Fréttablaðið - 03.02.2023, Síða 2

Fréttablaðið - 03.02.2023, Síða 2
Fyrrverandi meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í málinu. Lýst upp með ljóðum Kveðskapurinn hefur verið fóstra Íslendinga um aldir. Hefur hann yljað og huggað í myrkrinu og gerir enn. Vetrarhátíð hófst í gær og verður verkefnið Ljósa- slóð þar í lykilhlutverki. Allt frá Hallgrímskirkjuturni, niður Skólavörðustíg og að Austurvelli eru byggingar baðaðar ljósi og list. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Takk fyrir að sýna okkur að krabbamein er ekki dauðadómur“ lifidernuna.is Kolluna upp fyrir mig og vinkonu mína! kristinnhaukur@frettabladid.is NORÐURÞING Byggðarráð Norður- þings hefur ákveðið að slíta sam- bandi við fyrirtæki Qair. Qair hafði fengið leyfi til að setja upp könnun- armastur fyrir vindorkuver árið 2021 en gerði það ekki. Greint var frá því í lok árs 2020 að þáverandi meirihluti sveitarstjórn- ar væri ekki einhuga um leyfið. Sjálfstæðisf lokkur og Samfylking voru fylgjandi en Vinstri græn á móti vegna nálægðar við útivistar- svæði og takmarkaðs hagnaðar íbúa Norðurþings af vindorkuveri. Meirihluti Sjálfstæðisf lokks og Framsóknarflokks hefur nú slitið samstarfinu. Mastrið var hvorki sett upp árið 2021 né í fyrra þrátt fyrir yfirlýsingar Qair. n Trössuðu að setja upp vindmyllu Húsvíkingar biðu og biðu en ekkert gerðist. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN helenaros@frettabladid.is thorgrimur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Bjarkey Olsen Gunn- arsdóttir, formaður fjárlaganefndar, hyggst funda með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra vegna ákvörð- unar hans um að láta selja TF-SIF, einu eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar. Bjarkey hefur lýst yfir undrun á fyrirhugaðri sölu þar sem ekki sé heimild fyrir henni í núgildandi fjárlögum. „Við ætlum fyrst og fremst að inna ráðherrann eftir því hvers vegna þetta sé að gerast með þessum hætti,“ segir Bjarkey. „Það þarf sér- staka heimild fyrir því að selja í 6. grein fjárlaga. Hennar var ekki aflað eða óskað í fjárlagagerðinni fyrir nokkrum vikum og okkur finnst það skjóta skökku við að þetta sé að koma upp núna.“ Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, staðfestir að samtal sé hafið við dómsmálaráðuney tið um mögulega samnýtingu á vél í eigu dótturfélags Isavia. „Ef það er leið til að samnýta hana þá að sjálfsögðu gerum við það,“ segir Sveinbjörn. n Undrast fyrirhugaða sölu á TF-SIF Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjár- laganefndar Svo virðist sem vafi leiki á því hver skuli hafa eftirlit með útlánastarfsemi smálánafyr- irtækja og viðskiptaháttum þeirra. Smálánafyrirtækið Núnú lán ehf. er á heimasíðu fyrirtækisins sagt vera undir eftirliti FME en svo er ekki. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Einstæð þriggja barna móðir vaknaði upp við vondan draum á miðvikudaginn, fyrsta dag febrúarmánaðar. Hún kíkti í heimabankann sinn í appi Íslands- banka og varð fyrir áfalli. Þrátt fyrir að búið væri að borga út laun var reikningurinn tómur. Smálánafyrirtækið Núnú lán ehf. hafði tæmt bankareikninginn hennar með 10 færslum sem allar voru milli 28 og 29 þúsund krónur. Í færslu sem móðirin setti í hópinn Hjálpum fólki segist hún hafa asnast til að taka lán hjá fyrirtækinu fyrir einu og hálfu ári og engin viðvörun hafi verið gefin áður en öll launin hennar hafi verið tekin í morgun. Hún segist ekki geta borgað leigu eða keypt mat fyrir börn sín þennan mánuð. Biður hún um aðstoð og segir allt hjálpa, líka mat og flöskur. Brynhildur Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir samtökin telja skuld- færslur af þessu tagi andstæðar lögum, þær séu allt of víðtækar, ekki sé kveðið á um tiltekinn dag eins og til dæmis þegar fólk lætur skuldfæra líkamsræktarkortið eða Visa-reikn- inginn né tiltekna upphæð. „Þá eru lán er ekki skuldfærð strax eftir eindaga eins og eðlilegt væri heldur eftir að innheimtu- kostnaður hefur safnast upp. En það er einmitt viðskiptamódelið, að safna innheimtukostnaði á kröf- urnar.“ Leifur Haraldsson, framkvæmda- stjóri Núnú lána ehf., segir fyrirtæk- ið hafa heimild til að gjaldfæra kort til endurgreiðslu lána og kostnað af þeim. Þetta sé ekki nýtt og algeng leið til endurgreiðslu og tryggingar lána og segir sams konar skilmála hjá Valitor, Borgun og bönkunum. „Núnú notar skuldfærslu sem tryggingu til greiðslu og er sú leið notuð ef lán lenda í vanskilum og greiðendur greiða hana ekki fyrir eindaga. Markmiðið er að ná van- skilum niður,“ segir Leifur. Hann segir þetta löglegt. „Núnú lán ehf. er skráð lánafyrirtæki hjá Neyt- endastofu sem og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og fylgir lögum og reglum sem því fylgja. Ef ekki þá mundi félagið ekki geta starfað.“ Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hefur FME ekki eftirlit með útlánastarfsemi. Þórunn Anna Árnadóttir, for- stjóri Neytendastofu, segir Neyt- endastofu ekki geta haft eftirlit með skuldfærslum á bankareikningum. Aðspurð segir hún að mögulega þurfi að skerpa á löggjöf til að vernda hagsmuni neytenda. Samkvæmt Íslandsbanka getur bankinn ekkert gert varðandi skuldfærslur þegar viðskiptavinir hafi gefið heimild til úttektar. n Smálánafyrirtæki tæmdi bankareikning hjá móður Smálán geta verið varasöm ef ekki er staðið í skilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna Þórunn Anna Árnadóttir, for- stjóri Neytenda- stofu 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.