Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 8
Það verður ekki séð að tímasetningin sem slík fari gegn lögunum enda þótt hefðin á vinnumarkaði kunni að hafa verið önnur. 700 metrum yfir sjávarmáli verður nýja aðstaðan. Aðalatriðið er þetta: Allir geta komið í Kerlingarfjöll, tjaldað þar, gist í skála eða í góðum herbergjum. Magnús Orri Schram, fram- kvæmdastjóri Kerlingarfjalla Pláss verður fyrir 100 gesti í nýrri og endurbættri ferða- þjónustu í Kerlingarfjöllum, en framkvæmdastjóri á svæðinu segir að þar komi til sögunnar alveg ný og áður óþekkt vara í geiranum. ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Gagngerar end- urbætur standa nú yfir á öllum mannvirkjum í Ásgarði í Kerlingar- fjöllum og er stefnt að því að opna svæðið fyrir ferðamönnum á ný á vormánuðum. „Við erum búin að vera að undir- búa nýja starfsemi í á þriðja ár,“ segir Magnús Orri Schram, fram- kvæmdastjóri Kerlingarfjalla, og lýsir umskiptum í ferðaþjónust- unni á svæðinu. „Við erum að taka allt svæðið í gegn,“ segir hann. „Meðal annars erum við að byggja nýtt og rúmgott veitingahús á grunni þess gamla sem verður glæsilegt í alla staði – og bæta við vönduðum hótel- rýmum í nýrri álmu, ásamt því að bæta allan húsakost sem fyrir er, svo sem gömlu A-húsin sem hafa verið einkennandi fyrir svæðið,“ heldur hann áfram og bætir því við að heitar laugar muni standa gestum Kerlingarfjalla til boða á haustmánuðum, en þær verða stað- settar inn af veitingaskálanum. „Þessi böð verða sérstök að því leyti að þau standa í bratta,“ segir Magnús Orri, en nú sé verið að vinna að því að afla þeim nægilegs vatns. Þá verða tjaldsvæðin bætt að miklum mun, upplýsingaskiltum fjölgað, gönguleiðir merktar og nýjar stikaðar, „og í vor kemur út ný bók um allar gömlu gönguleið- irnar á svæðinu,“ segir Magnús Orri og bendir á að allt verkið sé unnið í góðu samstarfi við Umhverfis- stofnun. „Aðalatriðið er þetta: Allir geta komið í Kerlingarfjöll, tjaldað Heilsársferðaþjónusta opnuð á miðju hálendi Kerlingarfjöllin nýlega friðlýst Kerlingarfjöll eru mikill fjallabálkur á miðhá- lendi Íslands, rétt sunnan Hofsjökuls. Svæðið allt var friðlýst sem landslagsverndarsvæði 2020. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda merkilegar jarðminjar svæðisins, landslag, óbyggðir og ásýnd þess. Friðlýsingunni er einn- ig ætlað að efla Kerlingarfjöll sem útivistar- svæði, en fjöllin hafa í áratugi verið vinsæll áfangastaður göngu- og skíðafólks. Verndarsvæðið nær utan um Kerlingarfjöll í heild sinni ásamt nærliggjandi óbyggðum suð- vestur af Hofsjökli – alls 344 ferkílómetrar. HEIMILD: UMHVERFISSTOFNUN Ferðaþjónustan í Kerlingar- fjöllum tekur stakkaskiptum á árinu. Í fyrsta sinn er verið að bjóða upp á vandaða heils- ársþjónustu inni á miðju hálendinu. MYND/AÐSEND þar, gist í skála eða í góðum her- bergjum,“ segir Magnús Orri, en pláss verður fyrir hundrað manns í gistingu á staðnum, fyrir utan tjaldstæðin. Hann segir ferðaþjónustuna innanlands hafa kallað eftir svona þjónustu um árabil. „Tíðindin í þessu eru þau að hér er komin til sögunnar alveg ný og áður óþekkt vara í íslenskri ferðaþjónustu. Í fyrsta sinn er verið að bjóða upp á vandaða heilsársþjónustu inni á miðju hálendi. Nýja aðstaðan gerir það að verkum að fólk getur búið við góðar aðstæður og ein- staka upplifun í 700 metra hæð á einum óviðjafnanlegasta stað íslenskrar náttúru,“ segir Magnús Orri Schram. n jonthor@frettabladid.is K JARAMÁL Elín Blöndal, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst og sérfræðingur í vinnurétti og vinnumarkaðsmálum, segir deilur Ef lingar og ríkissáttasemjara um miðlunartillögu þess síðarnefnda bæði varða lög um stéttarfélög og vinnudeilur og hefðir og venjur á vinnumarkaði. Ef samningaumleitanir sátta- semjara bera ekki árangur er honum heimilt að leggja fram miðl- unartillögu til lausnar vinnudeilu. „Þetta varðar heimildir ríkis- sáttasemjara og hvernig hann beitir þeim,“ segir Elín, sem bendir á að í lögunum segi að sáttasemjari megi leggja fram miðlunartillögu við þessar aðstæður en þá þurfi hann að ráðgast við, eða eiga samráð við, samningsaðilana, Eflingu og Sam- tök atvinnulífsins. „Málið fyrir héraðsdómi snýst meðal annars um hvort þessi skilyrði séu til staðar. Það er ekkert augljóst að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Það eru margir sem telja að hann hafi stigið of snemma fram. Það er eitt sjónarmið en það verður ekki séð að tímasetningin sem slík fari gegn lögunum enda þótt hefðin á vinnumarkaði kunni að hafa verið önnur. Annað sjónarmið er að það hafi enginn samningsvilji verið til staðar og því hafi verið rétt hjá sáttasemjara að stíga inn. Það er erf- itt að segja hvað er rétt í þessu þegar maður hefur ekki allar forsendurn- ar. En það er ljóst að þarna reynir mjög á mörkin milli sjálfstæðis aðila vinnumarkaðarins annars vegar, og þá sérstaklega stéttarfélaganna, og íhlutunar ríkisvaldsins, líkt og ríkis- sáttasemjara, hins vegar,“ segir Elín. Hún veit ekki til þess að áður hafi reynt á rétt ríkissáttasemjara til að fá félagatal stéttarfélags. „Það verður bara að koma í ljós,“ segir Elín spurð hvernig hún haldi að mál sáttasemj- ara gegn Eflingu, sem var tekið fyrir í héraðsdómi í gær, muni fara. Varðandi stjórnsýslukæru Ef l- ingar til félags- og vinnumarkaðs- ráðuneytisins vegna miðlunartil- lögunnar segir Elín þá kæru vera óvenjulega. R ík issáttasemjar i hafi hingað til talist sjálfstæður í störfum sínum og ekki litið svo á að ákvarðanir hans verði kærðar til ráðherra. „Það er þá nýmæli ef það verður niðurstaðan,“ segir Elín. n Telur kæru Eflingar óvenjulega kristinnpall@frettabladid.is ÍSAFJÖRÐUR Skipulags- og mann- virkjanefnd lagði til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar myndi samþykkja valkost sem felur í sér að byggt verði á svæði púttsvæðis eldri borgara, vegna stækkunar á hjúkr- unarheimilinu Eyri. Lögð er áhersla á að púttvöllurinn verði að hluta til nýtanlegur á meðan framkvæmd- unum stendur og uppbyggingu nýs vallar verði lokið samhliða fram- kvæmdum við nýja álmu. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn á næstu dögum. Alls voru tveir valkostir lóða vegna stækkunar hjúkrunarheim- ilisins kynntir fyrir nefndinni og var samhugur um að mæla með valkostinum sem fæli í sér að byggt yrði á svæði púttvallarins. Það þyki hagkvæmara með tilliti til stofn- og rekstrarkostnaðar þar sem það munaði rúmlega þrjátíu milljónum í áætluðum kostnaði en komi niður á hluta púttvallarins ásamt því að það þarf að færa listaverkið „Úr álögum“ eftir Einar Jónsson sem hefur staðið þar í rúma tvo áratugi á nýjan stað. „Þetta eru vonbrigði. Við þekkj- um alveg vinnubrögð í svona fram- kvæmdum. Því er lofað að pútt- völlurinn eigi að vera jafn góður en það tekur sinn tíma. Það er sérstakt efni og gras í púttvöllum sem þess- um því þetta er ekki bara gras úti í bæ,“ segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Ísa- firði, spurð um tíðindin. Félagið sendi beiðni fyrr í vetur um að farið yrði eftir upprunalegu teikningunum um stækkun Eyrar sem myndi hlífa púttvellinum. „Við erum hrædd um að þetta gæti tekið langan tíma og erum ekki ánægð. Við lögðum mikinn pening í þennan púttvöll á sínum tíma og teljum okkur því eiga hlut að máli. Við ræddum það á síðasta stjórnar- fundi að fara fram á að þetta verði selt og fá peningana til baka því það er verið að valta yfir okkur.“ n Skipulagsráð vill fórna púttvelli eldri borgara Daníel Isebarn, lögmaður Eflingar, og Sólveig Anna. FRÉTTABLAÐIÐ/DIDDI. Elín Blöndal, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst Eldri borgarar á Ísafirði eru allt annað en sáttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.