Rökkur - 01.04.1949, Blaðsíða 36
36
R O K K U R
að fyrsta tilraun okkar í Al-
exandriu mistókst. Fjand-
mennirnir komu að móður-
kafbátnum áður en hann fór
i kaf. í þetta skipti hættum
við ekki á slíkt. Það verður
að senda hin „mannlegu
tundurskeyti“ frá kafbátn-
um meðan hann er í kafi. —
Yður er þetta vel ljóst ?“
„Vitanlega“.
„Það verða þrjú „skeyti“
og tveir menn á hverju.
Bianchi verður vélamaður
yðar.“
„Gott og vel“.
„Eg mun sjálfur stjórna
kafbátnum.“
Borghese er af fornri og
frægri ætt páfa og prinsa,
hugkvæmur maður og áræð-
inn sem forfeður hans marg-
ir.
Allt er vandlega undirbú-
ið. Kafbáturinn Scire hefir
verið valinn til hinnar á-
hættusömu ferðar. Frá Sup-
ermarina í Rómaborg' kemur
tilkynning um, að aragrúi
herskipa og annarra skipa sé
í höfninni í Alexandria. Þar
er 31.000 smálesta orustu-
skipið Queen Elisabeth, ann-
að orustuskip; Valiant, af
sama flokki (Royal Sover-
eign flokkinum). Á þilfarinu
blikar á fjölmargar fallbyss-
ur með 15 þml. hlaupvídd. 1
liöfninni er einnig flugvéla-
skip, sem Italir vita eklci nafn
á, tundurspillar og olíuskip,
kaupskip, og þar fram eftir
götunum.
Bretar áttu að
fá á baukinn.
Allt frá því er orustan við
Matapan var háð hafði ítalski
flotinn látið lítið á sér bæra,
aðallega stundað fylgd með
kaupskipum milli hafna, en
látið kafbáta annast árásir á
skip fjandmannanna. Nú var
áformað að gjalda Bretum
rauðan belg fyrir gráan, og
hefna fyrir það, að þremur
ítölskum beitiskipum var
sökkt í fyrrnefndri orustu.
Forystumönnum Möndul-
veldanna, er hér lögðu ráð á,
gerðu sér miklar vonir um
árangurinn, ef vel tækist.
Gæti Mussolini náð yfirráð-
um á Miðjarðarhafi myndu
Bretar verða að gefast upp á
evnni Malta og unnt yrði að
halda uppi óhindruðum
flutningum til hersveita
Rommels í Norður-Afríku,
og fyrirsjáanleg voru örlög
liins fámenna liðs Breta í
Egiptalandi, ef allt heppnað-
ist.
Scire leggur leið sína til
Alexandriu. A þilfari hans
eru þrjú gríðar stór málm-
j