Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 11
Steinar Þór og stjórn
Lindarhvols hindruðu
aðgang setts ríkis-
endurskoðanda að
gögnum og gerði það
honum erfitt fyrir í
störfum hans.
Viðmót
Lindar-
hvols var
sagt þann-
ig að nán-
ast væri til
trafala að
verið væri
að bjóða í
Klakka.
Söluferli Klakka var lýst sem
„sjoppulegu“ og fyrrverandi
ríkisendurskoðandi sagði ríkið
hafa orðið af hálfum milljarði
vegna sölunnar, í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
olafur@frettabladid.is
Aðalmeðferð í Lindarhvolsmálinu
lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær eftir tveggja daga réttarhald.
Skýrslutaka af vitnum tók allan
miðvikudaginn og fram yfir hádegi
í gær.
Það er Frigus II ehf. sem er stefn-
andi í málinu og varnaraðili eru
Lindarhvoll ehf. og íslenska ríkið.
Fjármálaráðherra stofnaði Lindar-
hvol til að annast og selja stöðug-
leikaeignir sem slitabú gömlu bank-
anna af hentu ríkinu samkvæmt
samkomulagi.
Meðal eigna sem Lindarhvoll
annaðist var Klakki ehf., en helsta
eign þess félags var eignaleigu- og
fjármögnunarfélagið Lýsing. Lind-
arhvoli var skipuð þriggja manna
stjórn en hafði engan starfsmann og
þar af leiðandi engan framkvæmda-
stjóra.
Stjórn Lindarhvols samdi við
Íslög, lögfræðistofu hjónanna
Steinars Þórs Guðgeirssonar og
Ástríðar Gísladóttur, um lögfræði-
lega aðstoð. Í reynd var Steinari falin
dagleg stjórn Lindarhvols, líkt og um
framkvæmdastjóra væri að ræða. Til
að mynda hafði hann yfirráð yfir
netfangi félagsins og sími þess var
staðsettur á skrifstofu Íslaga.
Ekki jafnræði milli bjóðenda
Frigus II var einn þriggja aðila sem
buðu í skuldakröfur og hlutafé
Klakka í október 2016. Tilboði þess
var ekki tekið heldur var gengið til
samninga við BLM ehf., félag sem
að stóðu forstjóri og fjármálastjóri
Klakka.
Málsástæður Frigusar II eru
meðal annars að tilboð þess hafi
verið hagstæðara en tilboð BLM
sem var tekið. Frigus heldur því
fram að tilboð BLM hafi ekki upp-
fyllt skilyrði útboðsins. Enn fremur
byggir Frigus kröfu sína, upp á 651
milljónar bætur úr hendi ríkisins, á
því að jafnræði bjóðenda hafi verið
þverbrotið. Forstjóri og fjármála-
stjóri Klakka hafi haft betri upp-
lýsingar um fjárhagsstöðu félagsins
en aðrir þátttakendur. Sama gildi
um Steinar Þór, sem var stjórnar-
maður í Klakka fyrir hönd Lindar-
hvols. Auk þess hafi tilboð Frigusar
verið hið eina sem ekki var bundið
fyrirvörum.
Fyrstur til að stíga í vitnastúku
á miðvikudag var Steinar Þór Guð-
geirsson. Dómari hafði úrskurðað
að hann skyldi gefa vitnaskýrslu
fyrstur þar sem hann yrði að geta
fylgst með vitnisburði annarra
vitna sem lögmaður, en sem vitni
væri honum óheimilt að kynna sér
vitnisburð annarra áður en hann
bæri sjálfur vitni.
Fylgdist ekki með í stjórn Klakka
Í máli Steinars Þórs kom fram að
hann hefði sem stjórnarmaður í
Klakka ekki haft neinar upplýsingar
um fjárhagslega stöðu félagsins.
Sagðist hann engin uppgjör hafa séð
um afkomu Lýsingar, sem var helsta
eign Klakka. Einnig aftók hann með
öllu að hafa frétt neitt af verðmati á
félaginu sem stjórn Klakka pantaði
frá Deloitte og fékk af hent í júní
2016, meira en þremur mánuðum
áður en söluferli Klakka hófst.
Samkvæmt fundargerðum stjórn-
ar Lindarhvols, sem Steinar Þór
ritaði, kemur fátt fram um upplýs-
ingagjöf hans til stjórnarinnar um
fjárhagsmálefni Klakka og engar
athugasemdir koma fram heldur
um að fulltrúi Lindarhvols í stjórn
Klakka upplýsi eigandann um stöðu
eða verðmæti félagsins.
Máni Atlason, á lögfræðisviði
Kviku banka, lýsti því í gærmorgun
Sjoppulegt söluferli kostaði
ríkið hálfan milljarð
Steinar Þór Guðgeirsson (t.v.) er sagður hafa verið nánast allt í öllu hjá Lindarhvoli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Arnar Þór Stef-
ánsson flutti
málið af hálfu
Frigusar II.
Sigurður Þórðar-
son, fyrrverandi
ríkisendur-
skoðandi, sagði
ríkið hafa tapað
meira en hálfum
milljarði á söl-
unni á Klakka.
fyrir dómi að söluferli Klakka hefði
verið gerólíkt því sem tíðkast.
Venjan væri að seljandi reyndi að
fá verðmat á eignina sem selja á og
útbúa sölukynningu sem drægi
fram verðmæti hennar. Almenna
reglan væri sú hærra verð fengist
fyrir eignir því meiri upplýsingar
sem lægju fyrir. Öll óvissa væri nei-
kvæð í hugum bjóðenda.
Hann lýsti söluferli Klakka
sem „sjoppulegu“. Engar fjárhags-
upplýsingar hefðu verið veittar.
Sendar hefðu verið spurningar til
Lindarhvols í ferlinu. Áður hafði
komið fram að Lindarhvoll svaraði
spurningum einstakra aðila beint
en upplýsti ekki aðra aðila um þær
eða svörin, eins og þykir eðlilegt til
að aðilar njóti jafnræðis.
Máni sagði að viðmót Lindarhvols
í söluferlinu hefði verið á þann veg
að hann hefði fengið á tilfinninguna
að nánast væri til trafala að verið
væri að bjóða í Klakka.
Setið á greinargerð
Vitnisburðar Sigurðar Þórðar-
sonar, fyrrverandi setts ríkisendur-
skoðanda í málefnum Lindarhvols,
hafði verið beðið með nokkurri
eftirvæntingu. Sigurður, sem var
skipaður ríkisendurskoðandi 1992–
2008 var settur ríkisendurskoðandi
í september 2016 til að endurskoða
reikninga Lindarhvols og fylgjast
með framkvæmd samnings við
fjármálaráðuneytið um umsjón
og sölu stöðugleikaeigna. Ástæðan
var vanhæfi þáverandi ríkisendur-
skoðanda, Sveins Arasonar, en Þór-
hallur bróðir hans, skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu, var stjórnar-
formaður Lindarhvols. Sigurður
gegndi starfinu fram í ágúst 2018,
þegar Skúli Eggert Þórðarson hafði
verið skipaður ríkisendurskoðandi
í stað Sveins og vanhæfi var því ekki
lengur til staðar.
Nokkrum dögum fyrr hafði Sig-
urður skilað greinargerð um það
sem hann hefði orðið áskynja um í
eftirliti sínu með starfsemi Lindar-
hvols til forseta Alþingis, stjórnar
Lindarhvols, f jármálaráðherra
og Seðlabankans. Greinargerðin
er mjög gagnrýnin á starfsemi og
umgjörð Lindarhvols, auk þess sem
alvarlegar athugasemdir eru gerðar
við umfang starfa sem Steinar Þór
Guðgeirsson annaðist fyrir stjórn
félagsins.
Orðrétt segir: „Þrátt fyrir að við-
komandi einstaklingur hafi búið
yfir mikilli þekkingu og reynslu
sem tengdust því verkefni sem hér
er til skoðunar er það mat (setts
ríkisendurskoðanda), að þessi
skipan hafi ekki tekið nægjanlegt
tillit til krafna um aðskilnað starfa,
ábyrgðar og innra eftirlits sem hefði
átt að vera til staðar við framkvæmd
verkefnisins. Eru þá fyrst og fremst
hafðir í huga þeir miklu hagsmunir
sem liggja undir og tengjast þessu
viðfangsefni.“
Skúli Eggert Þórðarson skilaði
skýrslu ríkisendurskoðanda um
Lindarhvol til forseta Alþingis í
apríl 2020 og þar kveður mjög við
annan tón en í greinargerð Sigurð-
ar. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er
enn óafgreidd hjá stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd eftir tæp þrjú ár
vegna þess að nefndin hefur enn
ekki fengið greinargerð Sigurðar til
umfjöllunar og telur sig ekki geta
afgreitt málið án þess að fá aðgang
að henni. Fram kom fyrir dómi í
gær að einsdæmi er að skýrslur frá
Ríkisendurskoðun liggi óafgreiddar
í þingnefnd tæpum þremur árum
eftir að þeim er skilað.
Forsætisnefnd Alþingis sam-
þykkti í apríl 2022, þrátt fyrir
andstöðu stjórnar Lindarhvols og
Ríkisendurskoðunar, að af henda
fjölmiðlum greinargerð Sigurðar
Þórðarsonar, að fengnu ítarlegu lög-
fræðiáliti. Birgir Ármannsson, for-
seti Alþingis, hefur samt sem áður
neitað að afhenda greinargerðina.
Fékk ekki aðgang að gögnum
Í vitnisburði Sigurðar fyrir héraðs-
dómi í gær kom fram að það gerði
honum erfitt fyrir í störfum hans að
Steinar Þór Guðgeirsson og stjórn
Lindarhvols hindruðu aðgang hans
að gögnum. Þurfti hann að útvega sér
gögn eftir öðrum leiðum í sumum
tilfellum og fékk meðal annars gögn
frá slitastjórnum föllnu bankanna.
Sigurður sagðist hafa mætt sömu
tregðu til að afhenda gögn hjá Seðla-
bankanum, sem hefði borið við
bankaleynd. Eftir að Sigurður benti
Seðlabankanum á að hann væri
ríkisendurskoðandi fékk hann gögn
seint og um síðir.
Sigurður lýsti sig ósammála mörgu
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
starfsemi Lindarhvols frá því í apríl
2020, sem enn er óafgreidd í þing-
nefnd. Hann sagðist líta svo á að
greinargerð hans hefði orðið opin-
bert skjal þegar henni var skilað
til forseta Alþingis og f leiri aðila
en það væri í höndum Alþingis að
ákveða birtingu. Hann vildi ekki tjá
sig nánar um þau atriði sem hann
er ósammála í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar.
Skeikaði um helmingi
Verðmat sem Sigurður Þórðarson
ásamt Stefáni Svavarssyni endur-
skoðanda gerði á Klakka var mjög
áþekkt því sem Deloitte gerði og
staðfestir að verðmæti félagsins var
um milljarður en ekki 500 millj-
ónir. Sigurður sagði af þessu ljóst að
Klakki hefði verið seldur á undir-
verði og ríkið hefði orðið af meira
en hálfum milljarði af þeim sökum.
Sagðist Sigurður telja eðlilegt að
menn mætu verðmæti eignar sem
þeir væru að selja. Þess í stað hefði
Lindarhvoll miðað við lágmarks-
verð, sem var það verð sem Klakki
var bókfærður á í ríkisreikningi.
Sigurður sagði ástæðu til að
spyrja hvers vegna ríkið hefði
stofnað þetta eignarhaldsfélag, þar
sem Steinar Þór Guðgeirsson hefði
verið „nánast allt í öllu“, til að fara
með stöðugleikaeignirnar. n
Dómsmál
Fréttablaðið fréttir 1127. janúar 2023
fÖStUDAGUr