Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2023, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 27.01.2023, Qupperneq 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 27. janúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Ætli Viktoría taki við af föður sínum og verði drottning? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Herman Lindqvist hefur starfað sem fréttaritari sænska ríkisút- varpsins erlendis í áratugi en hann verður áttræður í apríl. Hann var í viðtali í sunnudagsþætti sænska útvarpsins um liðna helgi þar sem hann ræddi stríðið í Úkraínu og konungsveldið í heimalandinu. Herman býr nú í Varsjá og fylgist vel með stríðinu í Úkraínu og hefur miklar áhyggjur af því að stríðið eigi eftir að breiðast út til fleiri landa. Herman er vel metinn rithöfund- ur og einn helsti sérfræðingur Svía um sænsku konungsfjölskylduna. Hann hefur skrifað metsölubækur og gert sjónvarpsþætti um sögu Sví- þjóðar. Þá hefur hann samið bækur um konungsfjölskylduna og verið einkakennari Viktoríu prinsessu og systkina hennar. Bækur hans hafa verið fáanlegar hér á landi. Herman sagði í þættinum að konungdæmið í Svíþjóð myndi hverfa með Vikt- oríu prinsessu sem mun taka við af föður sínum Karli Gústafi. Sömu sögu segir hann um önnur konung- dæmi á Norðurlöndum. Tuttugu ár í viðbót „Ég tel að til lengri tíma litið muni þetta þurrkast út. Þeim mun fleiri hjónabönd þar sem hinir konung- bornu giftast alþýðufólki og eignast alþýðleg börn, þá þurrkast þetta út,“ segir hann. Þegar hann er spurður hversu lengi hann telji að konungdæmið muni lifa, svarar hann: „Í mesta lagi 20 ár í viðbót.“ n Kóngaveldi sem er að deyja út Þóra Rós segir enga leið að lýsa yndislegri orkunni sem fólk upplifir eftir jógatíma með orðum. Hana sé einungis hægt að upplifa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skildi loks frasann blóð, sviti og tár Þóra Rós Guðbjartsdóttir, jógakennari og listdansari, fann hugarró, styrk og vellíðan í jóga. Hún segir tvennt mikilvægast í að tileinka sér úr jóga í daglegu lífi: öndun og jafnvægi. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.