Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2023, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 31.01.2023, Qupperneq 26
Dáin heimsveldi er vissulega vísindaskáld- saga en eins og þær bestu úr þeim geira vísar hún langt út fyrir sjálfa sig. BÆKUR Dáin heimsveldi Steinar Bragi Fjöldi síðna: 368 Útgefandi: Mál og menning Brynhildur Björnsdóttir Sumir vilja meina að heimurinn rambi á brún dystópíunnar, glat- aðrar framtíðar þar sem allt er verra en nú. Aðrir vilja meina að hann hafi alltaf gert það. Orðið dystópía þýðir einfaldlega vondur staður og í dystópískum bókmenntum fer heimur ekki versnandi, hann er löngu farinn og ekkert er eftir nema harðræði sem dregur fram allt það versta í fólki og tækni. Stundum er einhvers konar fallegri mennsku teflt fram sem vonarneista í rústun- um en það getur brugðið til beggja vona um hvort sú mennska nær að sigrast á vonleysi og eyðileggingu. Ljósið í myrkrinu Í Dánum heimsveldum er það ástin sem er ljósið í myrkrinu, nánar til- tekið ást söguhetjunnar Emils á Sögu konu sinni, en þau eru aðskilin í upphafi sögunnar og það er aðeins vonin um endurfundi við hana sem heldur honum gangandi. Emil er atvinnulaus textasmiður sem hefur verið ráðinn til að taka viðtal við geimfarann Pi, þann eina sem hefur snúið aftur úr risastórum svörtum ferhyrningi sem skyndilega birtist á himninum. Emil sér þetta verkefni sem tækifæri til að skapa sér og Sögu mannsæmandi líf á sviðinni jörð sem er heimili 99% mannkyns en hið ríka eina prósent hefur hreiðr- að um sig í allsnægtum á hringsóli ofan gufuhvolfsins og fær það litla sem eftir er af auðlindum jarðar til sín með lyftu sem er staðsett á hálendi Íslands. Dagar mannkyns virðast taldir og til að halda lífi í fólki er upplifunum stýrt af örvél- búnaði sem sprautað er í blóðrás- ina og sýndarveruleiki er greyptur á hornhimnurnar þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað er raunverulegt og hvað ekki. Hið mannlega ástand Dáin heimsveldi er nafn á hana- stéli sem geimfarinn Pi drekkur til að minna sig á hamfarir heimsins í harm-göfugri tilraun til að drepa sig úr áfengisneyslu en þeir Emil eiga það sameiginlegt að leita í áfengi þegar lífið verður þeim næstum um megn. Það er áhugavert að áfengi sé valvímuefni þessara félaga í upp- hafi 22. aldarinnar þar sem auðvelt væri að ímynda sér að mun kræfari og áhrifameiri fíknir hefðu komið fram. Að því leyti má segja að Dáin heimsveldi sé ekki einfaldlega bara dystópísk framtíðarsýn heldur líka dæmisaga. Og um hvað? Um sorg og missi og vonleysi og uppgjöf á hinu mannlega ástandi sem gerir nákvæmlega ekki neitt fyrir neinn. Meira að segja ástin, sem lengi framan af virðist vera eina hald- reipið í þessari voluðu, óréttlátu og hrörnandi veröld sem bókin sýnir, reynist vera jafn deyjandi og annað í heimi sögunnar. Tilgangsleysi allra hluta Dáin heimsveldi er vissulega vís- indaskáldsaga en eins og þær bestu úr þeim geira vísar hún langt út fyrir sjálfa sig. Bókin er full af vís- unum, tvíræðni og myndmáli sem á köflum verður eins og martröð þegar ekki er ljóst hvort sögumaður er að upplifa hluti á líkamlega eða stafræna sviðinu. Yfir öllu svífur svo andi trega og tilgangsleysis allra hluta. Einstaklega vel skrifuð bók sem situr með lesandanum lengi að lestri loknum. n NIÐURSTAÐA: Afar áhrifamikil og ljúfsár dystópía sem situr lengi með lesandanum. Fram af brúninni LEIKHÚS Marat/Sade eftir Peter Weiss Borgarleikhúsið í samvinnu við Lab Loka Þýðandi: Árni Björnsson Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson Leikarar: Arnar Jónsson, Sigurður Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Árni Pétur Guðjónsson, Viðar Eggertsson, Eggert Þorleifsson, Sigurður Karlsson, Hanna María Karlsdóttir, Helga Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Harald G. Haralds, Jón Hjartarson, Jórunn Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Þórhallur Sigurðsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Reynir Jónasson, Reynir Sigurðsson, Arnfinnur Daníelsson, Halldóra Harðardóttir og Ásgeir Ingi Gunnarsson Leikmynd og búningar: Ingibjörg Jara Sigurðardóttir og Filippía Elísdóttir Tónlist: Richard Peaslee Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Guðni Franzson Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnarsdóttir Sigríður Jónsdóttir Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá yfir 1.000 ára reynslu á einu og sama leiksviðinu, samanþjapp- aða í 19 einstaklingum. Leikhópur Marat/Sade, eftir Peter Weiss og í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar, er þverskurður af leikurum og tón- listarmönnum sem settu ómetan- legt mark á íslenska menningar- sögu. Eftirvæntingin var því mikil á frumsýningunni en byltingin er slungið fyrirbæri. Leikurinn gerist á Charenton- hælinu í Frakklandi þar sem de Sade markgreifi er í haldi og í miðjum klíðum að setja upp leikrit um dauðdaga byltingarmannsins Jean- Paul Marat með aðstoð hinna sjúkl- inganna. Marat/Sade er afsprengi sjöunda áratugarins og uppgjör við alhæfingar, sem leiða oftar en ekki til blóðugra styrjalda. Textinn er marglaga, samansafn af einræðum um lífið og tilveruna í bland við baráttusöngva í anda Bertolt Brecht. Arnar Jónsson, sem leikur de Sade markgreifa, fagnaði áttræðisafmæli sínu deginum eftir frumsýningu og hefur fáu gleymt þegar kemur að textaf lutningi, einstaki radd- blærinn ennþá töfrandi, en de Sade virðist fjarlægur. Fyrir miðju sviðs- ins situr byltingarmaðurinn Marat í baði, sem kallast á við málverkið La Mort de Marat eða Marat Assassiné eftir Jacques-Louis David. Sigurður Skúlason kemur tilfinningalegri ringulreið Marat vel til skila en virðist spóla í sama farinu. Sömu- leiðis einskorðast hlutverk Krist- bjargar Kjeld við einfaldar gjörðir og hennar hæfileikar eru ekki nýttir. Eins og lítil sprengistjarna En að yfirnáttúrulegum augna- blikum. Einungis örsjaldan eru leikhúsáhorfendur svo heppnir að leikari opnar fyrir þeim handan- heima, eins og viðkomandi sé í beinu sambandi við æðri máttar- völd. Margrét Guðmundsdóttir er eins og lítil sprengistjarna sem Charlotte Corday, hlutverk sem hún lék í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 56 árum. Engin leið er að vita hvort eldingu slær niður tvisvar á sama stað en augnablikið átti sér stað og Margrét leiftraði á frumsýningunni. Henni til halds og trausts, ef svo má að orði komast, er Eggert Þor- leifsson sem hefur hættulega nær- veru og húmorinn á hárréttum stað. Frá honum stafar raunveruleg ógn og hann eggjar alla í kringum sig. Árni Pétur Guðjónsson er í heljar- innar stuði á þessu leikári, óút- reiknanlegur, kraftmikill og í beinu sambandi við áhorfendur. Sigurður Karlsson kemur sömuleiðis inn með miklu afli, sprengiefni byltingarinn- ar. En stundum kviknar ekki eldur af fáeinum neistum. Stefnulaus hópur Rúnar Guðbrandsson á heiður skil- inn fyrir að ná þessum hópi saman en misheppnast að byggja heild- stæða sýningu í kringum hann. Í leikskrá er vitnað í hina altæku stofnun en táknmyndin er sjaldan notuð og hugmyndirnar hanga ekki saman. Hópurinn er of stór fyrir þetta óljósa ferðalag og pólitísk skilaboð leikritsins týnast nánast algjörlega í glundroðanum. Hópurinn er sundurslitinn og stefnulaus, þó að leikgleðin sé svo sannarlega til staðar. Kórinn kætir en ráfandi vistfólkið hefur engan ákvörðunarstað. Sömuleiðis nýtir leikstjórinn ekki þá ríku og raun- verulegu sögu sem leikhópurinn geymir. Litla atriðið þegar Viðar og Þórhildur berjast um valdasprotann opnar á sögulegt samhengi, tengsl sem hefðu bætt við eldfimri breytu í sýninguna. Undir lokin er fremur vanmáttug tilraun til að vitna í búsáhaldabyltinguna, enn önnur hugmynd án úrlausnar. Brotakennd byltingarsýning Tæknilegri umgjörð er mjög ábóta- vant, eiginlega á öllum póstum. Leikmyndin minnir á einangr- unarhólf á heilbrigðisstofnunum og aðstoðarfólkið er íklætt kunn- uglegum og klunnalegum ein- kennisbúningum. Búningarnir eru kaotískur samtíningur og stangast á við umgjörðina, þá vekur bún- ingur Coulmier hina mestu furðu. Er hann vistmaður eða stjórnandi stofnunarinnar? Tengingarnar á milli ytri og innri heims sýningar- innar eru með öllu ófullnægjandi. Sömuleiðis eru titlar á atriðum nánast ósýnilegir og illa unnir. Hljóðvinnan er kraftlaus, ekki er við leikarana að sakast en hljóð- vistin og stuðningur á sviðinu þarf að vera betri. Marat/Sade er sögulegur við- burður, leiksýning sem við munum ekki sjá aftur í bráð. Því miður stendur Marat/Sade ekki undir væntingum sem listræn heild þrátt fyrir einstaka atriði sem munu lifa lengi í minningunni. Sýningin er sundurslitin og samhengislaus en kemst nokkuð langt á frammistöðu fárra og mikilfenglegri Margréti. n NIÐURSTAÐA: Margrét Guð- mundsdóttir er yfirnáttúruleg í annars brotakenndri byltingar- sýningu. Byltingin fyrir bí Marat/Sade í uppsetningu Rúnars Guðbrandssonar og Lab Loka er sögulegur viðburður en leiksýningin stendur því miður ekki undir væntingum sem listræn heild að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. MYND/GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR Rúnar Guðbrandsson á heiður skilinn fyrir að ná þessum hópi saman en misheppnast að byggja heildstæða sýningu í kringum hann. Margrét Guðmunds- dóttir er eins og lítil sprengistjarna sem Charlotte Corday, hlutverk sem hún lék í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 56 árum. 22 MENNING FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.