Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Síða 2

Víkurfréttir - 02.03.2022, Síða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Margrét Ólöf Sanders varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en prófkjör var haldið síðasta laugardag. Anna S. Jóhann- esdóttir, bæjarfulltrúi endaði í 7. sæti og hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins fyrir kosning- arnar í vor. Guðbergur Reynisson varð annar og Helga Jóhanna Oddsdóttir þriðja en ellefu manns tóku þátt í próf- kjörinu, þar af voru níu þeirra ný- liðar. Samtals voru greidd 1352 atkvæði eða 40,6% kjörsókn. Auðir og ógildir seðlar voru 40. Akvæði féllu þannig: 1. sæti: Margrét Ólöf A Sanders með 1067 atkvæði í 1. sæti 2 .sæti: Guðbergur Reynisson með 813 atkvæði í 1.-2. sæti 3. sæti: Helga Jóhanna Oddsdóttir með 497 atkvæði í 1.-3.sæti 4. sæti: Alexander Ragnarsson með 468 atkvæði í 1.-4.sæti 5. sæti: Birgitta Rún Birgisdóttir með 655 atkvæði í 1.-5. sæti 6. sæti: Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með 678 atkvæði í 1.-6.sæti. Í næstu sætum voru Anna Sig- ríður Jóhannesdóttir, Eyjólfur Gíslason, Eiður Ævarsson, Guðni Ívar Guðmundsson og Steinþór Jón Gunnarsson. Finnum stemmningu „Þetta var heiðarleg kosningabarátta og prófkjörið gekk vel. Við erum frábær hópur og hlökkum til kosn- inga í vor. Við verðum að komast í meirihluta og við finnum stemmningu, fólk vill vera með okkur. Við boðum breytingar og ég vona að bæjarbúar séu með okkur í því. Nú er það okkar að halda áfram með stefnumótun og sýna bæjarbúum hvað við getum gert,“ sagði Margrét Sanders, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ að loknu prófkjöri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvö síðustu kjörtímabil verið í minni- hluta í Reykjanesbæ. Þrjú kjör- tímabil þar á undan var flokkurinn í hreinum meirihluta. Ítreka að Fjölþætt heilsuefling 65+ fái áfram hljómgrunn í Reykjanesbæ Öldungaráð Reykjanesbæjar telur verkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+“ gríðarlega mikilvægt og hefur áhyggjur af því að því ljúki þar sem það hefur sýnt sig og sannað að verkefnið er að skila miklum árangri fyrir þátttakendur líkamlega, and- lega og félagslega. Dr. Janus Guðlaugsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir frá Janusi heilsueflingu mættu á fund ráðsins og kynntu verkefnið sem er ætlað að gera þátttakendur hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Reykjanesbær hefur veitt fjár- magni til verkefnisins síðustu ár en nú hefur sú fjárveiting verið lækkuð umtalsvert og lítur út fyrir að verk- efninu muni ljúka í sveitarfélaginu í september 2023. „Ráðið ítrekar mikilvægi þess að verkefnið fái áfram hljómgrunn og að það verði gert ráð fyrir því í fjár- hagsáætlun Reykjanesbæjar hjá nýrri bæjarstjórn 2022-2026. Samkvæmt Hagstofunni mun fjöldi Íslendinga 70 ára og eldri tvöfaldast næstu 30 árin sem þýðir að 25% Íslendinga verða á þeim aldri árið 2050. Mikilvægt er að ríkið komi að þessari uppbyggingu þar sem það er gríðarlegur fjárhags- legur ávinningur fyrir heilbrigðis- kerfið sem og einstaklinginn sjálfan.“ TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is „Boðum breytingar“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins eftir prófkjör. Bæjarfulltrúa hafnað í ellefu manna prófkjöri. Hvatt til þátttöku í fyrir- tækjakönnun landshlutanna Fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri er þessa dagana boðið að taka þátt í fyrirtækjakönnun lands- hlutanna. Síðast var hún í boði haustið 2019. Með könnuninni hafa landshlutasamtök, Byggða- stofnun og aðrir sem vinna að byggðaþróun reynt að gera sér grein fyrir stöðu atvinnulífsins vítt og breitt um landið. Til skoðunar hafa verið styrkleikar og veikleikar þess sem og ógnanir og tækifæri. „Upplýsingar úr könnununum hafa ásamt íbúakönnunum verið ein mikilvægasta stoð þessara aðila til að móta áherslur í starfi sem snýr að stefnumótun landshlutanna til framtíðar, áherslur í styrkveitingum, ýmissi ráðgjöf, upplýsingagjöf til stjórnvalda og jafnvel uppspretta akademískra rannsókna á sviði atvinnumála hérlendis,“ segir í til- kynningu frá SSV. Hingað til hefur þátttaka verið góð á landsvísu, eða á bilinu 1600- 2000 svör, en nú bregður svo við að þátttakan er frekar dræm sem er bagalegt fyrir verkefnið. „Að- standendur könnunarinnar vilja því hvetja alla sem eru í rekstri á öllu landinu, fyrirtæki og einstakl- inga, einyrkja og opinbera aðila að taka þátt í birta raunhæfa mynd af stöðu atvinnulífsins til almennings og stjórnvalda.“ Fyrirtækjakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka, atvinnuþróunarfélaga og Byggða- stofnunar. Hún er ætluð öllum, stórum og smáum rekstraraðilum/ fyrirtækjum sem eru í framleiðslu eða bjóða þjónustu. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu. Barna- og ung- mennahátíð í Reykjanesbæ 28. apríl til 8. maí BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er á dagskrá dagana 28. apríl til 8. maí nk. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru m.a. þau að: Að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar Að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í sam- félaginu Gerum þetta saman! Allir þeir sem luma á góðum hugmyndum að verkefnum eða ábendingum fyrir BAUNina eru tvímæla- laust hvattir til að setja sig í sam- band á baun@reykjanesbaer.is eða á Facebooksíðu Baunar fyrir 15.mars og koma þeim á framfæri. Möguleiki er á aðstoð við fjármögnun á góðum hugmyndum/verkefnum sem falla að markmiðum hátíðarinnar og stefnu Reykjanesbæjar. Hverjir geta tekið þátt? Allir sem hafa aðkomu að mál- efnum barna á einn eða annan þátt eru hvattir til að flykkja sér undir merki BAUNarinnar og vera með. Stofnanir Reykjanesbæjar eru þátttakendur, ýmsir menningar-, íþrótta- og tómstundahópar einnig og sömuleiðis eru fyrirtæki sem ætla að hoppa á vagninn og beina sjónum að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili. Meðal verkefna sem eru í undir- búningi er BAUNabréfið sem sló rækilega í gegn hjá börnunum í fyrra, Listahátíð barna í Duus Safna- húsum, Skessuskokk, fjölskyldu- dagur í Fjörheimum og ýmislegt fleira sem á eftir að líta dagsins ljós. Endilega sláist í hópinn. Góð þátttaka var í prófkjörinu en kosið var á Réttinum í Reykjanesbæ. 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.