Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 13
Ef við viljum hafa að leiðarljósi reynslu Skota um hafvernd er sjálfsagt að hafa vísindalega nálgun að leiðarljósi. Salurinn Kópavogi 14. apríl Hof Akureyri 15. apríl Grétar Örvarsson · Ragnheiður Gröndal · Karl Örvarsson Ásta Soffía Þorgeirsdóttir · Eiður Arnarsson · Sigfús Óttarsson Þórir Úlfarsson · Haukur Gröndal · Pétur Valgarð Pétursson Sunnanvindur Eftirlætislög Íslendinga Miðasala á Tix.is og Salurinn.is Í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna stendur það fyrir Marine Protected Area, eða MPA. Megin- tilgangur þessara verndarsvæða er að stuðla að líffræðilegum fjöl- breytileika, endurheimt vistkerfa og sjálf bærri nýtingu þeirra. En hvert skilgreint hafsvæði fyrir sig skal lúta sérstökum reglum sem mótaðar eru af viðkomandi sam- félagi í samvinnu sveitarstjórna og framkvæmdavaldsins. Það mun heyra undir umhverfisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið. Sögu hafverndarsvæða má rekja til laga sem sett voru upp úr síðustu aldamótum á vettvangi Evrópusam- bandsins. Svæðin eru mismunandi og hefur jafnframt verið fylgt misvel eftir. Engin þjóð í veröldinni hefur gengið lengra í að skilgreina haf- svæði sitt sem hafverndarsvæði en Skotar. Um 40% af hafsvæði Stóra Bretlands hefur verið skilgreint sem hafverndarsvæði en stærstur hluti þess er við Skotlandsstrendur. Heimsmarkmið SÞ kváðu á um að 10% af hafsvæðum væru skil- greind sem MPA 2020. Á þessu sviði náttúruverndar rekum við Íslend- ingar lestina með 0,07% af hafsvæði Íslands sem uppfyllir einhvers konar verndarákvæði er falla undir skil- greiningu MPA, það er 100 sinnum minna en heimsmarkmiðið. Hvernig hafa Skotar staðið að málum? Það er fróðlegt að kynna sér lítillega þá þróun sem liggur að baki þessa merkilega frumkvæðis nágranna okkar í Skotlandi. Coast samtökin á eyjunni Arran, um 50 km suðvestur af Glasgow, voru stofnuð árið 1995 með það að markmiði að vernda og endurheimta vistkerfið í kringum eyjuna og í f lóanum umhverfis hana. Þau töldu að neikvæð áratuga þróun væri mestmegnis því um að kenna að botnvörpuveiðar voru að nýju leyfðar umhverfis Arran og í Clyde-flóanum 1984. Í framhaldinu minnkuðu veiðar á einstaka fiskteg- undum um allt að 96% og voru nytja- stofnar að hruni komnir árið 2000. Coast fór fyrir fyrsta samfélags- miðaða hafverndarverkefni Skot- lands þar sem allir þeir sem hags- muna áttu að gæta voru kallaðir að borðinu við mótun stefnu um þær reglur sem settar voru um umgengni við lífríkið í f lóanum. Arran-verk- efnið hefur upp frá því verið talið til fyrirmyndar á evrópska vísu þegar undirbúningur að hafverndarverk- efnum er annars vegar. Stjórnar- formaður Coast, Russ Cheshire, segir samtökin reiðubúin að vera Íslendingum til ráðgjafar varðandi hafverndarsvæði verði þess óskað. 50% aukning á líffræðilegum fjölbreytileika og að auki jókst fiskafli á aðliggjandi svæðum Fyrsta og eina alfriðaða hafverndar- svæðið (svokallað No take zone) í Skotlandi var stofnað að frumkvæði Coast í Lamlashflóanum 2008. Þótt Lamlashflóinn sé ekki stór hefur verkefnið þegar sannað sig. Líffræði- legur fjölbreytileiki jókst á innan við 12 árum um 50% á hinu alfriðaða svæði sem spannar þó aðeins um 3 ferkílómetra. Svæðin sitt hvoru megin við, hafa notið ávinnings af endurheimt vistkerfisins í bættum afla og þá aðallega stærri fiska en áður. Staða hafverndar á Stóra-Bretlandi Breska þingið samþykkti sín fyrstu lög um hafverndarsvæði árið 2009 og skoska þingið ári síðar. Árið 2011 voru settar reglur um það hvernig hafverndarsvæði eru valin. Það sem einkum er haft til hliðsjónar við valið er ástand teg- unda og búsvæða. Gert er ráð fyrir að vísindaleg nálgun ráði jafnan för nema þegar um er að ræða svæði þar sem félagslegir og efnahags- legir hagsmunir vega jafn þungt eða þyngra en líffræðilegir en þá er litið til hvors tveggja. Árið 2014 samþykktu skosk stjórnvöld að afmarka fjölmörg svæði sem hafverndarsvæði, þar á meðal 282 ferkílómetra hafsvæði suður af Arran. Hafverndarsvæðin teljast nú vera alls 30 í Skotlandi og náðu árið 2020 yfir alls um fjórðung af lögsögu Skotlands en 52% af stærð hafverndarsvæða í Stóra-Bretlandi töldust þá innan skoskrar lögsögu. Þar með hefur Skotland orðið í farar- broddi í Evrópu ef ekki í heiminum öllum. Ef reynt er að bera saman sjávar- nytjar við Skotland og Ísland má leiða að því líkur að kvótakerfi Íslendinga hafi leitt til skilvirkara eftirlits og veiðiráðgjafar hér en í Skotlandi. Ef við viljum hafa að leiðarljósi reynslu Skota um haf- vernd er sjálfsagt að hafa vísindalega nálgun að leiðarljósi við ákvörðun og útfærslu hafverndarsvæða við Ísland sem og félagsleg og efnahags- leg áhrif. Ef vel verður að verki staðið mun ávinningur fyrir einstakar byggðir sem og landið allt verða mjög mikill. Á síðasta Alþingi setti þáverandi umhverfisráðherra málið á dagskrá Nú er það ekki svo svart að haf- vernd, eða MPA, hafi ekki komið til tals á Alþingi við Austurvöll. Í fyrirspurn um stöðu þessara mála svaraði þáverandi umhverf is- ráðherra Guðmundur Ingi Guð- brandsson m.a. þessu: „ Hafsvæði innan 200 sjómílna efnahagslög- sögu Íslands eru tæplega 760.000 ferkílómetrar. Ef 10% af því svæði væru yfirlýst hafverndarsvæði væri flatarmál þeirra því 76.000 ferkíló- metrar. Flatarmál hafsvæða innan 12 sjómílna landhelgi Íslands mun vera tæplega 70.000 ferkílómetrar. Því myndi verndun alls hafsvæðis innan 12 mílna landhelginnar fara langt með að ná tíu prósenta mark- miðinu ef efnahagslögsagan er höfð sem viðmið.“ Árið 2018 voru sett lög um skipu- lag haf- og strandsvæða. Meðal markmiða laganna er að „skipulag veiti grundvöll fyrir fjölbreyttri nýt- ingu auðlinda haf- og strandsvæða sem byggist á heildarsýn á málefni hafsins, vistkerfisnálgun og vernd náttúru og menningarminja, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi; enn fremur taki skipulag mið af áhrifum vegna loftslagsbreytinga“. Á fundi sveitarstjórnar Norður- þings 01.12 2020 var samþykkt sam- hljóða tillaga um að óska eftir því við umhverfis-og auðlindaráðherra að á árinu 2021 verði hafin vinna við haf- og strandsvæðisskipulag fyrir Skjálfanda og það sett fram í viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 líkt og nú er fyrirhugað að verði gert við Eyjafjörð. Veiðar í botnvörpu lúta nú þegar miklum takmörkunum Hefjum hið innihaldslitla orð „sjálf- bær þróun“ í íslenskri náttúruvernd til vegs og virðingar. Sjávarútvegsstefna Íslands á að grundvallast á sjálfbærri þróun sbr. lagasetningu frá 2018. Að því er séð verður er ekkert því til fyrirstöðu að skilgreina haf- verndarsvæði á mörgum stöðum á landgrunninu umhverfis Ísland þar sem botnvörpuveiðum hefur þegar verið hætt. Að viðfangsefninu verða að koma frá upphafi fulltrúar allra helstu hagsmunaaðila, s.s. sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar, sveitar- stjórna og umhverfisverndarsam- taka. Staðreyndin er sú að hér er um framtíðarhagsmuni allra þessara aðila að ræða, því fyrr sem vinnan hefst, því betra. Mikið skal til mikils vinna Við höfum augljós tækifæri til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þar með uppfylla skuldbindingar okkar. Í stað þess að reka lestina í Evr- ópu getum við sett af stað vinnu með skýr markmið þess efnis að markaðssetning, hvort sem er á sviði ferðaþjónustu eða annarra sjávar- nytja við strendur landsins uppfylli viðmið um sjálfbæra þróun. n Merking hugtaksins hafverndarsvæði Hörður Sigurbjarnarson frumkvöðull í ferðaþjónustu og stofnandi Norðursiglingar hf. Húsavík FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 1331. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.