Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 20
Ef tekjurnar minnka eitthvað á móti og árangur liðsins inni á vellinum verður verri, þá getur Chelsea verið í vondum málum. Jóhann Már Helgason, viðskiptafræð- ingur og spark- spekingur Chelsea hefur eytt allsvaka- legum fjárhæðum í knatt- spyrnumenn frá því að félagið fékk nýja eigendur síðastliðið vor. Þegar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins um fjárhagslega háttvísi eru teknar inn í myndina virðist ótrúlegt hvað félagið hefur getað greitt fyrir nýja leikmenn. Það eru þó ýmsar ástæður fyrir því. FÓTBOLTI Jóhann Már Helgason, við- skiptafræðingur og sparkspekingur, er ansi fróður um fjármála- og við- skiptahliðina hjá enska úrvalsdeild- arfélaginu Chelsea, sem hefur undir stjórn nýrra eigenda farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum og komið inn með nýja vinda í leiðinni. Frá því að Bandaríkjamaðurinn Todd Boehly, ásamt Clearlake Capi- tal, keypti Chelsea af hinum rúss- neska Roman Abramovich í maí árið 2022 hefur félagið eytt tæplega fimm hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Margir furða sig á því að Evr- ópska knattspyrnusambandið (e. UEFA), með sitt regluverk um fjár- hagslega háttvísi, hafi ekki gripið inn í en Jóhann Már segir Chelsea ekki sloppið fyrir horn hvað þetta varðar. „Mögulega mun regluverkið að lokum narta í Chelsea, en þetta er ákveðið veðmál sem Todd Boehly og Clearlake Capital eru til í að taka.“ Veðmálið felst í því að Boehly og félagar eru að Ameríkuvæða samn- ingsgerðina við leikmenn. „Við höfum ekki séð þetta áður í ensku úrvalsdeildinni, aðallega höfum við verið að sjá fimm til sex ára samninga í allra mesta lagi. Það sem Boehly er að gera núna er það að hann gefur út mun lengri samninga og um leið dreifir hann greiðslunum, það er kaupverðinu plús launagreiðslum, á lengri tíma. Þá afskrifast það per ár.“ Þekkt vestan hafs Í bókhaldinu hjá Chelsea lítur það því þannig út að hver leikmaður kostar minna. „Þetta er í sjálfu sér allt gott og blessað, við sjáum þetta reglulega í bandarískum íþróttum. Ég held að stærsti íþróttasamningur sem hefur verið gerður við einhvern einstak- an leikmann hafi verið samningur NFL-leikmannsins Patrick Maho- mes við Kansas City Chiefs. Það var einhver níu ára samningur á sínum tíma.“ Þetta sé hins vegar eitthvað sem þekkist ekki í knattspyrnuheimin- um og í þessu er fólgin mikil áhætta að mati Jóhanns Más. „Ef tekjurnar minnka eitthvað á móti og árangur liðsins inni á vell- inum verður verri, þá getur Chelsea verið í vondum málum. Í þessum kringumstæðum sem við sjáum núna liggur í augum uppi að það verður að auka tekjurnar á móti. Evrópska knattspyrnusamband- inu (UEFA) líkar einhverra hluta vegna ekki vel við að þetta sé raun- in. Nú hafa hugmyndir verið viðr- aðar um að sett verði á sérstök fimm ára regla í tengslum við afskriftar- tímabil hvers leikmanns. Þú mátt þess vegna gera fimmtán ára samn- ing við leikmann en þarft að afskrifa kostnaðinn á fimm árum. Þetta er ekki komið í gegn en af því að það er byrjað að ræða þetta held ég að Chelsea sé að leggja alla áherslu á að reyna að tryggja sér leik- mann á borð við Enzo Fernandez, til þess að geta látið samning hans vera á einhverjum sjö, átta árum.“ Mikil áhætta Jóhann Már tekur sem dæmi einn af nýjustu leikmönnum Chelsea, Ú k r a í nu m a n n i n n My k h ajlo Múdryk sem var keyptur til félags- ins fyrir rúmar 88 milljónir punda og fékk átta og hálfs árs samning. „Launin hans eru frekar lág til að byrja með miðað við það sem gengur og gerist. Hann er að fá ein- hver 97 þúsund pund á viku, sem er svona ekkert sérstakt samanborið við það sem allra helstu leikmenn eru að fá, en á þessum samnings- tíma mun hann hins vegar hækka ítrekað í launum.“ Þetta sé leikplanið hjá eigendum Chelsea í hnotskurn og í tilfelli Mudryk mun kostnaður félagsins við hann afskrifast á þessu átta og hálfu ári. Auðvelt er að sjá muninn á nálgun félaga í ensku úrvalsdeildinni með því að bera saman kaup Chelsea á Mudryk við kaup Arsenal á Leandro Trossard. „Trossard fær þriggja ára samning og ágætiskaup hjá Arsenal en félagið er að borga meira fyrir hann hvert ár heldur en Chelsea fyrir Múdryk þrátt fyrir að verulegur munur sé á milli í kaupverði þessara tveggja. Kostnaðurinn er þó sannarlega til staðar hjá Chelsea þetta átta og hálfa ár. Þá má segja sem svo að ef eitthvað klikkar hjá Chelsea tekju- lega séð þá er UEFA og regluverk þess um fjárhagslega háttvísi komið á eftir þeim.“ Sjá úrvalsdeildina stækka Þá felist einnig margvísleg áhætta í umræddum samningum sem Chel- sea er að gera. Til að mynda ef leik- menn standa ekki undir væntingum eða það dregur verulega úr söluand- virði þeirra af einhverjum ástæðum. Chelsea búi yfir dæmum frá fyrri tíð þar sem leikmenn, sem keyptir voru fyrir háa fjárhæð, fengu langan samning en stóðu svo ekki undir væntingum. „Leikmaður á borð við Danny Drinkwater sem varð bara að óhreyfanlegri eign hjá Chelsea. Það var ekkert lið sem vildi taka launa- pakkann hans og það var ekki hægt að selja hann. Maður sér svona dæmi oft og ítrekað en þess vegna er mun mikilvægara fyrir vikið að reyna að halda launapakkanum eins lágum og hægt er og gera þá lengri samning á móti.“ Boehly og Clearlake Capital sjái ákveðin sóknarfæri í Chelsea, ónýtta auðlind. „Þeir voru að borga hátt verð fyrir félagið, einhverja 2,5 milljarða punda með skuldbindingu upp á að setja síðan 1,5 milljarða í viðbót í félagið, meðal annars til þess að stækka leikvang Chelsea. Þeir líta bara svo á að enska úrvalsdeildin sé undirverðmetin og halda að tekjurnar í deildinni, sem og knattspyrnuheiminum, muni aukast verulega. Þetta er annað veðmál sem þeir eru að taka en tekjurnar hafa aukist verulega í enska boltanum. Árið 2010 var Chelsea að velta um 200 milljónum punda árin 2008–2009 en nú hefur sú upphæð tvöfaldast og maður spyr sig hvar er markið? Boehly og Clearlake Capital eru að eyða töluverðum peningum vegna þess að þeir halda að þeir geti aukið bæði verðgildi Chelsea sem og knattspyrnunnar á heimsvísu sem vörumerkis.“ n Nóg til á Brúnni  Forráðamenn Chelsea hafa ekki setið auðum höndum eftir að hafa keypt félag- ið af Roman Abramovich árið 2022. Miklar breytingar hafa átt sér stað á leikmannahóp liðsins sem og þjálfarateymi. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar @frettabladid.is 16 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.