Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 19
Tungumálið er öflugt og það fylgir tíðar- andum en í neti þess lenda gjarnan óæskileg orð sem oft lýsa skorti á þekkingu, skilningi og stundum bara því að geta sett sig í spor annarra.Á Íslandi eru margar fjölskyldur með sterka þrá um bjarta framtíð fyrir sig og börnin sín. Ég þekki til fólks með börn þar sem sambýlismaður konunnar á langa sögu um sölu á fíkniefnum. Eins eiga þau það bæði sameigin- legt að neyta fíkniefna og áfengis í kringum börnin. Í svona aðstæðum ber hverri manneskju skylda til að tilkynna foreldra eða sambúðarfólk til barnaverndar og/eða lögreglu. Þarna er maður sem er búinn að vera valdur að mörgum dauðsföllum með sölu sinni á fíkniefnum og er með börn í kringum sig og neytir sjálfur fíkniefna með maka sínum í kringum börnin. Er þetta samfélag sem við viljum sjá? Ég hef persónulega heyrt fólk segja að fíkniefnamarkaðurinn sé til stað- ar hvort sem ég taki þátt í honum eða ekki þannig að ég get alveg eins tekið þátt í honum og grætt smá peninga fyrir mig og mína. Fólk tekur ábyrgð á sjálfu sér en ég ekki á þeim. Svona „rök“ eru ekkert nema siðblinda. Hugsaðu þér að vera sjálf/ur dóp- sali og missa þitt eigið barn úr of stórum skammti af þínu eigin dópi sem þú selur. Ástæðan fyrir því að ég vildi skrifa aðeins um þetta er sú að ég þekki til fólks sem hefur látist vegna ofneyslu fíkniefna. Ég þekki líka til fólks sem hefur tekið sitt eigið líf í geðrofi á fíkniefnum og eða þróað með sér svo mikið þunglyndi og dregið sig frá samfélaginu að það hefur tekið sitt eigið líf. Ég hef séð fjölskyldur sundrast og séð persónulega eyðileggingarmátt fíkniefna. Ég hef séð frá unga aldri þessa þróun versna og nú er svo komið að fólk hér á Íslandi hugsar sig tvisvar um hvort það ætti að fara út á lífið um helgar, hvort sem það er í miðbæ Reykjavíkur eða annars staðar vegna ótta um að verða fyrir of beldi í sínum fjölmörgu myndum. Ef við viljum sjá og fá bjarta, góða og örugga framtíð fyrir börnin okkar þá verðum við að standa saman sem samfélag og vernda börnin okkar. Við erum öll Barnavernd Ég trúi því að allir geti breyst ef þeir raunverulega vilja og það er í okkar valdi að leiðbeina ungu kynslóðinni í rétta átt að góðu lífi án eiturlyfja sem eyðileggja allt sem okkur er kært. Sjálfsmorðstíðni hefur aukist verulega, glæpir af öllum toga, alvar- legar líkamsárásir, þróun margra gengja og stríða þeirra á milli og einnig höfum við séð grimmileg morð og aftökur sem þekktist ekki hér áður fyrr. Er þetta það sem við viljum fyrir börnin okkar? Ég trúi því að allir geti breytt sínu lífi og tekið aðra stefnu og gengið burt frá fíkniefnaheiminum sem gefur manni bara sársauka og sorg. Það er augljóst mál að samstarf þarf að ríkja meðal stjórnmála- manna og bæjarfélaga á öllum stig- um þjóðfélagsins til að snúa þessari þróun við. Ef raunveruleg breyting á að eiga sér stað verða stjórnmálamenn að taka á þessari slæmu þróun. Við erum öll Barnavernd og við erum öll ein stór fjölskylda ef við viljum vera það og getum gert Ísland að því landi sem börnin okkar eiga skilið. n Börnin okkar, fíkniefnaheimurinn og framtíð Íslands VG er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokk- ur sem boðaði bjartari tíð fyrir brot- hættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (VG) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd. Verk Svandísar hafa hingað til ekki verið í neinu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn bauð kjós- endum. Þvert á móti. Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá f lækir hún það enn frekar! Svandís bítur höfuðið af skömminni Á nýliðnu ári setti hún á laggirnar einn fjölmennasta stýrihóp Íslands- sögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvóta- kerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar. Nú liggja fyrir bráðabirgðatil- lögur STÓR-hópsins sem unnar voru undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrverandi for- stjóra N1 og Granda. Hann skartar nú þeim virðulega titli að vera leið- togi á sviði sjálf bærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobs- dóttur. Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og ein- beittan vilja til að festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sátta- tillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála. Árás á lífríkið í nafni umhverfisverndar Ég er gjörsamlega orðlaus yfir allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirætlun að hleypa mun stærri og aflmeiri tog- urum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru, er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæm- asta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í VG við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín? Þessar ömurlegu hagsmuna- tengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu af leiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti VG ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameigin- legri auðlind. Fyrsta skrefið er aug- ljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðs- markaði. n VG leggur smábátasjómenn á höggstokkinn Inga Sæland alþingismaður og formaður Flokks fólksins Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráð- herrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Gísli Hvanndal Jakobsson eilífðarstúdent Síðastliðið haust hrundu ÖBÍ réttindasamtök af stað kröftugri fræðsluherferð um fatlað fólk, þar með talið langveikt fólk, meðal annars til að fræða almenning og stuðla að jákvæðari umræðu sem og að auka sýnileika fatlaðs fólks. Tungumálið er öf lugt og það fylgir tíðarandanum en í neti þess lenda gjarnan óæskileg orð sem oft lýsa skorti á þekkingu, skilningi og stundum bara því að geta sett sig í spor annarra. Leikur að orðum var einn hluti herferðarinnar þar sem forskeytið gat gjörbreytt merkingu orða, Tökum dæmi: van-máttur, orðið vanmáttur eitt og sér hefur yfir sér neikvæðan blæ en orðið máttur eitt og sér magnaðan og jákvæðan blæ. Því fylgir þróttur og fjör. Orðatvennan van-geta, lýsir eins og önnur sem hér hafa verið kynnt til sögunnar, hvernig orðræðan um fatlað fólk og langveika, í mörgum tilfellum öryrkja, getur verið og hefur verið. Samkvæmt íslenskri orðabók merkir vangeta m.a. dug- leysi, aumingjaskap, ræfildóm og vanhæfni. Er ekki tími til kominn að breyta þessu orðspori og skora fordómana á hólm? Geta merkir hins vegar að vera fær um, að kunna eitthvað eða læra. Ætlið þið að segja mér að úr 45.000 manna hópi geti aðeins fáir skarað fram úr eða getað? Nei, fatlað og langveikt fólk hefur svo margt til málanna að leggja og ekki aðeins um það sem að þeim snýr. Þau eru hæfileikabúnt upp til hópa og því mikilvægt að samfélagið sé með- vitað um það svo að hæfileikarnir og getan fari ekki forgörðum. Við viljum að borðinu! Stjórnvöld hafa undanfarin miss- eri lagt áherslu á svokallaða starfs- getu sem henti vel til mats á vinnu- færni fatlaðs fólks og langveiks. Í f ljótu bragði virðist þetta jákvæð þróun eins og segir á heimasíðu Virk: „Starfsgetumat er í eðli sínu f lóknara mat en örorkumat þar sem taka þarf tillit til mun f leiri þátta. Meðal annars þarf að skoða möguleika og störf á vinnumark- aði og eins er óraunhæft að meta starfsgetu án þess að einstaklingar fái aðstoð og tækifæri til að ef la styrkleika sína og takast á við þær hindranir sem eru til staðar vegna afleiðinga sjúkdóma og/eða slysa.“ Það er þó ljóst að mat, undirbún- ingur og uppbygging er til lítils ef ekki er í boði fjölbreytt f lóra starfa, bæði hluta- og fullra, ásamt viðeig- andi aðlögun til að mæta þessum hópi. n Vangeta Unnur H. Jóhannsdóttir blaðamaður FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 1531. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.