Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 2
Við álitum svo að það sé ekkert endilega ólga eða neitt slíkt. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum Foster er stödd á land- inu við tökur á True Detective. Þeir sveimuðu yfir okkur og flugu býsna nálægt. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurann- sóknarstöðvar- innar við Mývatn Nýsköpun á Bessastöðum Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Það voru þeir Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson sem hlutu verðlaunin í ár fyrir verkefnið Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika. Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenn- ingu en verðlaunin voru nú veitt í tuttugasta og sjöunda skipti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Óvenjulegir atburðir við Mývatn fyrir 1.450 til 1.770 árum gætu afhjúpast með borkjarna sem vísindamenn náðu og eiga að spanna rúm- lega alla sögu vatnsins frá því það myndaðist fyrir 2.300 árum. gar@frettabladid.is VÍSINDI „Þeir fara með næstu ferð til Kaupmannahafnar,“ segir Árni Einarsson, forstöðumaður Nátt- úrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, um setlagakjarna sem hann ók með suður í gær til að koma í geymslu hjá Hafrannsókna- stofnun. Á sunnudag fór Árni út á ísinn á Mývatni. „Þetta hefur verið merki- legur dagur,“ skrifaði hann í dagslok á Facebook-síðu Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar. „Hann hófst með halastjörnu hátt á stjörnubjörtum himninum í bítið.“ Þarna var um að ræða halastjörn- una ZTF E3 sem sást síðast frá jörðu fyrir 53 þúsund árum og verður næst jörðu á morgun. Árni segir hana eins og lítinn skýhnoðra á himni. Eftir birtingu fór Árni með Banda- ríkjamanninum Wesley Farns- worth, sérfræðingi í borkjörnum, og Sveinbirni Steinþórssyni hjá Rauna- vísindastofnun til að taka kjarna úr botnsetinu. Tveir hafernir kíktu þá á vísindamennina. Árni segir þarna hafa verið á ferð erni sem hafi verið viðloðandi á svæðinu síðustu ár en séu ekki alltaf í sjónfæri. „Þeir sveimuðu yfir okkur og flugu býsna nálægt,“ segir hann um þessa skemmtilegu heimsókn. Kvað Árni hópinn hafa náð kjarna sem spanni alla 2.300 ára sögu Mývatns og lengra aftur í tímann Halastjarna og hafernir vöktu yfir vísindamönnum Wesley Farnsworth og Sveinbjörn Steinþórsson á ísnum. MYND/ÁRNI EINARSSON niður í setlög sem mynduðust í stöðuvatni sem var þar á staðnum áður en Mývatn myndaðist. Í Kaup- mannahöfn verði greind úr þeim erfðaefni. Þau þurfi síðan að sundur- greina sem taki langan tíma enda um mörg þúsund lífverur að ræða. Mögulega megi sjá hvaða lífverur hafa verið á og í vatninu alveg frá upphafi. Þá er ætlunin að efnagreina set frá tímabilinu 150–550 eftir Krist. „Þá hefur verið eitthvert mjög óvenju- legt ástand. Lífríkið hefur verið mjög stöðugt allan tímann en þetta tímabil sker sig alveg úr og lífríkið farið alveg út af sporinu,“ segir Árni. Lífríkið hafi haft annan karakter þennan tíma. „Kenningin er sú að þá hafi verið súrefnisskortur yfir sumarið.“ n - einfaldara getur það ekki verið! kristinnpall@frettabladid.is KVIKMYNDIR Stórleikkonan Jodie Foster hefur verið á ferðalagi um Norðurland á milli þess að hún er í tökum fyrir sjónvarpsrisann HBO á fjórðu seríu glæpaþáttanna True Detective. Foster virtist nokkuð alþýðleg þegar hún ferðaðist um sveitir Eyjafjarð- ar í gær og hefur hún sést í næsta nágrenni við Akureyri. Foster verður stödd hér á landi á næstunni við tökur á True Detec- tive. Búið er að umbylta Dalvík- urbæ vegna þáttaraðarinnar þar sem er meðal annars búið að breyta pósthúsi bæjarins í lögreglustöð í Alaska. n Foster á ferð og flugi um landið Foster sást í Eyjafirði í gær. ggunnars@frettabladid.is STJÓRNMÁL Hólmfríður Árnadótt- ir, formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum og odd- viti Suðurkjördæmis, segir að þótt útlendingafrumvarpið fari óbreytt í gegn, þá ógni það ekki endilega rík- isstjórnarsamstarfinu. Hún segir að það sé erfitt að upplifa að unnið sé gegn grunngildum flokksins. Hólmfríður sagði á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær að ekki væri ólga innan flokksins vegna frumvarps- ins. „Við álitum svo að það sé ekkert endilega ólga eða neitt slíkt, heldur einfaldlega erum við að sinna okkar hlutverki sem grasrót,“ sagði hún. „Ég trúi ekki öðru en að það sé á okkur hlustað og fólkið okkar fari fram með þeim hætti sem er í takt við okkar stefnu. Og að það sé virki- lega hlustað á þessar umsagnir og hlustað á grasrótina,“ sagði Hólm- fríður á Fréttavaktinni í gær. n Telur útlendingafrumvarpið ekki ógna ríkisstjórnarsamstarfinu 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.