræði lega voru: hæð við smitun (H1), hæð í lok eftirfylgnitímabils (H2), munurinn þar á milli í cm (Hdiff) og hlutfallslegur (Hdiff_rel), smitflokkur (Infection), heildarþurrvigt (DW), nálar (Needle), rætur (Root), stofn og greinar (Stem), hlutfall milli nála og efnismassa (NMR), róta og efnismassa (RMR), stofns og greina og efnismassa (SMR), og róta og sprota (RSR).

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.