Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 14
Þetta síðasta ár hafa Þjóðverjar þó, ásamt Bretum og Banda- ríkjamönnum, stutt Úkraínu þjóða mest, hvað varðar verjur og vopn þeirra til varnar landinu. Í umræðum á Alþingi um breyt- ingar á útlendingalögum hefur m.a. verið tekist á um samræmi við norræna og aðra evrópska löggjöf. Skiptar skoðanir virðast vera um hvort breytingarnar feli í sér að við séum að færast nær lagaumgjörð og framkvæmd þeirra landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Íslensk lög og lagaumhverf i varðandi útlendinga hafa sannar- lega ekki verið samin í tómarúmi. Eins og svo mörg önnur íslensk lög eru þau byggð á norrænni löggjöf og undir evrópskum áhrifum, m.a. vegna aðildar okkar að EES-samn- ingnum og að Schengen-samstarf- inu. Síðustu heildarlög um útlend- inga, frá 2002, voru þannig samin með hliðsjón af norrænni löggjöf og „að verulegu leyti stuðst við norsku útlendingalögin“, eins og fram kemur í greinar- gerð með frumvarpi til laganna. Sömu sögu er að segja um núgildandi lög frá 2017. Í greinargerð með frumvarpi til núgildandi laga, voru norskir sérfræðingar í útlendingalöggjöf til ráðgjafar við smíði frumvarpsins og reynt var að taka tillit til þess sem hafði reynst Norðmönnum vel og til hins sem leitt hafði til vandræða. Þannig var á fjölmörgum stöðum í greinargerð vísað til norsku útlend- ingalaganna. Þá var sömuleiðis tekið mið af þróun í öðrum Evr- ópuríkjum og helstu tilskipunum sem í gildi voru í málaflokknum. Að þessu sögðu eru lögin auð- vitað íslensk og aðlöguð að þörfum íslensks samfélags. Hér hafa sem sé einnig gilt reglur og framkvæmd sem er frábrugðin framkvæmd nágrannaríkja okkar – séríslenskar reglur og framkvæmd. Frá gildistöku núgildandi útlend- ingalaga hefur margt breyst, ekki síst í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Mikilvægt er að löggjöfin og framkvæmdin sé aðlög- uð að þróun alþjóðasamfélagsins og þar hafa norrænar vinaþjóðir verið fyrri til. Eins og áður lítum við til reynslu þeirra og regluverks í þeim efnum. Eitt af því sem við þingmenn höfum tekist á um, er minnkuð félagsleg þjónusta við umsækjendur sem fengið hafa endanlega synjun við umsók n u m a lþjó ð - lega vernd. Það er mjög svo óeðlileg krafa, hvað þá niðurstaða, að fólk geti ferðast hingað og fengið húsnæði, framfærslu og önnur félagsleg réttindi til langs tíma eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum. Það er jafnvel svo að fólk getur tafið eigin brottvísun þegar ákvörð- un um hana liggur fyrir, mánuðum og jafnvel árum saman án þess að það hafi nokkur áhrif á rétt við- komandi til húsnæðis eða fram- færslu frá íslenska ríkinu. Getur verið að einhverjum finnist það eðlilegt? Ég tel að fólk almennt telji svo ekki vera. Að réttara sé að verja fjármunum ríkisins til annarra sem þeirra þurfa. Þetta er enda framkvæmd sem er ólík því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þó svo að fram- kvæmd við veitingu þjónustu og brottfall hennar við þessar aðstæð- ur sé mismunandi, er almenna reglan sú að þjónustustig minnkar eða hverfur þegar einstaklingur fær synjun á umsókn um alþjóð- lega vernd. Þá skiptir það sömu- leiðis máli í f lestum ríkjum hversu samvinnufúsir einstaklingar eru við framkvæmd ákvörðunar um synjun og brottvísun frá landinu. Framangreint á við um Svíþjóð, Noreg, Danmörku og þetta á við um um Finnland. Af hverju ekki hér? Við getum verið sammála eða ósammála um hvort breytingarnar sem lagðar eru til á útlendingalög- gjöfinni séu til bóta. En þær eru í það minnsta tilraun til þess að færa verndarkerfið okkar nær því sem gerist í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Til þess að horfa m.a. til norrænnar reynslu og löggjafar – læra af því sem þar hefur reynst vel og illa, eins og við gerum svo gjarnan. Að mínu mati hafa þeir andstæðingar frumvarps- ins sem fjallað hafa málefnalega um það, alls ekki fært sannfærandi rök fyrir því að Ísland skuli, ein þjóða, skera sig úr hinni norrænu fjölskyldu í þessum málum. n Útlendingalöggjöf, færum okkur nær nágrannaþjóðunum Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Senn hefur árásarstríð Rússa, eigin- lega verður að segja Pútíns, staðið í eitt ár. Eitt skelfingar- og hryllingsár fyrir úkraínsku þjóðina, eins reyndar fyrir ungmenni Rússlands, sem kvödd hafa verið, nauðug-vilj- ug, til herþjónustu og árásarstríðs gegn bræðrum sínum og systrum, nágrönnum af sama slavneska kynstofninum, í öðru fyrrverandi sovétlýðveldi, til að hætta þar and- legu og líkamlegu atgervi sínu, lífi og limum, heill og framtíð, án þess að skilja, vel eða ekki, hvað er þar að gerast, af hverju og til hvers, enda vanti Rússland vart land. Ekki er ástæða til að ætla, að mikill hluti rússnesku þjóðarinnar, hvað þá meirihluti, styðji þessa árás, alla vega ekki í hjarta sínu, gegn bræðra- og systraþjóð, því engin trúverðug eða gild rök eru fyrir henni, og hún hefur nú þegar krafizt dauða tugþúsunda rússneskra ung- menna og limlest enn fleiri, andlega eða líkamlega, nema hvoru tveggja sé, í blóma lífs síns, og þar með lagt líf og hamingju tugþúsunda fjöl- skyldna, hundraða þúsunda eða milljóna Rússa, í rúst. Pútín sjálfur, einn og persónu- lega, er því ábyrgur hér. Án hans væri þetta hörmungarstríð, með skelf ilegum, sárgrætilegum og mannskemmandi afleiðingum þess, ekki í gangi. Rússneska þjóðin er ekki allt í einu orðin að illmennum, frekar en Þjóð- verjar undir Hitler. Eitt ofstækisfullt, miskunnarlaust og valdagráðugt ill- menni, haldið stórmennskubrjál- æði, getur sefjað eða þröngvað heilli þjóð til ódæðis og illvirkja. Sá, sem á undan fór í austri, var Stalín. Við skulum halda þessu til haga, þó að hörmungar, þjáning og písl úkraínsku þjóðarinnar og hryll- ingurinn, sem Pútín hefur á hana lagt, yfirgnæfi auðvitað alla þessa skelfingarmynd. Evrópa hafði notið friðar í 75 ár. Evrópusambandið, ESB, var stofnað til að sameina Evrópu og sérstak- lega til að tryggja frambúðarfrið í Evrópu. Árið 2012 fékk ESB friðar- verðlaun Nóbels fyrir þessa við- leitni sína. Samhliða hafði Atlantshafs- bandalagið, NATO, verið stofnað, til að tryggja hernaðarlegar varnir Evrópu, reyndar Norður-Ameríku líka, mikið af sömu þjóðum og standa að ESB, auk Bandaríkjanna, BNA, og Kanada. Árásarstríð Pútíns gegn Úkraínu var því mikið áfall fyrir aðildarríki ESB og NATO og varpaði dimmum skugga yfir alla Evrópu. Þjóðverjar eru fólksf lesta evr- ópska aðildarríki ESB og NATO, með 83 milljónir íbúa, og 4. mesta efnhags- og tækniveldi heims. Væntingar manna um styrk og stuðning Þjóðverja við Úkraínu- menn hafa því verið miklar. Hér verður fyrst að líta til stöðu Þýzkalands eftir seinni heims- styrjöld. Í raun hersátu Fjórveldin Þýzkaland 1945-1955, voru þar með 400 þúsund manna her, til að halda þjóðinni niðri og hindra hernaðar- lega uppbyggingu. Smám saman breyttist þessi staða svo úr undir- okun og hörðu eftirliti í samvinnu og vináttu. Enn þann dag í dag eru BNA þó með veigamikla hernaðarviðveru í Þýzklandi í formi miðstöðvar US Army Europe, US Air Forces og US Marine Corps Forces Europe og tuga þúsunda bandarískra hermanna, auk kjarnorkuvopna. Þessi þunga hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Þýzkalandi leiddi til þess, að Þjóðverjar töldu sig varða og öryggi sitt tryggt, og kusu því fremur, að verja fjármunum sínum til að endurreisa landið úr rústum stríðsins og byggja upp góða innviði, öf lugan iðnað og sterkan efnahag, en nýjan hern- aðarmátt. Þjóðverjar vöknuðu þó af værum blundi, þegar Trump komst til valda í Bandaríkjunum og hótaði ekki aðeins að leggja niður herstöðv- arnar í Þýzkalandi, heldur gaf hann líka í skyn, að sér kynni að hugnast, að ganga úr NATO og láta Evrópu- búa sjálfa um varnir sínar og öryggi. Endanlega hrukku svo Þjóðverjar upp með andfælum 24. febrúar í fyrra, við innrás Pútíns í Úkraínu. Þeir höfðu lengi haldið að tryggja mætti frið og vinsamleg tengsl við Rússland með mest mögulegum samskiptum og viðskiptum, gagn- kvæmum hagsmunum, sem reynd- ist bábilja. Staða þýzka hersins var því ekki upp á marga fiska, þegar Pútín reiddi til höggs í Úkraínu. Þetta var fyrsta vandamál Þjóðverja, hvað varðar hernaðarstuðning við Úkraínu. Þetta síðasta ár hafa Þjóð- verjar þó, ásamt Bretum og Banda- ríkjamönnum, stutt Úkraínu þjóða mest, hvað varðar verjur og vopn þeirra til varnar landinu. Annað vandamál, og hér kem ég að hiki kanslara Þýzkalands, Olafs Scholz, var það, að hann vildi í lengstu lög forðast, að Þýzkaland drægist inn í nýtt stríð. Hryllingur þess síðasta situr enn fast í mönnum þar. Þjóðverjar og aðrar vestrænar þjóðir höfðu stutt Úkraínu dyggi- lega með varnarvopnum. Með árásar- og sóknarvopnum, árásar- skriðdrekum, hér Leopard 2, taldi Scholz og f lestir evrópskir ráða- menn, líka Biden, að stuðningur kynni að breytast í þátttöku. Þar væri hárfínt bil á milli. Scholz sagðist ógjarnan vilja stuðla að því, að þýzkir skriðdrekar mættu aftur rússneskum skriðdrek- um á vígvellinum, þó undir stjórn Úkraínumanna væru, og, að þýzkir skriðdrekar myndu tortíma rúss- neskum mannslífum og vígvélum að nýju. Alla vega ekki upp á þýzkt eindæmi. Hann sagði þó, að, ef Banda- ríkin og aðrir samherjar myndu líka senda sína árásarskriðdreka til Úkraínu, þetta yrði samstillt og sameiginlegt átak ESB-/NATO- þjóða, þá myndi ekki standa á Þjóð- verjum. Það gerðist svo á dögunum, í löngu símtali Scholz og Biden, að þeir ákváðu að taka þetta skref, þó áhætta um stigmögnun og þátttöku fylgdi því, en án þess gæti Pútín, ofbeldið og lögleysið sigrað. Þrátt fyrir gífurlega samúð og stuðning manna við Úkraínu, verð- ur að telja, að hér hafi yfirvegun og skynsemi ráðið för. n Pútín, árásarstríðið í Úkraínu og hik þýzka kanslarans Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir 14 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.