Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 22
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kolbrún Emma Magnúsdóttir lést á Landspítalanum laugardaginn 14. janúar. Útför/bálför fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 3. febrúar klukkan 13. Hörður Diego Arnórsson Hans Vilberg Guðmundsson Anna Aspar Aradóttir Þorvaldur Harðarson Guðný Helga Helgadóttir Linda Diego Víðir Már Hermannsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón H. Guðmundsson lést á Landspítalanum, Fossvogi, föstudaginn 27. janúar. Hólmfríður Jónsdóttir Elín Lára Jónsdóttir Snorri Páll Einarsson Unnur Jónsdóttir Hilmar Harðarson Vignir Jónsson Helga Torfadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sólveig Guðfinna Stígsdóttir Sæland Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Einnig verður streymt frá athöfninni á eftirfarandi slóð: youtu.be/2ZNoDdo0MLU Björg G. Sæland Eiríksdóttir Sigríður M. Sæland Eiríksdóttir Ragnheiður Sæland Einarsdóttir Sigfús Jón Sigurðsson Auður Sæland Einarsdóttir Ásrún Sæland Einarsdóttir Jósef Kristjánsson Stígur Sæland Einarsson Stine Einarsson Katrín Sæland Einarsdóttir Haukur Geir Garðarsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Pétur Orri Þórðarson fv. skólastjóri, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans 10. janúar sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HERU og líknardeildarinnar fyrir einstaka umönnun og kærleika. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins og Krabbameinsfélagið. Kristín Bernhöft María Fjóla Pétursdóttir G. Birnir Ásgeirsson Þórður Orri Pétursson Hildur Harðardóttir Kristín Hlín Pétursdóttir Davíð Sverrisson og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Guðjónsson frá Reykjum, Vestmannaeyjum, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum mánudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 4. febrúar klukkan 13. Jón Grétar Magnússon Guðrún I. Gylfadóttir Jóhanna Elísa Magnúsdóttir Karl Logason barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Heiðar Önnu Vigfúsdóttur Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem komu að umönnun hennar í langvarandi veikindum, sérstaklega starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Grundar. Birgir Guðjónsson Ásdís Birgisdóttir Björgvin Richardson Gunnar Birgisson Amanpreet Birgisson Sigrún Birgisdóttir Jón Ólafsson Arnar, Egill, Rex, Cal, Freyja, Ólafur Birgir, Anna Vilborg og Elmar Birgir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sveindís Sveinsdóttir Dídí Kríuási 15, Hafnarfirði, sem lést á heimili sonar síns og fjölskyldu í Lúxemborg að morgni 2. janúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. febrúar og hefst athöfnin klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Geðhjálp. Helgi Eyjólfsson Súsanna María B. Helgadóttir Steinn Jóhannsson Sveinn Garðar Helgason Kristín Pétursdóttir Helga Rut, Hinrik Snær, Þórdís Eva, Rakel Dís, Karen Sveindís, Sólon Hugo Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Margrét Guðlaugsdóttir frá Bolungarvík, Háalundi 4, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13. Kristín Björg Ólafsdóttir Sveinn Eyþórsson Guðlaugur Árnason Areerat Khongprakhon Ingibjörg Sveinsdóttir Gísli Skarphéðinsson Ingveldur Jónsdóttir Georg Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Það er ekki sjálfgefið að menn hætti að vinna um sjötugt, sér- staklega ef starfsþrekið er gott og menn sjóaðir af seltu sjávar. Þetta á svo sannarlega við í tilviki Ólafs- firðingsins Björns Þorsteinssonar. ser@frettabladid.is Fast hann sótti sjóinn í svo að segja hálfa öld, en nú hefur hann söðlað um á gamals aldri, ef svo má segja, stendur á sjötugu og er búinn að ráða sig í öryggis- vörslu hjá Heilsuvernd á Vífilsstöðum, en sú einkarekna læknastofa var að hefja rekstur í því sögufræga húsi. Og þar mun Björn Þorsteinsson gæta húsakosts á næstu misserum, eftir að hafa stundað sjósókn mestalla sína ævi. „Það var kominn tími á mann að koma í land,“ segir Björn, „en það er engin leið að hætta að vinna,“ bætir hann við og segist hafa komist að því að lífeyririnn hans dugði engan veginn til framfærslu eftir farsælt sjómannsstarf. „Það voru ekkert nema skerðingar sem blöstu við mér,“ útskýrir Björn, „og fyrst var ég ekki að fá nema 270 þúsund krón- ur á mánuði eftir skatt. Það er náttúrlega ekki nokkur skapaður hlutur. Ég gat eitt- hvað lagað þetta og er núna kominn yfir 300 þúsund, þó það, en það lifir enginn maður á svona lágum tekjum.“ Svo hann bað um að vinna áfram á Vífilsstöðum, hafði byrjað þar öryggis- vörslu á meðan Landspítalinn réð þar ríkjum – og hann var endurráðinn af nýjum rekstraraðila um áramótin. Hann segir auðvitað allt annað að vinna í landi en úti á sjó – og það hauga- sjó, en lengst af vann hann sem háseti á Þerneynni sem þá var eitt af helstu skipum Granda. „Það var einstaklega gott skip,“ rifjar hann upp, en fyrsti túrinn með því f leyi var um 1993. „Ætli ég hafi ekki siglt með því í yfir fimmtán ár, eða allt þar til Þerney var seld. Við sigldum mikið norður í höf, í Smuguna og Barentshaf og þar var alvöru fisk að finna. Þetta voru topptúrar. Og maður entist því í þessu lengi. Ég var eini upp- haflegi skipverjinn á Þerneynni þegar ég hætti,“ segir Björn. Og hann man tímana tvenna til sjós, byrjaði náttúrlega sem pjakkur fyrir norðan á síðutogurum á því herrans ári 1970 – og þá var siglt. „Ég man ekki betur en að ég hafi ælt eins og múkki allan fyrsta túrinn, en svo ekki söguna meir. Ég hef aldrei fundið fyrir sjóveiki síðan.“ En þetta voru ævintýri. „Blessaður vertu, það var alltaf siglt með af lann á Hull og fyrir ungan mann var það upplifun,“ rifjar gamli sjómaðurinn upp – og núverandi öryggisvörður hjá Heilsuvernd á Vífilsstöðum, ekkert á því að leggja árar í bát. „Það var kominn tími á mann að koma í land.“ n Sjötugur sjómaður með lágan lífeyri og gerist öryggisvörður Björn Þorsteinsson á að baki langa starfsferil til sjós. MYND/AÐSEND 18 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.