Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 30
Nú verður ekki aftur snúið og við búnir að koma okur í enn eina vitleysuna. Bjarni Haukur FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut, dv.is og frettabladid.is 26 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR toti@frettabladid.is Pósthúsinu í Bændahöllinni við Hagatorg var skellt í lás í hinsta sinn á föstudaginn og þar með er Íslandspóstur ekki lengur með útibú í hinum almennt hátt skrifuðu nágrannapóstnúmerum 101 og 107. „Þetta eru afspyrnu vond tíðindi,“ segir bókmenntadrottningin og blaðamaðurinn Kolbrún Bergþórs- dóttir sem er í hópi marga fastagesta á pósthúsinu sem harma nú hlutinn sinn. „Maður hefði haldið að menn vildu auka póstþjónustu í miðbæ og vesturbæ en markmiðið er greinilega að steindrepa hana,“ segir Kolbrún sem eðli málsins samkvæmt pantar nokkuð mikið að utan og þá ekki síst bækur. En ekki hvað? „Við sem pöntum bækur og annan varning frá útlöndum munum svo sem ekki telja eftir okkur að rölta upp í Síðumúla til að sækja góssið eða setja jólakortin þar í póst. Við munum þó um leið hugsa hlýlega til gömlu daganna þegar okkar leið eins og við værum velkomin á pósthúsið í hverfinu okkar,“ segir Kolbrún og gefur lítið fyrir þær tæknilegu lausnir sem eiga að leysa pósthúsið hennar af hólmi. „Ábendingar frá Póstinum um það hversu mikil dásemd það sé að geta sótt sendingar í póstbox virka síðan eins og máttlaust mjálm á þá sem vilja geta gengið inn í pósthús í hverfinu sínu eða næsta nágrenni.“ Pósthúsið sem var lokað á föstu- daginn var opnað á jarðhæð Hótels Sögu 2018 en snarpur samdráttur í bréfasendingum á síðustu árum samhliða mikilli fjölgun pakka- sendinga réð mestu um þá ákvörðun Póstsins að lúta í gras við Hagatorg í 107. n Pósturinn mjálmar máttlaust í 107 Þótt nýbúið sé að loka pósthúsinu sér Kolbrún það nú þegar í hillingum. Áralangt samstarf leikaranna Sigurðar Sigurjónssonar og Bjarna Hauks Þórssonar hefur meðal annars getið af sér einleikina vinsælu Pabbann og Afann. Þeir hafa hingað til skipst á að leika og leikstýra en þegar pabbinn fann afann og þeir ætla að vera saman á sviði var Gói fenginn til þess að hafa stjórn á þeim. toti@frettabladid.is Bjarni Haukur Þórsson og Sigurður Sigurjónsson hafa með reglulegu árabili kitlað hláturtaugar þúsunda leikhúsgesta meðal annars með leikverkunum Pabbinn, sem var frumsýnt í Iðnó 2007, og Afanum í Borgarleikhúsinu 2011 en sá ein- leikur var jafnframt sýndur ríflega hundrað sinnum um landið þvert og endilangt. Bjarni Haukur segir þá félagana njóta þess að vinna saman og að þeir hafi hingað til, bæði í fyrrnefndum einleikjum sem og Hellisbúanum, How to become Icelandic, Maður sem heiti Ove að ógleymdri bíó- myndinni um Afann, skipst á að leika og leikstýra hvor öðrum. Bjarni Haukur segir að eftir því sem liðið hafi á samstarfið hafi þeir stundum grínast með hvort þeir séu virkilega að fara að henda í enn einn einleikinn og velt því fyrir sér hvort þetta sé bara kannski komið gott. Enn ein vitleysan Þegar heimsfaraldurinn lagði sína dauðu hönd yfir leikhúslífið í land- inu segir Bjarni Haukur þá, eins og fleiri, hafa fengið tíma til að hugsa, þannig að þeir fóru að velta fyrir sér hvað þá langaði að gera þegar allt yrði vonandi eðlilegt á ný. „Þá svona datt okkur í hug hvort við ættum kannski að gera eitthvað sem við hefðum aldrei gert áður og vera saman á sviðinu. Við fórum svo bara einhvern veginn að vinna í þessu og nú verður ekki aftur snúið og við búnir að koma okur í enn eina vitleysuna.“ Pabbinn finnur afann Þegar pabbinn hafði þarna, nokkuð óvænt ef til vill, fundið afann blasti við að það þyrfti að kippa þriðja manninum, leikstjóranum Guðjóni Davíð Karlssyni, inn á. „Við veltum því nú fyrir okkur hver það ætti að vera en vorum alveg sammála um að við þyrftum að hafa einhvern sem þekkti svolítið okkar húmor og sagnastíl en væri samt harður húsbóndi og Gói er það vissulega,“ segir Bjarni Haukur og bætir við að samvinna þeirra þriggja sé búin að vera frábær. Taumhald á afa og pabba „Gói er líka bara nákvæmlega það sem við þurfum, sko. Einhver sem heldur okkur við efnið af því að við eigum það nú alveg til að láta gamminn geisa.“ Bjarni Haukur segir vinnulagið í nokkuð föstum skorðum. Hann byrji yfirleitt á því að skrifa uppkast sem þeir Siggi hendi sín á milli. „Það er sami stíll á þessu núna nema að við erum með Góa líka sem er alveg frábært,“ segir Bjarni Haukur en afraksturinn verður frumsýndur í Hörpu 15. mars. n Vitleysan ekki einleikin á sviðinu hjá Sigga og Bjarna Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur hafa brallað ýmislegt og nú bætist Gói við og leggur pabba og afa lið. MYND/JORRI Pabbinn finnur afann Verkið segir frá tveimur mönnum, pabba og afa, sem eru á leið í golf til Tenerife. Seinkun verður til þess að þeir þurfa að hanga klukkustundum saman í Leifsstöð þar sem ýmis- legt kemur upp í samræðum þeirra. Gríðarleg flughræðsla afans og erfiðleikar í hjónabandi pabbans, ásamt áskorunum í barnauppeldi, endalausum tækninýjungum og óum- flýjanlegum eftirlaunaaldri eru aðeins nokkur af þeim krefjandi málum sem þeir félagar þurfa að kljást við á vellinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.