Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 4
48,5 metrar á sekúndu mældust á Hellisheið- inni í gær. Við getum ekki stýrt fjöldanum. Á heims- höfunum er frjáls sigling. Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmda- stjóri aðgerða- sviðs Land- helgisgæslunnar N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti Búist er við góðum vexti á komandi árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnhaukur@frettabladid.is SAMGÖNGUR Í greiningu Global Data á íslenska bílaleigumarkað- inum er gert ráð fyrir 7,5 prósenta árlegum meðalvexti til ársins 2025. Helsta ástæðan er fjölgun erlendra ferðamanna og aukið aðgengi að ýmsum tegundum bíla til leigu. Kemur þar fram að 60 prósent erlendra ferðamanna sem koma til Íslands vilji kynnast landinu með því að keyra um það sjálf. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hlut- fall minnki á komandi árum nema síður sé. Helsta áskorunin sem bílaleigur á Íslandi standa frammi fyrir er hins vegar hár viðhaldskostnaður. Hann er einkum tilkominn vegna erfiðra veðurskilyrða og færðar. Önnur vandamál sem greinin stendur frammi fyrir eru dýrar tryggingar og fæð bílastæða á vinsælum ferða- mannastöðum. Væntanleg sam- keppni frá fyrirtækjum á borð við Uber og Lyft geti einnig reynst áskorun. n Viðhald er versti óvinur bílaleiga Áhyggjuraddir heyrast vegna sístækkandi skemmtiferða- skipa sem tekur langan tíma að tæma í björgun. Land- helgisgæslan beinir augum sínum að þessari vá. kristinnhaukur@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Í vor taka Landhelgis- gæslan og aðrir viðbragðsaðilar þátt í tveimur æfingum vegna slysa skemmtiferðaskipa. Annars vegar er það æfing í Faxaflóa, sem er sú höfn sem tekur við f lestum skemmti- ferðaskipum. Hins vegar er það æfing á Seyðisfirði vegna ferjunnar Norrænu. „Augu viðbragðsaðila á Íslandi hafa beinst að þessu og það hefur orðið vakning um að fólk þarf að kynna sér þetta betur,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar. Búist er við mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa á þessu ári. Skráður farþegafjöldi sex stærstu hafnanna er 812 þúsund í ár saman- borið við 448 þúsund árið 2022. Gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi öryggi skemmtiferða- skipa, sem fara sífellt stækkandi. Í dag taka þau stærstu 7 þúsund far- þega, rúmlega þrefaldan fjölda Tit- anic. Því hefur verið haldið fram að aldrei geti verið öruggt að sigla með svo mikinn fjölda, sökum þess tíma sem taki að koma öllum frá borði. 20 skemmtiferðaskip hafa sokkið á hálfri öld. Þá sé þjónustufólkið oft ekki vant sæferðafólk og ekki sé hægt að nota björgunarbáta við allar kringumstæður. Björgunarbáta var til dæmis ekki hægt að nota þegar skipið Viking Sky bilaði við Hustadvika, vestan við Þrándheim í Noregi, árið 2019. Afar litlu munaði að skipið strand- aði í miklum stormi með nærri 1.400 manns innanborðs. Sex þyrlur ferjuðu fólk í burtu en eftir sólar- Æfingar vegna skemmtiferðaskipa hring, þegar loksins tókst að stýra skipinu frá skerjagarðinum, voru enn þá 1.000 manns um borð. Ásgrímur segir að það yrði mikil áskorun fyrir Íslendinga að takast á við svona verkefni. „Það var áskorun fyrir Norðmennina og það yrði það fyrir allar þjóðir,“ segir hann. Landhelgisgæslan á þrjár þyrlur og stefnt er að því að hafa ávallt tvær tiltækar á meðan ein er í lengra við- haldi. Næstu björgunarþyrlur eru í Skotlandi, Noregi, Grænlandi og Færeyjum en það tekur tíma að fljúga þeim hingað, taka eldsneyti og f leira þannig að það tæki um sólarhring þar til þær gætu sinnt björgun hér. Danir gætu sent hingað skip frá Færeyjum og Grænlandi en það tekur allt að tveimur sólar- hringum. Í Noregi hefur orðið vakning um þetta og aukning hefur verið í smærri skemmtiferðaskipum, sem taka aðeins 300 til 400 farþega. Spurður um þetta segir Ásgrímur að það sé vissulega viðráðanlegri stærð þegar kemur að fjöldabjörgun. Síð- asta æfing sem Landhelgisgæslan tók þátt í, síðastliðið haust, snerist einmitt um fjöldabjörgun í litlu skemmtiferðaskipi við Svalbarða. „Við getum ekki stýrt fjöldanum. Á heimshöfunum er frjáls sigling. Meira að segja innan landhelginn- ar er frjáls saklaus för,“ segir hann. „Það er áhætta í öllu. Það er áhætta að f ljúga. Það er áhætta að vera í rútu. Það getur ýmislegt komið upp á í skipi.“ Auk þess að verða vélar- vana getur komið upp eldur í skipi, sýking, kælikerfið getur bilað eða hitakerfið, svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir mikla fjölgun skemmti- ferðaskipa sér Ásgrímur ekki fram á fjölgun í mannskap eða búnaði hjá Landhelgisgæslunni. Hún muni gera það besta með það sem hún hefur. Aðspurður hvað skorti helst segir Ásgrímur að sennilega myndu forystumenn allrar strandgæslu svara á sömu leið. „Fleiri skip, f leiri þyrlur og meiri mannskap. Og menn myndu brosa með.“ n Minnstu munaði að stórslys yrði þegar Viking Sky rak að strönd- inni við Hustad- vika árið 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA kristinnhaukur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Japanska hval- veiðifyrirtækið Kyodo Senpaku hefur óskað eftir meira hvalkjöti frá Íslandi til að selja í nýjum sjálfsaf- greiðsluverslunum. Einnig að jap- anska ríkisstjórnin auki hvalveiði- kvótann. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mánuðinn verður íslenskt hvalkjöt selt í fjórum sjálfs- afgreiðsluverslunum í Tókýó, Osaka og Yokohama. Tæplega 3 þúsund tonn af íslensku langreyðarkjöti voru send til Japan fyrir jól, bæði afli sumarsins og eldra kjöt. Þar er kjötið unnið í ýmsar vörur, svo sem hvalabeikon og onomi, það er kjöt af sporðinum sem þykir fínt. Nú segir Konomu Kubo, talsmaður Kyodo Senpaku, við fréttastofuna AP að fyrirtækið hyggist opna 100 sjálfsafgreiðsluverslanir. Einnig að óskað hafi verið eftir meira kjöti því 5.000 tonna hvalveiðikvóti jap- anskra stjórnvalda dugi ekki til að halda greininni uppi. Hafa ber þó í huga að Japanir nýttu aðeins 80 pró- sent af kvótanum á síðasta ári. Aðal- lega er veitt norðan við eyjaklasann. Þá hyggst Kyodo Senpaku láta smíða nýtt hvalveiðiskip til að leysa hið aldna skip Nisshin Maru af hólmi. Mun það kosta 6 milljarða jena, sem samsvarar um 6,5 millj- örðum íslenskra króna. Ástæðan fyrir því að hvalkjötið er selt í sjálfsölum er sú að flestir stór- markaðir vilja ekki selja kjötið. Þeir markaðir og veitingastaðir sem hafa selt hvalkjöt hafa lent í vandræðum, einkum vegna mótmæla andstæð- inga hvalveiða. n Japanir vilja meira hvalkjöt frá Íslandi í sjálfsalana Stórmarkaðir vilja ekki selja hvalkjöt þannig að opnaðar voru sjálfsaf- greiðslubúðir. MYND/AÐSEND benediktboas@frettabladid.is RYKJAVÍK Fulltrúar Sjálfstæðis- f lokksins í innkaupa- og fram- kvæmdaráði Reykjavíkurborgar lýstu yfir furðu sinni á hversu langan tíma það tæki að svara fyrir- spurnum á síðasta fundi ráðsins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tvær fyrirspurnir í júní í fyrra og bíður enn svara. „Þetta ámælisverða verklag segir sína sögu um stjórnun ráðsins en greinilegt er að formaður þess lætur sér slíka upplýsingatregðu í léttu rúmi liggja,“ segir í bókun flokksins en Sabine Leskopf, fulltrúi Samfylkingar, er formaður ráðsins. n Finnst ámælisvert hvað tekur langan tíma að svara arnartomas@frettabladid.is VEÐUR Lægðin sem nú gengur yfir landið gerði vart við sig í gærkvöldi þegar mikill bylur skall skyndilega á. Mesti vindur mældist 48,5 metrar á sekúndu á Hellisheiðinni í gær og 43,2 í Kerlingarfjöllum. Veðurfræð- ingur býst við að veðrinu muni slota með kvöldinu. „Framan af verður þetta verst á Vesturlandi, Breiðafirði og Vest- fjörðum,“ segir Eiríkur Örn Jóhann- esson veðurfræðingur hjá Veður- stofu Íslands. „Suðausturland fær svo hvell undir hádegið en síðan fer þessu jafnt og þétt að lægja.“ Eiríkur segir að undir kvöld verði veðrið víðast hvar orðið skaplegt en ennþá verði smá strengur á Vest- fjörðum og með suðausturströnd- inni. Búist er við að veðrið verði þá með rólegra móti fram á fimmtudag þegar næsti hvellur er væntanlegur. „Næsta lægð er að koma þá en eins og þetta lítur út núna ætti hún ekki að vera jafnslæm,“ segir Eiríkur Örn. n Lægðin að mestu gengin yfir með kvöldinu Næsti hvellur er væntanlegur á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.