Fréttablaðið - 31.01.2023, Síða 15

Fréttablaðið - 31.01.2023, Síða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 2023 Katrín Helga Guðmundsdóttir hefur brennandi áhuga á hönnun og listum og heimili hennar ber þess sterk merki. Takið eftir loftbelgnum í horninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Litríkt og frumlegt heimili Katrínar sem gefur hlýju og ást Katrín Helga Guðmundsdóttir á ótrúlega frumlegt og fallegt heimili þar sem fallegir og hlýir litir leika aðalhlutverkið og umvefja heimilið sjarma. Katrín er óhrædd við að fara aðrar leiðir við að stílisera heimili og hefur brennandi áhuga á hönnun og listum. 2 Prjónið hefur lengi verið stór hluti af menningarsögu landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Í tilefni sýningarinnar Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) í Boga- sal Þjóðminjasafns Íslands, f lytur Guðrún Hildur Rosenkjær, kjóla- og klæðskerameistari, sagnfræðingur og þátttakandi í rannsóknarverkefninu Heimsins hnoss, erindi um nauðsyn þess að rannsaka heimildir um prjón með öllum þeim aðferðum sem það krefst. Þar með talið skoðun á fjölbreyttum heimildum og varð- veittum munum. Rannsóknin fólst í því að varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á síðari öldum og velta því fyrir sér hvernig þessir hlutir mynda menn- ingararf íslensku þjóðarinnar í dag. Á sýningunni Heimsins hnoss er teflt saman upplýsingum um dánarbú úr Þjóðskjalasafni Íslands og gripum Þjóðminjasafnsins til að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. Prjónað um Ísland Aðferðir Guðrúnar mætti kalla „tilraunasagnfræði“. Rannsóknir klæðskera og sagnfræðings hafa þannig varpað ljósi á mikilvægi prjóns í fatagerð á 18. og 19. öld, en fjölbreyttar heimildir benda ein- mitt til útbreiddrar prjónaþekk- ingar Íslendinga á 18. og 19. öld. Fyrirlesturinn verður fluttur í dag klukkan 12. n Prjónað hnoss Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.