Fréttablaðið - 27.01.2023, Page 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
„Ef fólk ætti að tileinka sér eitthvað
eitt úr jógafræðunum er það að
reyna á jafnvægið alla daga. Við
eigum að geta klætt okkur úr og í
sokka og skó án þess að setjast. Ég
verð líka að nefna öndunar æfingar
og að anda til dæmis fjórum
sinnum inn og út um nefið. Rann-
sóknir sýna að neföndun styrkir
ónæmiskerfið og í Breath, bók
James Nestor sem byggir á rann-
sóknum, er talað um að við eigum
í raun ekki að nota munninn til að
anda.“
Þetta segir Þóra Rós Guðbjarts-
dóttir, jógakennari og listdansari.
Þóra Rós hefur starfað við
jógakennslu síðastliðin fimmtán
ár, í stúdíói sínu 101 Yoga og hjá
Hreyfingu. Hennar fyrsta upplifun
af jóga var í Madríd á Spáni.
„Mér fannst það róandi og þegar
álagið var hvað mest hjá mér í
dansinum hjálpaði að fara í jóga-
tíma. Ég byrjaði fimm ára í dansi
og árið 2007 fór ég til Mexíkó til að
stunda fjögurra ára listdansnám
við Puebla Perfoming Art School.
Þar tók ég þátt í öllum helstu
keppnum, sýningum og viðburð-
um, ferðaðist með dansflokknum
um Mexíkó og bjó einnig á Spáni
og í London. Í dansheiminum er
rosaleg samkeppni, maður þarf
stöðugt að sýna sig og sanna, og
þar skildi ég loksins merkingu
frasans „blóð, sviti og tár“. Ég var
líka í órafjarlægð frá fjölskyldu og
vinum sem gerði þetta stundum
erfitt,“ segir Þóra Rós.
Jóga veitir almenna vellíðan
Orðið jóga þýðir sameining og á
uppruna sinn á Indlandi.
„Í dag er jógaheimurinn orðinn
risastór og listinn endalaus með
mýmörgum jógaheitum eins og
kundalini, hatha, nidra, asthanga,
vinyasa, núvitund, hugleiðslu,
hugarró, djúpum teygjum, hot
jóga, infra jóga, kakó retreat,
andlegu ferðalagi og öndunar-
æfingum. Ég skil vel að fólki þyki
það flókið enda finnst mér við
stundum missa sjónar á því hvað
skiptir raunverulegu máli þegar
við tölum um jóga,“ segir Þóra sem
útskrifaðist sem jógakennari frá
Yogashala og Yoga Nidra árið 2015.
„Ég hef einnig lært um jóga og
áfallastreitu, og skapandi hug-
leiðslu sem kennsluaðferð. Jóga og
hugleiðsla hafa átt hug minn allan
síðastliðin sjö ár og ég er alltaf
að læra eitthvað nýtt og bæta við
mig tólum og tækjum tengdum
andlegri og líkamlegri heilsu. Mér
finnst mestu skipta að fólki líði
vel í líkama sínum og sé meðvitað
um líðan sína, sál og huga. Jóga
kemur jafnvægi á taugakerfið með
því að virkja heilataugina, eða
svokallaða flökkutaug sem er hluti
af parasympatíska taugakerfinu
okkar. Með því að virkja hana með
öndunaræfingum og jógaæfingum
eflist geta líkamans til að bregðast
við streitu. Þannig hjálpar jóga og
hugleiðsla okkur að finna jafnvægi
á milli streitu og hvíldar, og veitir
vellíðan,“ útskýrir Þóra Rós.
Með nýfæddan son í jógakennslu
Þegar Þóra Rós var í þann mund að
ljúka jóganáminu varð hún ólétt
að elsta syni sínum.
„Mig langaði alltaf að eignast
eigið fyrirtæki og fannst heillandi
hugmynd að reka jógastúdíó í
miðbænum. Við maðurinn minn
ákváðum að slá til og leigðum lítið
rými á Njálsgötu 26 sem var þá
leiguíbúð en við breyttum í jóga-
verslun og jógastúdíóið 101 Yoga.
Þar kenndi ég alla tímana sjálf og
sá um allan rekstur, en þurfti f ljótt
að ráða inn fleiri jógakennara því
fljótt varð 101 Yoga vinsælasti
staðurinn með drop-in jógatíma
fyrir ferðamenn,“ segir Þóra Rós.
Nafnið 101 Yoga átti sér rætur í
staðsetningu stúdíósins í miðbæn-
um en í merki stúdíósins var einn-
ig táknmynd sem sýnir að Þóra Rós
leggur mikið upp úr því að hver
og einn iðkandi fái persónulega
þjónustu og einstaka upplifun.
„Ég byrjaði að kenna þegar sonur
minn var aðeins eins mánaðar
og til að byrja með hélt ég ágætu
jafnvægi í kennslunni. Síðan fékk
maðurinn minn vinnu á Akureyri
og þá varð mjög krefjandi að reka
stúdíóið ein með nýfætt barn.
Ég man eftir jógatímum þar sem
ég mætti með strákinn sofandi í
vagninum og kenndi hádegisjóga,
gaf honum að drekka beint eftir
tíma, tók svo aftur á móti við-
skiptavinum og skipulagði enn
fleiri námskeið og tíma. Það gat
verið dálítið mikið og enginn
tími aflögu til að sinna sjálfri
mér. Þetta gekk því ekki svona til
lengdar, eins mikið og mér fannst
skemmtilegt og gefandi að kenna.
Við tókum því ákvörðun um að
flytja norður árið 2016 og ég lokaði
stúdíóinu á Njálsgötunni,“ greinir
Þóra Rós frá.
Setti sjálfa sig í fyrsta sæti
Þóra Rós segist hafa átt í erfið-
leikum með að finna jafnvægi eftir
að móðurhlutverkið tók yfir.
„Ég missti dálítið sjónar á því
sem drífur mig áfram sem Þóru, en
ekki móður eða jógakennara. Ég
fór því að stunda jóga og hugleiðslu
á hverjum degi en ákvað að kenna
ekkert í að minnsta kosti ár. Það
hjálpaði mikið til að styrkja mig
líkamlega og andlega,“ segir Þóra
sem kemur úr mikilli hlaupafjöl-
skyldu.
„Við höfðum ákveðið að hlaupa
hálft maraþon í Amsterdam 2016.
Það gaf mér kraft til að vera úti í
náttúrunni og mér þótti gott að
hafa eitthvað til að stefna að. Mér
fannst óskaplega skemmtilegt að
hlaupa með strákinn minn í vagn-
inum og upplifa kyrrð og fegurð
Akureyrar. Ég eignaðist svo yngri
strákinn 2019 og tók þá ákvörðun
um að gefa sjálfri mér meiri tíma
og vera óhrædd við að segja nei ef
vinna eða afþreying hentaði mér
ekki. Ég setti mér líka ný hlaupa-
markmið sem var að hlaupa Lauga-
veginn árið 2020, 55 kílómetra og
enn með barn á brjósti. Laugavegs-
hlaupið er það skemmtilegasta
og erfiðasta sem ég hef gert, fyrir
utan að fæða börnin mín, og kom
mér mest á óvart að hlaupið reyndi
mun meira á andlegu hliðina en þá
líkamlegu.“
Mæður þurfa hvatningu
Líðan mæðra er Þóru Rós hug-
leikin.
„Það er svo margt sem gerist
hjá mæðrum sem ekki er hægt að
útskýra, en ég held að aðrar mæður
tengi vel við hormónaflæðið,
sveiflukennt skap og lítinn svefn.
Þannig var það alla vega hjá mér
og er enn,“ segir Þóra sem í dag er
þriggja barna móðir.
„Sjálf hef ég upplifað stundir
þar sem ég hef ekki trúað að ég
hafi það sem til þurfi eða ég sé
hreinlega ekki nógu góð. Ég þekki
líka vel afsakanir eins og „Ég hef
ekki tíma í þetta“ og „Ég get þetta
ekki“. Ég hitti iðulega mæður með
ákveðna sýn á lífið og sem vilja
láta drauma sína rætast, hvort
sem það eru líkamleg markmið,
að koma list sinni á framfæri, fara
aftur í nám, sækja um vinnu eða
hvað sem er, en sökum tímaskorts,
svefnleysis, þreytu og þrekleysis
láta þær ekki verða af því. Það er
vegna þess að við gleymum of oft
að hlúa að sjálfum okkur. Sem
mæður þurfum við hvatningu
sem færir okkur drifkraft og þor
til að taka fyrstu skrefin í átt að
draumum. Við höfum nefnilega
allt sem þarf til að láta drauma
okkar rætast; við þurfum bara
virkja neistann og vita hvernig,“
segir Þóra Rós.
Hún reynir að lifa eftir heimspek-
inni á bak við jóga á hverjum degi.
„Jóga hefur kennt mér að hugur-
inn ræður öllu og að við stjórnum
því hvað hann hugsar og segir. Þess
vegna megum við ekki gleyma
að næra hugann en líka að leyfa
honum að vera stundum kyrrum í
stað þess að mata hann endalaust á
afþreyingu og áreiti. Það snýst ekki
um að hætta að hugsa heldur leyfa
hugsunum okkar að koma og fara,
og veita þeim ekki athygli í smá
stund. Það færir okkur hugarró
og þar hjálpar jógaöndun við ein-
beitinguna.“
Hvernig líður mér í dag?
Að mati Þóru eru Íslendingar harð-
dugleg þjóð.
„Við lifum í hröðu samfélagi
og allir reyna að gera sitt besta í
vinnunni, ræktinni, útiverunni
og með fjölskyldunni. Við viljum
helst gera allt og vera með í öllu
en á sama tíma eigum við það til
að gleyma að huga að andlegu
heilsunni og það getur komið fram
í formi veikinda, meiðsla, depurðar
og fleiru,“ segir Þóra.
Hún segir andlega og líkamlega
heilsu haldast í hendur og að hægt
sé að hlúa að andlegu hliðinni
með ýmsum leiðum, svo sem jóga,
hlaupum, hreyfingu, útiveru og
hugleiðslu.
„Á hverjum degi ættum við að
spyrja okkur þessara spurninga:
„Hvernig líður mér í dag?“ og
„Á hverju þarf ég að halda?“ Við
þurfum að sýna sjálfum okkur
mildi og samkennd, alveg eins og
við þurfum stundum líka spark
í rassinn til að gera hlutina. Við
getum gert stuttar öndunar-
æfingar, stundað hugleiðslu, lesið,
skrifað í dagbók, farið yfir það
sem við erum þakklát fyrir, farið í
gufur, köld böð og auðvitað jóga.
Að vera meðvituð um líðan okkur
og kunna á okkur sjálf og vita
hvað við þurfum frá degi til dags,
áður en við æðum áfram í gegnum
daginn. Við höfum alltaf val og
með því að gera ekkert eða bara
eitthvað erum við samt að velja.
Ég trúi því að það sem við segjum
og gerum hafi bein áhrif á líðan
okkar. Af hverju þá ekki að gera
eitthvað sem lætur okkur líða vel?“
veltir Þóra upp.
Jóga er fyrir alla
Þóra Rós hefur kennt þjóðinni
jóga á skjánum, meðal annars á
sjónvarpsstöðinni Hringbraut og
krakkajóga á Vísi.
„Mér finnst mikilvægt að yngri
kynslóðin læri jóga. Nú þegar er
jóga kennt í sumum leikskólum
og skólum, en mér finnst að við
ættum að gera betur. Það ætti að
vera hluti af daglegu lífi allra að
taka smá jógastund og þarf ekki
að vera nema tíu mínútur á dag
sem við kúplum okkur frá daglegu
amstri. Í mínu tilfelli fannst mér
börnin mín þurfa ró í lok dags eftir
fulla ferð í skóla og boltaíþróttum.
Ég sá fram á auka álag að senda þau
á jóganámskeið en um leið kosti
þess að kenna börnum að gera jóga
með því að horfa á jógamyndbönd
á meðan foreldrarnir græja kvöld-
matinn. Við getum nefnilega notað
tæknina til góðs og að leyfa börn-
unum okkar að gera jóga í gegnum
skjáinn er eitt af því,“ segir Þóra.
Krakkajógaþættir Þóru á Vísi
voru með jólahugleiðslu.
„Ég vildi ég kenna börnunum
að taka eftir því fallega sem jólin
gefa okkur, að jólin snúist um
kærleika og frið en ekki bara
jólagjafir og jólaboð. Líka að
vera góð við okkur sjálf og aðra,
það skiptir máli í lífinu. Ég lærði
skapandi hugleiðslu sem heild-
ræna kennsluaðferð. Rannsóknir
gefa til kynna að leidd hugleiðsla,
jóga og öndunaræfingar stuðli að
betri einbeitingu, námsfærni og
auknum sjálfsstyrk, og efli sam-
hug og samkennd hjá nemendum.
Ég trúi því að ef börn byrja
snemma að læra jóga verði þau
sterkari manneskjur fyrir lífstíð.“
Það sama gildi um vinnustaði.
„Ég hef kennt jóga á vinnustöð-
um og oftar en ekki kemur fólki á
óvart hvað jóga er einfalt og gerir
mikið fyrir það, svo sem betri
einbeitingu og minna stress. Það
er ekki hægt að lýsa orkunni sem
kemur yfir mann eftir jógatíma í
orðum, bara að upplifa. Jóga eflir
okkur og styrkir, og það hjálpar
okkur að takast á við áskoranir
lífsins, eins og að þora, því það
þarf oft hugrekki til að fram-
kvæma hlutina,“ segir Þóra Rós.
Í jógakennslunni leggur hún
áherslu á öndunaræfingar, styrk,
jafnvægi og slökun.
„Ég nýt þess að kenna. Fyrir
utan það að kenna í Hreyfingu
er ég nú að skipuleggja fjögurra
vikna námskeiðið „Jóga er fyrir
alla“ sem byrjar 20. febrúar.
Þar setjum við tóninn á mánu-
dögum með jákvæðri orku og
nærum okkur andlega og líkam-
lega. Ég stefni líka á nýtt nám-
skeið fyrir Drífandi mæður og
stofnaði hópinn Drífandi mæður
á Facebook sem er vettvangur
fyrir mæður sem vilja deila hug-
myndum sínum, þiggja ráð, gefa
ráð og hvetja hver aðra áfram.
Viðtökurnar eru vonum framar,
það eru alltaf að bætast við nýjar
mæður og á öllum aldri, því þótt
börnin séu farin að heiman þá
breytast bara áskoranir mæðra.“ n
Hægt er að fylgjast með Þóru Rós
á 101yoga.is og 101yoga.is/krakka-
yoga. Líka á Instagram @101yog-
areykjavik og á Facebook @101yoga
og @Drífandi mæður. Skráningar
á námskeiðið Jóga er fyrir alla er á
vefsíðunni 101yoga.is.
Í jógakennslunni leggur Þóra Rós mikla áherslu á öndunaræfingar, styrk, jafnvægi og slökun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við mæður höfum
allt sem þarf til að
láta drauma okkar
rætast; við þurfum bara
að virkja neistann og vita
hvernig.
Ég trúi því að ef
börn byrja
snemma að læra jóga
verði þau sterkari mann-
eskjur fyrir lífstíð.
2 kynningarblað A L LT 27. janúar 2023 FÖSTUDAGUR