Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 6
benediktboas@frettabladid.is SKÓLAMÁL Þrátt fyrir að húsnæðið fyrir leikskólann Stóru-Hlíð henti ekki fyrir leikskólastarfsemi og sé myglað ætlar Reykjavíkurborg að hefja þar viðgerðir og hefja leik- skólastarf að nýju, nema ef önnur betri lausn finnst síðar. Þetta segir í svari Ólafs Brynjars Bjarkasonar, skrifstofustjóra fag- skrifstofu leikskólamála, við fyrir- spurn frá Íbúaráði Miðborgar og Hlíða. „Ljóst er að húsið sem áður var íbúðarhús hentar ekki vel fyrir leik- skólastarfsemi. Ásamt viðgerðum og viðhaldi verða gerðar breytingar innanhúss til að bæta aðstöðu og færa húsið í nútímalegra horf,“ segir í svari Ólafs. n Okkur finnst íslenski hesturinn eiga sínar rætur hér í Skagafirði. Ragnar Helgason, formaður at- vinnu-, menningar- og kynningar- nefndar Skagafjarðar Ég held að með öflugri algóritma með meira efni í sarpinum sé þess ekkert langt að bíða að við verðum komin á þennan stað með íslenskan algóritma líka. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins Stóru-Hlíð var lokað að hluta í október. 13,7 prósent Íslend- inga á aldrinum 50 til 74 ára stunda nám. Þróun í getu gervigreindar til að lesa og skrifa texta hefur fleygt fram síðustu misserin. Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, sat ráðstefnu um þróun í stafrænni útgáfu í Bandaríkj- unum og segir tæknina langt komna. ragnarjon@frettabladid.is MENNING „Það sem kom mér nánast óþægilega á óvart er að sjá hversu langt þetta er komið. Hversu stutt er í að forritin geti, í það minnsta á enskri tungu, skrifað heilu bækurnar og lesið þær upp,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, sem tók þátt í ráðstefnu um stafræna útgáfu í Bandaríkjunum í síðustu viku þar sem nýjasta þróun í gervigreind var kynnt. Þar bar hæst spjallmennið ChatGPT sem þróað var af OpenAI. Það semur svör við spurningum notenda og hefur náð gríðarlegum framförum. Gervigreind getur nú samið skapandi texta og jafnvel líkt eftir stílbrögðum höfunda. „Ég hef fylgst með þróun mála hjá forritinu ChatGPT en mér hefur alltaf fundist eins og þessi forrit ættu nokkuð langt í land,“ segir Egill en hann hafi fengið að sjá dæmi um magnaða getu ChatGPT á ráðstefnunni. „Við fengum bæði að sjá og heyra dæmi um texta og lestur og mér var mjög brugðið. Þess er ekki langt að bíða að stór hluti útgáfu verði fram- leiddur eða skrifaður af algóritmum. Á þann hátt að það verði að minnsta kosti fyrir leikmenn ómögulegt að sjá mun,“ segir Egill. „Þarna voru einnig fulltrúar frá fyrirtæki sem safnar röddum. En þá kaupir það raddir, helst látinna leikara, og notar þær til upplestrar. Fyrirtækin fá svo einkaleyfi á notkun þessara radda í hljóðbóka- lestri,“ segir Egill og tekur dæmi um notkun slíkra vélmenna. „Þú gætir til dæmis viljað fá þekktan bandarískan kúrekaleik- ara eins og John Wayne til að lesa kúrekabækurnar þínar. Þá bara lætur þú hann gera það,“ segir Egill en með þessu geti gervigreindin framleitt bækur frá byrjun til enda eftir ákveðnum formerkjum. „Mun ekki lesandinn einfaldlega biðja algóritmann um að skrifa fyrir sig bók, með svona og svona fléttu sem er ákveðið löng og lesin upp af þessum leikara?“ spyr Egill og tekur dæmi: „Skrifaðu fyrir mig bók eins og Flugdrekahlauparinn, hafðu hana um tvö hundruð blaðsíður og láttu svo þennan leikara lesa hana fyrir mig.“ Egill segir forritið vissulega tak- markað við ensku eins og stendur en forritið geti þó svarað á bjagaðri íslensku. „En ég held að með öflugri algóritma með meira efni í sarpin- um sé þess ekkert langt að bíða að við verðum komin á þennan stað með íslenskan algóritma líka.“ n Gervigreind geti brátt ritað skáldsögur segir útgefandi Egill segir það hafa nánast komið sér óþægilega á óvart hversu langt tæknin væri komin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is MENNTUN Færra fólk á miðjum aldri og eldri borgarar á Íslandi sækja nú nám en áður. Þetta er öfug þróun miðað við Evrópu en hlutfallið er þó með því hæsta hér á landi. 13,7 prósent Íslendinga á aldr- inum 50 til 74 ára stundar endur- menntun, símenntun, námskeið eða einhvers konar menntun. Á árunum 2005 til 2016 fór hlutfallið aldrei undir 15 prósent og var 17,9 prósent árið 2012. Eftir 2016 hefur hlutfallið aldrei náð 15 prósentum og var lægst árið 2020, aðeins 10,8 prósent, sem skýr- ist líklega af faraldrinum. Hlutfallið í Evrópu er nú 5,2 pró- sent og hefur verið að smokrast upp á undanförnum áratugum. Lang- hæst menntunarhlutfall eldra fólks er í Svíþjóð, 21,6 prósent. Finnar, Hollendingar og Danir eru einnig fyrir ofan Íslendinga á lista. Lægst er hlutfallið í Búlgaríu, aðeins 0,3 prósent. n Aldraðir stunda minna nám en áður kristinnhaukur@frettabladid.is NORÐURLAND Í sveitarstjórn Skaga- fjarðar er nú unnið að því að gera hestinn að nýju kennileiti sveitar- félagsins. Málið var tekið fyrir á fundi atvinnu-, menningar- og kynning- arnefndar á fimmtudag og starfs- fólki falið að vinna hugmyndina áfram. „Okkur fannst vanta augljóst og opinbert kennileiti fyrir Skagafjörð. Þannig að við komum fram með þessa hugmynd og settum vinnu í gang,“ segir Ragnar Helgason, for- maður nefndarinnar. „Þetta er enn þá á frumstigi og ekkert verið sam- þykkt enn þá þótt vel hafi verið tekið í hugmyndina.“ Stutt er síðan sveitarfélagið Skagafjörður sameinaðist Akra- hreppi en Ragnar segir ekki ætlun- ina að búa til nýtt merki sameinaðs sveitarfélags. Fyrirmyndin sé frekar verkefni eins og Hjartað á Akureyri. En þar í bæ er hjartað sýnilegt til dæmis með styttu í miðbænum og á umferðar- ljósum. Skagafjörður á nú þegar styttu af hesti í sínum miðbæ, Faxa á Faxa- torgi eftir myndhöggvarann Ragnar Kjartansson, sem afhjúpuð var árið 1971 í tilefni af hátíð vegna 100 ára byggðar á Sauðárkróki. „Okkur finnst íslenski hesturinn eiga sínar rætur hér í Skagafirði,“ segir Ragnar. n Kennileiti Skagafjarðar verði hestur enda eigi hann þar rætur Afhjúpun Faxa á Faxatorgi árið 1971. MYND/HÉRAÐSSKJALASAFN SKAGFIRÐINGA H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Bókasafnasjóður Umsóknarfrestur er til 15. mars 2023 Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna og upplýsingamála. Sjóðnum er heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan. Fyrir hverja: Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrk, ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum og/eða aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 15.00. Umsóknum skal skilað rafrænt, umsóknargögn eru að finna á rannis.is. Rannís, Borgartúni 30, sími 515 5838, bokasafnasjodur@rannis.is. Myglaður Hlíðaleikskóli í yfirhalningu 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.