Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 10
Í fyrra framleiddu Bretar 775 þúsund bíla miðað við 860 þúsund bíla á árinu 2021. © GRAPHIC NEWSHeimildir: Euronews, New York Times, BBC, Nature Geoscience INNVIÐIR JARÐAR 70 ÁRA SVEIFLUFERLI JARÐSKJÁLFTAR SNÚNINGUR Jarðskorpa ≈5–100 km á þykkt Ytri mötull ≈600 km Innri mötull ≈2.200 km 12.756 km (við miðbaug) Ytri kjarni ≈2.200 km Innri kjarni ≈1.200 km (að miðju) Hörð kúla úr járni og nikkel (5.430°C – sama hitastig og sólin) Um 70% af stærð tunglsins –jótandi nikkel og járn (2.700–4.200°C) Innri kjarninn hefur snúist í sömu átt og jörðin (y‡rsnúningur) en er mögu- lega farinn að snúast í hina áttina (undirsnúningur). Með því að mæla skjál¥abylgjur sem myndast við jarðskjál¥a og hvernig þær ferðast í gegnum jörðina hafa vísindamenn mælt hvernig innri kjarninn er smám saman að breyta um snúningsátt. Jarðskjál‰i Skjál‰amælistöð 1970 1980 1990 2000 2010 2020 2030 2040 2050 Kjarninn Vísindamenn við Peking-háskólann í Kína telja að innri kjarni jarðar sé mögulega hættur að snúast í sömu átt og jörðin og farinn að snúast rangsælis. Innri kjarni jarðar gæti hafa breytt um snúningsstefnu Innri kjarni jarðar er farinn að snúast öfugt miðað við snúning jarðar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskur stjörnufræðingur segir þetta mögulega hluta af sjö áratuga langri sveiflu en munu ekki koma til með að hafa nein áhrif á okkur. helgisteinar@frettabladid.is VÍSINDI Samkvæmt nýútgefinni rannsókn vísindamanna við Pek- ing-háskóla í Kína er útlit fyrir að innri kjarni jarðar snúist ekki leng- ur í sömu átt og jörðin sjálf. Virðist sem kjarninn snúist nú öfugt við snúning jarðar. Rannsóknin birtist í Nature Geoscience. Sögðu vísindamennirn- ir að þeir hefðu mælt jarðskjálfta- bylgjur sem hafa ferðast í gegnum jörðina við innri kjarna hennar til að mæla snúningshraða kjarnans. Þeir segja innri kjarnann hafa hægt verulega á sér fram til ársins 2009 þegar hann er talinn hafa stöðvast og svo byrjað að snúast í öfuga átt. Ekki er ljóst hvaða af leiðingar þetta mun hafa í för með sér en talið er að innri kjarninn skipti um snúningsstefnu á um það bil 35 ára fresti. Rannsóknarhöfundar segja að breyting á stefnu innri kjarnans gæti haft áhrif á tímann sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn og gæti þar með haft áhrif á lengd sólarhringsins. Sævar Helgi Bragason stjörnu- fræðikennari segir að þetta muni ekki koma til með að hafa nein stór- felld áhrif á okkur og að breytingar á lengd dagsins verði svo litlar að við tökum ekki eftir þeim. Breytingar á snúningshraðanum verða þar að auki mjög litlar. „Innri kjarninn snýst enn þá um það bil einn hring á dag, bara örlítið hægar en möttullinn. Þetta er mögulega hluti af sjö áratuga langri sveiflu sem tilgátur eru uppi um að hafi áhrif á snúningshraða innri kjarnans, bæði auki hann og minnki hann, til skiptis.“ Sævar bætir við að menn greini á um hvort þetta sé raunverulegt eða ekki. Þessar rannsóknir byggi sömuleiðis á túlkun skjálftagagna og séu því stundum umdeildar. „Breytingar á hreyfingu innri kjarna gætu birst okkur sem breyt- ingar á lengd dagsins og einhverjar sveiflur í segulsviðinu. Það er samt ekkert sem við tækjum eftir og líf- inu stafar ekki nokkur hætta af því,“ segir Sævar. Jörðin samanstendur af jarð- skorpu, möttli og kjarna. Danski jarðskjálftafræðingurinn Inge Lehmann uppgötvaði árið 1936 að kjarna jarðar er skipt í ytri og innri hluta sem eru aðskildir. Gerir það innri kjarnanum kleift að snúast óháð snúningshraða jarðar. Sumir vísindamenn draga hins vegar niðurstöður Lehmann í efa. Jarðeðlisfræðingurinn John Vidale segir að skilningur okkar á innri hluta jarðar sé enn mjög óskýr. „Það er eitthvað að gerast og ég tel að við munum komast að því, en það gæti tekið áratug,“ segir John Vidale. n Breytt stefna innri kjarnans Talið er að innri kjarninn skipti um snúningsstefnu á um það bil 35 ára fresti. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Jörðin samanstendur af jarðskorpu, möttli og kjarna. Þetta er mögulega hluti af sjö áratuga langri sveiflu. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræði- kennari Særður lögreglumaður haltrar eftir að hafa verið bjargað úr mosku sem eyði- lagðist í sprengjuárás. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA helgisteinar@frettabladid.is PAKISTAN Að minnsta kosti 47 létust og 150 eru særðir eftir sprengju- árás á mosku í borginni Peshawar í norðurhluta Pakistan. Flestir hinna látnu voru lögreglumenn en talið er að árásin hafi beinst gegn lögreglunni. Muhammad Ijaz Khan, yfirlög- reglustjóri í Peshawar, segir í sam- tali við fjölmiðla að þrjú til fjögur hundruð lögreglumenn hafi verið á svæðinu þegar árásin átti sér stað. Óstaðfestar heimildir greina frá því að sprengjumaðurinn hafi sprengt sig í loft upp er hann sat í fremstu röð í moskunni við síð- degisbænir. Forsætisráðherra Pakistan, Sheh- baz Sharif, hefur fordæmt árásina harðlega í yfirlýsingu þar sem hann segir að árásarmennirnir hafi ekk- ert með íslam að gera. „Öll þjóðin stendur sameinuð gegn hryðju- verkastarfsemi,“ segir Shehbaz. n Sprengjuárás á mosku í Pakistan Öll þjóðin stendur sameinuð gegn hryðju- verkastarfsemi. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan ser@frettabladid.is IÐNAÐUR Bílaframleiðsla á Bret- landseyjum heldur áfram að dragast saman og hefur ekki verið minni frá því 1956. Þetta kemur fram á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda þar sem vakin er athygli á því að tíu pró- senta samdráttur hafi verið í bíla- framleiðslu í landinu á síðasta ári frá árinu á undan. Á síðasta ári voru framleiddir um 775 þúsund bílar í samanburði við 860 þúsund bíla árið 2021. n Bretar ekki smíðað færri bíla frá 1956 Blautasti dagur í sögu Auckland var seinasta föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY helgisteinar@frettabladid.is NÝJA-SJÁLAND Nýsjálensk yfirvöld hafa varað við því að úrkoman sem leikið hefur borgina Auckland grátt eigi bara eftir að versna í vikunni. Fjórir hafa þegar látist í f lóðum og hafa hundruð neyðst til að f lýja heimili sín. Stjórnvöld hafa sagt rigninguna fordæmalausa í sögu landsins og var rauð viðvörun meðal annars gefin út í gær í stærstu borg landsins. „Við höfum mestar áhyggjur af þriðjudeginum og svæðinu norður af Auckland. Það virðast vera þau svæði sem bera mesta þungann af úrkomunni,“ sagði nýsjálenska veðurstofan í samtali við frétta- stofuna CNN. Blautasti dagur í sögu Auckland var seinasta föstudag þegar rúm- lega 240 millimetra úrkoma féll á borgina. Það magn jafngilti heilu sumri af rigningu. James Shaw, loftslagsráðherra Nýja-Sjálands, þakkaði viðbragðs- aðilum á Twitter og skrifaði jafn- hliða: „Þetta eru loftslagsbreyting- ar.“ n Heilt sumar af rigningu á einum degi 10 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.