Rökkur - 01.04.1949, Blaðsíða 42
42
R Ö K K U R
marist á kné. Dyrnar á klef-
anum hafa opnast upp á gátt
af völdum sprengingarinnar
og hann getur gengið út um
þær. Skipið hallast að landi
og liggur nú kyrrt í leðjunni.
Nokkur hluti skipshafnarinn-
ar er enn á skipinu og skip-
verjar framkvæma rólega
fyrirskipanir yfirmanna
sinna, sem reyna að koma
skipinu á réttan kjöl með því
að fylla geyma með sjó. Aðrir
hafa verið fluttir á land og
standa þar í hópum. Enginn
veitir De la Penne neina
athygli.
Næsta skip springur.
Hann gengur að borð-
stokknum og er vitni að því,
er sprenging verður í Queen
Elizabeth í um 45 metra
fjarlægð. Það er eins og þetta
mikla orrustuskip ætli að
stökkva upp úr sjónum. —
Járnplötur, olíá, óhreinindi
þyrlast alla leið að Valiant.
Svo sígur orrustuskipið niður
í leðjuna eins og Valiant. —
De la Penne er ánægður yfir,
að hinir félagar hans hafa
einnig getað innt það skyldu-
starf af hendi, sem þeim var
ætlað. Og De la Penne finnur
til mikillar þreytu. Nokkru
síðar verður sprenging í olíu-
skipi. Þeir, sem það verk
unnu, áttu að granda flug-
vélarskipi, en fundu það
ekki. En heildarárangurinn
er mikill.
Tvö orrustuskip fjand-
mönnunum gagnslaus í heilt
ár og olíuskip hefir laskazt
allverulega. — Ávinningur
fjandmannanna: Sex menn
teknir höndum.
.... I kafbátnum Scire
beið Valerio Borghese og
rýndi út í dimmuna. Stund-
irnar ætla aldrei að líða. Það
fer að bregða birtu. Engar
sprengingar hafa heyrst. —-
Vart verður flugvéla og
Borghese þorir ekki að bíða
lengur. Hann verður að bíða
þess, sem í Ijós kemur í
njósnaflugferðum. En hann
hefir óbifandi traust á mönn-
um sínum. Er sannfærður
um, að þeir hafi framkvæmt
það, sem þeim var fyrirskip-
að. En í njósnaflugferðum
næsta dag sjást herskipin
Queen Elizabeth og Valiant
liggja við akkeri. Það verður
ekki séð úr lofti, hvaða tjón
hefir hlotizt af árásunum. —
Kænskubragð
Breta.
Svo berast fregnir um veizlu
mikla í Queen Elizabeth. Þar
koma Beduinahöfðingjar,
Tyrkir, Egiptar, til þess að