Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Þeir ein- staklingar hætta í skóla um leið og færi gefst og takmarka þannig mögu- leikana á að finna hæfileik- um sínum farveg – og við töpum öll. Sá kostn- aður leggst þyngst á öryrkja sem flestir eru lang- veikir og einnig líklegri en aðrir til að búa við fátækt. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Erum við tilbúin? Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standa að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu um áhrif loftslagsbreytinga á sveitarfélög, fyrirtæki og innviði. Grand hótel 3.febrúar Kl. 8:30-10:00 Skráning á www.mannvit.is gar@frettabladid.is Rauðvínssparnaður Egill Örn Jóhannsson bókaút- gefandi lýsir í Fréttablaðinu í dag upplifun sinni frá ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem rædd var þróun forrita sem geta skrifað heilu bækurnar með því að styðjast við gervigreind. Virðist styttast í að forritin leysi af hólmi alla rithöfundana sem er náttúrlega tómt vesen fyrir forleggjara að hafa hangandi á kontórnum hjá sér dagana langa með alls kyns málalengingar og pex um þrálátar ritstíf lur og ótal margt f leira sem hrjáð getur mannverur sem fást við skriftir. Fyrir utan allt annað hagræði glittir í að hægt verði að spara mikið í innkaupum á rauðvíni. Raddir að handan Bráðum verður líka hægt að fá rödd hvers sem er, lífs eða liðins, til að lesa verkin inn á hljóð- bækur. Nefnir Egill sem dæmi að hægt yrði að fá að fá kúreka- bækur lesnar með rödd Johns heitins Wayne. Þótt forritin séu takmörkuð við ensku segir hann þess varla langt að bíða að þau geti samið á íslensku. Sem opnar vitaskuld spenn- andi óravíddir fyrir lessjúka þjóð. Þá verður til að mynda hægt að skipa forritinu að skrifa hugljúfa hryllingssögu sem væri eins og blanda af verkum Birg- ittu Haukdal og Yrsu Sigurðar- dóttur. Bókin gæti heitið Lára tekur gröf. Winston Churchill les. n Ríkisstjórnarflokkarnir láta óátalið að heilbrigðis- kerfið hér á landi sé í raun aðeins fyrir þá sem hafa efni á að sækja sér heilbrigðisþjónustu sérfræðilækna. Íslenskt heilbrigðiskerfi byggir á heilbrigðis- þjónustu sem bæði er í opinberum rekstri og í einka- rekstri. Lögin um sjúkratryggingar setja ramma um samningsgerð við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Markmið laganna er að tryggja aðstoð til verndar heil- brigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er samkvæmt lögum ætlað að tryggja að einstaklingar greiði ekki meira en ákveðna hámarksupphæð fyrir þjónustuna og að börn, aldraðir og öryrkjar greiði lægri upphæð en aðrir. Hvorki markmið greiðsluþátttökukerfisins né markmið laganna um að tryggja einstaklingum aðstoð óháð efnahag hafa náðst undanfarin ár þar sem samningar við sérfræðilækna hafa verið lausir í fjögur ár. Á þeim tíma hafa veitendur heilbrigðisþjón- ustunnar lagt á aukagjöld sem einstaklingum er gert að greiða og telja ekki inn í greiðsluþátttökukerfið. Ekki liggur fyrir nákvæm greining á gjöldunum en í sérstöku komugjöldunum er ekki tekið tillit til ólíkrar stöðu einstaklinga, s.s. barna, öryrkja eða aldraðra. Ekkert í lögum um sjúkratryggingar tryggir sjúklinga gagnvart slíkum kostnaði sem leiðir af sér þá óviðunandi stöðu að það eru sjúklingarnir sem bera þann kostnað sem hlýst af samningsleysi. Sá kostn- aður leggst þyngst á öryrkja sem flestir eru langveikir og einnig líklegri en aðrir til að búa við fátækt. Ég verð fyrsti f lutningsmaður frumvarps sem er í smíðum og tryggir að greiðsluþátttöku sjúklinga verði haldið í lágmarki auk þess sem kveðið er á um afleið- ingar þess ef samningaviðræður milli sérfræðinga í einkarekstri og ríkisins eru árangurslausar lengur en í 9 mánuði. Með því skapast aukinn þrýstingur á samningsaðila og líkur aukast á því að samningum ljúki innan settra tímamarka. Í því óviðunandi ástandi sem nú ríkir og ríkis- stjórnarflokkarnir hunsa, geta einungis þeir sem hafa ráð á að greiða umtalsverðar upphæðir utan greiðslu- þátttökukerfisins nýtt sér þjónustu sérfræðilækna. n Borgað fyrir heilsu Oddný G. Harðardóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands Það þurfti ekki greiningu eða sértæka námsörðugleika til að mér liði illa í grunnskóla, eins kom ég úr góðum aðstæðum og átti alltaf vini. Í raun fannst mér ekki gaman í skóla fyrr en komið var í háskóla erlendis, enda tók ég mér margra ára frí frá námi áður en ég vissi hvað ég vildi læra. Ég hafði raunar aldrei sett spurningar- merki við þetta fyrr en fullorðna ég fór að tala við fleiri um þessa staðreynd, fólk sem er jafn- vel langskólagengið og góðum gáfum gætt, en þjáðist hreinlega í barnaskóla. Hataði hvern einasta dag. Skólaforðun er tiltölulega nýtt orð yfir ekkert svo nýjan vanda. En þótt vandinn sé ekki nýr af nálinni er hann stærri en við höfum gert okkur grein fyrir. Nú fyrir helgi fór fram ráðstefna á vegum Barna- og unglingageðdeildar þar sem ráð- gjafarhópur, skipaður börnum á aldrinum tólf til sautján ára, kynnti niðurstöður könnunar á reynslu barna af skólaforðun. Þar kom fram að minnst þúsund börn forðast að mæta í skólann. Hvers vegna? Því þar líður þeim illa. Tölurnar eru reyndar frá árinu 2019 og má leiða líkur að því að vandinn sé enn stærri eftir kórónaveirufaraldurinn og tilheyrandi sam- komutakmarkanir sem bitnuðu illilega á ungu kynslóðinni og juku á einangrun vissra hópa. En ef rúmlega tvö prósent barna á skólaaldri forðast að mæta í skólann er ljóst að eitthvað þarf að hugsa upp á nýtt. Skólakerfið er hannað þannig að gerð er krafa um ákveðið hegðunarmynstur, svo sem að sitja kyrr, hlusta og taka leiðbein- ingum. Þetta hentar ekki öllum en engu að síður gerir samfélagsgerð okkar ráð fyrir að allir passi í mótið og jaðarsetur þannig hóp, sem í sögulegu samhengi stóð jafnfætis öllum öðrum. Hvað sem veldur því að barn vill ekki mæta í skóla, kvíði, þunglyndi, skynáreiti, tilfinninga- hegðunarvandi eða annað, þá þarf að finna betri lausnir með samvinnu á milli heilbrigðis- og menntasviðs. Bragarbót hefur orðið á fram- haldsskólastigi þar sem fjölbreyttari leiðir hafa verið kynntar og iðnnámi gert hærra undir höfði. Það gefur augaleið að hverfandi líkur eru á að óharðnaður einstaklingur sem loks losnar undan áratugar þjáningu í kerfi sem gerir ekki ráð fyrir honum, velji sér endilega að halda áfram að kveljast. Þeir einstaklingar hætta í skóla um leið og færi gefst og takmarka þannig möguleikana á að finna hæfileikum sínum farveg – og við töpum öll. n Tvö komma tvö prósent 12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.