Fréttablaðið - 03.02.2023, Side 7
Það kom
því okkur
á óvart
hvað
stjórnvöld
voru fljót
að draga
fjárveiting-
arnar til
baka.
Orðspor skólans er
frábært.
Á sama tíma og Háskóla
Íslands er treyst til að leiða
samstarfsverkefni rannsókn-
arháskóla í Evrópu neyðist
hann til að draga úr rekstri
vegna minni fjárveitinga úr
ríkissjóði. Áskorun, segir
rektor, á meðan háskólar í
nágrannaríkjum gefa í hvað
fjármagn varðar.
Það er krapahríð á aflíðandi bíla-
stæðinu framan við Aðalbyggingu
Háskóla Íslands og hún er kannski
ekki aðeins til vitnis um umhleyp-
ingasama tíð í veðri heldur og í
fjárveitingum til Háskóla Íslands,
helstu og stærstu menntastofnunar
landsins sem rekur sögu sína allt
aftur til nýlendutímans í upphafi
síðustu aldar.
Jón Atli Benediktsson, rektor
skólans um átta ára skeið, skeiðar
eftir ganginum á neðri hæð reisu-
legrar byggingarinnar og klæðir
sig úr regnvotri úlpunni um leið og
hann vindur sér inn á rúmgóða skrif-
stofuna sem er jafn traustvekjandi og
slagviðrið utan glugga er ófýsilegt.
Það eru tíðindi af kontór rektors,
skólinn sem farið hefur með himin-
skautum í áliti og orðspori á síðustu
árum og leiðir rannsóknarsamstarf
evrópskra háskóla, þarf að staldra
við í rekstri.
„Nemendum skólans fjölgaði tals-
vert í heimsfaraldrinum enda var
það ósk stjórnvalda að opna dyr
skólans. Það er ekki einfalt að taka
við tíu prósenta fjölgun nemenda á
örskömmum tíma en það tókst með
miklu átaki starfsfólks. Þessu fylgdu
vissulega viðbótarfjárveitingar og
vitað var að þær væru tímabundnar.
Þrátt fyrir þessa viðbót var engu að
síður mikill fjöldi nemenda við skól-
ann á Covid-tímabilinu umfram
fjárveitingar. Það kom því okkur á
óvart hvað stjórnvöld voru fljót að
draga fjárveitingarnar til baka – og
300 milljóna króna niðurskurður
sem bættist við í annarri umræðu
fjárlaga reyndist okkur mjög erf-
iður,“ segir Jón Atli.
Samræður lofa góðu
Þar við bætist, segir hann, að hús-
næðiskostnaður skólans er orðinn
meira íþyngjandi sem nemur hátt
í 300 milljónum króna á milli ára
vegna nýs fyrirkomulags í hús-
næðismálum. Vonir standa þó til
að unnt verði að leiðrétta það. Þá
er einnig 200 milljóna króna við-
bótarkostnaður vegna húsnæðis þar
sem starfsemi Menntavísindasviðs
skólans er enn þá rekin í Stakka-
hlíð á meðan verið er að undirbúa
flutning hennar í nýuppgerða Sögu
vestur á Melunum.
„Þessar upphæðir svara til tveggja
prósenta af fjárveitingu skólans sem
við finnum auðvitað rækilega fyrir,
ofan í annan niðurskurð,“ segir Jón
Atli.
Hann segir skólastjórnendur
ætla að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að ráða við þetta verkefni
og að samræður við stjórnvöld lofi
góðu, bæði hvað húsnæðiskostnað
varðar og rekstrarfjármuni skólans.
„Það er vel tekið í okkar mál-
flutning af hálfu stjórnvalda,“ segir
rektor og bætir við að samtalið við
ráðherra málaflokksins lofi góðu.
„Ég hef vitaskuld þungar áhyggjur,
en hef ekki ástæðu til að ætla annað
en að þetta verði leiðrétt.“
Það saki heldur ekki í þessari
erfiðu stöðu að það standi skýrum
stöfum í stjórnarsáttmálanum að
fjármagna eigi háskóla landsins til
jafns við sambærilega skóla á hinum
Norðurlöndunum. „Þar er auðvitað
verk að vinna, því við erum eftir-
bátar þeirra skóla í fjármögnun,“
segir hann.
Niðurskurður blasir við hjá Háskóla Íslands
FRÉTTAVIÐTAL
Jón Atli hefur
verið rektor
Háskóla Ís-
lands í átta ár.
„Doktorsbraut-
skráningum
hefur fjölgað
úr fjórum árið
2001 í 88 á
síðasta ári sem
er 22-földun.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Niðurskurður í heild sinni
En staðan sé einfaldlega þannig í
bráð að grípa verði til hagræðingar
í rekstri skólans. „Að óbreyttu sjáum
við fram á niðurskurð í háskóla-
kerfinu í heild sinni,“ segir rektor
og bendir á að í fjármálaætlun fyrir
næsta ár, 2024, sé einnig gert ráð
fyrir samdrætti í fjárveitingum til
HÍ sem nemi 2,2 prósentum.
„Er f iðleik a r nir bla sa hvað
gleggst við á stórum sviðum eins
og Menntavísindasviði og Heil-
brigðisvísindasviði, sem er auðvitað
svolítið í mótsögn við veruleikann
úti á vinnumarkaðnum sem kallar
eftir f leira fólki, ekki síst í heil-
brigðisþjónustunni sem glímir við
manneklu. Við þurfum hjálp til að
draga ekki um of saman á því sviði
– og erum í samstarfi við stjórnvöld
í þeim efnum,“ segir Jón Atli.
En hagræðingarinnar mun sjá
stað víðar?
„Það má búast við að námskeið-
um verði fækkað,“ svarar hann
að bragði og horfir líka til starfs-
mannafjölda skólans. „Við munum
ekki ráða fólk í stað þess sem hættir
og eins munum við draga úr kostn-
aði vegna ferðalaga. Það er ekkert
um annað að ræða en að skoða allan
reksturinn – og þetta verður mikil
yfirferð af hálfu stjórnenda og alls
starfsfólks,“ segir rektor.
Verður gripið til uppsagna?
„Það er erfitt að segja. Ég get ekki
fullyrt að svo verði á þessari stundu.
En óskir um nýráðningar þarf að
bera undir fjármálanefnd. Almennt
verður ekki ráðið í störf hjá fræða-
sviðum nema þau geti sýnt fram á
að skila hallalausum fjárhagsáætl-
unum fyrir yfirstandandi ár – og
fræðasvið í hallarekstri, sem ekki
eiga afgang frá fyrri tíð, skulu koma
með tillögur um hvernig draga megi
úr fjölda kennslustunda. Svo þarf að
endurskoða fastlaunasamninga í
stjórnsýslu og stoðþjónustu þar sem
tilefni er til og samnýta störf þvert á
fræðasvið,“ segir rektor og bætir við:
„Það verður velt við hverjum steini.“
Ekki stór skóli á norræna vísu
Háskóli Íslands ber höfuð og herðar
yfir aðra háskóla landsins með tvo
af hverjum þremur nemendum á
háskólastigi. Nemendur skólans eru
ríflega 14 þúsund, þar af um 66 pró-
sent konur og 33
prósent karlar.
Og þá er fjöldi
starfsfólks nálega
1.800, þar af eru prófessorar,
dósentar og lektorar 631.
Er skólinn of stór?
„Hann er ekki stór á norræna
vísu, en hann er auðvitað þjóðar-
skóli hér á landi og þar af leiðandi
er hann breiður skóli. Vegna sér-
stöðu sinnar býður hann upp á
fjölda námsgreina sem hvergi eru
kenndar annars staðar á Íslandi,“
útskýrir rektor og bætir því við að
þjóðarháskóli geti í rauninni ekki
hagað sér eftir duttlungum fjár-
magns og vinsælda.
„Við erum ekkert endilega að
bjóða upp á greinar af því að þær
skila góðum tekjum og ágóða. Það
er þvert á móti okkar ábyrgð að
bjóða upp á breitt námsframboð
sem gagnast öllum fjölbreytileika
samfélagsins og nýjum áskorunum
þess. Okkar ábyrgð er mikil. Og þar
af leiðandi eru einkunnarorð skól-
ans í stefnu hans mjög lýsandi: Betri
háskóli – betra samfélag.“
Hann segir eitt stærsta verk-
efni við stjórnun skólans vera að
standast samkeppni við háskóla í
nágrannaríkjunum. „Nemendur
eru frárri á fæti en áður,“ segir rektor
og bendir á að skólar í grennd við
Ísland séu f lestir hverjir að gefa í
hvað fjármögnun varðar.
„Við getum ekki leyft okkur
annað en að vera á svipuðu róli og
þeir – og það verðum við að hafa í
huga þegar við tökumst á við hag-
ræðingu næstu missera,“ segir hann.
Orðspor skólans frábært
En orðsporið verði ekki tekið frá
Háskóla Íslands. „Orðspor skólans
er frábært,“ segir rektor. Núna séu
um 1.700 erlendir nemendur við
skólann. „Fjöldi þeirra það sem af
er þessari öld hefur rúmlega fjór-
faldast – og það er mjög há einkunn
fyrir háskóla á Íslandi,“ bætir hann
við.
Og skólanum sé mikill sómi
sýndur í alþjóðlegu samstarfi, svo
sem með því að velja rektor Háskóla
Íslands í forsæti Aurora sem er sam-
starfsverkefni rannsóknarháskóla
í Evrópu.
„Sú staðreynd að rektor minnsta
háskólans í þessu samstarfi er val-
inn til að leiða það vitnar auðvitað
um ekkert annað en hversu frá-
bæru starfsfólki Háskóli Íslands
hefur yfir að ráða, en mörg okkar
koma að þessu starfi,“ segir hann,
stoltur í bragði.
Háskólinn hefur nú í vikunni,
ásamt samstarfsskólum, lagt inn
umsókn um frekari fjárstuðning
til Evrópusambandsins til að taka
þátt í þessu samstarfsverkefni,
enda sé þetta samstarf honum afar
dýrmætt.
Jóni Atla verður litið yfir rekt-
orsskrifstofuna. „Stundum verður
manni hugsað til þess sem Björn M.
Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands,
sagði á stofnárinu 1911, í fátæku og
fámennu samfélagi, en hans draum-
ur var að HÍ yrði háskóli á meðal
háskóla,“ rifjar hann upp.
„Núna, rösk ri öld síðar, er
Háskóli Íslands leiðandi á alþjóða-
vísu. Það segir allt um það að orð
Björns M. Olsen hafa ræst – og það
sýnir okkur líka hvað mikið hefur
breyst.“
Og um leið og hann horfir á
krapahríðina leka niður glugg-
ana á rektorsskrifstofunni, botnar
hann þessa hugsun. „Við erum að
uppskera. Tökum bara eitt dæmi í
viðbót. Doktorsbrautskráningum
hefur fjölgað úr fjórum árið 2001
í 88 á síðasta ári sem er 22-földun.
Við erum að sjá að áherslan á rann-
sóknarnám hér í skólanum hefur
skipt þjóðina sköpum. Við sjáum
þess merki víða í samfélaginu,
við sköpun fyrirtækja og í
nýsköpun um allt land. Og
við erum byrjuð að njóta alls
þess ávinnings,“ segir Jón Atli
Benediktsson. n
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 73. FEBRÚAR 2023
FÖSTUDAGUR