Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2023, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.02.2023, Qupperneq 8
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Jú, auð- vitað finnst okkur óþægilegt að tala um morð í þessu sam- hengi. Formaður samtak- anna sagði í ræðu skömmu áður en hann tók við starfi forsætis- ráðherra að „fátækt fólk geti ekki beðið“. Þegar nokkur stjórnmálaöfl afréðu að sameinast fyrir um aldarfjórðungi eftir að hafa séð hvernig mátti koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum í Reykjavík til frambúðar þá voru í einum flokkanna tveir miðaldra karlmenn sem töldu sig hafa höndlað stórasannleik og heilagleiki þeirra yrði ekki virtur að verðleikum í hinum nýja f lokki. Því gerðu þeir það sem mönnum er tamt sem verða undir þegar lýðræðislega er staðið að málum, þeir stofnuðu eigin f lokk. Þeir töldu sig ekkert þurfa að fylgja meirihluta í þeim flokki sem þeir tilheyrðu og áttu frama sinn í stjórnmálum að þakka því að þar hafði valist til for- ystu stelpa frá Stokkseyri sem þeir álitu sig hafna yfir að þurfa að fylgja. Að yfirvarpi sögðust þeir vera svo mikið á móti Nató og hernum að þeir þyrftu að stofna um það sérstakan f lokk. Kannski þeir hafi líka óttast lýð- ræðið, til dæmis að þjóðin fengi að segja til um hvort hún vildi ganga í Evrópusambandið? Eða jafnvel að sjávarútvegurinn þyrfti að greiða það sem honum ber í sameiginlega sjóði þjóðarinnar, en fyrst og fremst sögðu þeir það vera af því að þeir voru svo mikið á móti Nató og hernum. Svo fór herinn án þess að þeir ættu nokkurn hlut að máli og svo kom herinn eða ígildi hans aftur og þá voru þeir komnir í ríkisstjórn og allt gerðist það með þeirra samþykki. Svo fóru nágrannaþjóðir að banka upp á aðild að Nató og þá gerðist f lokkurinn helsti talsmaður þess að f leiri fengju aðild en samt voru þeir og eru algjörlega á móti aðild Íslands að Nató að eigin sögn. Hin seinni ár hefur helsti tilgangur þessara stjórnmálasamtaka verið að tryggja að Sjálfstæðis- f lokkurinn ráði því sem hann vill en samtökin fá það hlutverk að réttlæta út á við ákvarðanir Sjálf- stæðisflokksins. Formaður samtakanna sagði í ræðu skömmu áður en hann tók við starfi forsætisráðherra að „fátækt fólk geti ekki beðið“. Síðan eru liðin mörg ár, formaðurinn gegnir enn starfinu og fátæka fólkið bíður enn. n Tölum um stjórnmálaflokk Bolli Héðinsson hagfræðingar „Takk fyrir að sýna okkur að krabbamein er ekki dauðadómur“ Kolluna upp fyrir mig og vinkonu mína! lifidernuna.is helenaros@frettabladid.is Laus þrátt fyrir sannanir „Við viljum hvetja hugsanleg fórnarlömb til að stíga fram og tilkynna til lögreglu og við munum sækja til saka í öllum þeim tilfellum sem lagalegar skyldur okkar ná til,“ er það sem lögreglan í Manchester vildi sagt hafa um leið og hún til- kynnti að allar ákærur á hendur Mason Greenwood, leikmanni Manchester United, hefðu verið felldar niður. Gleymum ekki að Greenwood var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Gleymum heldur ekki myndböndunum, mynd- unum og hljóðupptökunni þar sem Greenwood virtist reyna að þvinga kærustu sína til samræðis. Lykilvitnið hætti við Sársauki bresku lögreglunnar er nánast áþreifanlegur í yfir- lýsingu vegna málsins. Eðlilega. Það getur ekki verið ánægjulegt að tilkynna álíka vitleysu fyrir alþjóð: Greenwood laus allra mála. Ástæðan er sögð vera að lykilvitnið hafi hætt við og að ný gögn hafi komið í ljós. „Við þessar aðstæður ber okkur skylda til að stöðva málið.“ Með öll þessi sönnunargögn. Galið. Lögreglan nýtti svo tækifærið til að ítreka stuðning sinn við konur og stúlkur sem verða fyrir ofbeldi. Einmitt það. Við skulum rétt vona að fælingarmáttur þessarar niðurstöðu verði ekki til þess að enn fleiri konur og stúlkur sleppi því að stíga fram og tilkynna ofbeldi. n Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Ég ræddi á dögunum við jarðfræð- ing og náttúruverndarsinna sem er höfundur íslensku þýðingarinnar á enska hugtakinu ecocide, sem er vistmorð. Mjög alvarleg og stór- felld brot gegn náttúrunni, af ásetningi. Hún tjáði mér að í fyrstu hefði þessi þýðing reitt fólk til reiði. Jú, auðvitað finnst okkur óþægilegt að tala um morð í þessu sam- hengi. Í júní í fyrra vísuðu tólf þingmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar til ríkisstjórnar þingsályktunartillögu um að vistmorð yrði viðurkennt sem alþjóða- glæpur. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í fjórum málaflokkum. Þjóðarmorðum, glæpum gegn mannkyni, strípsglæpum og glæpum gegn friði. Á dögunum kom út ný skýrsla um mikilvægi refsivæðingar vistmorða og sífellt bætist í hóp þeirra þjóða sem lýst hafa yfir vilja í þá átt. Orðið náttúruverndarsinni, og tilvist þess orðs, er merkileg. Orðið gefur til kynna að andstæðan sé til, manneskjur sem ekki eru á bandi náttúrunnar, sem leitast ekki við að vernda hana. Það er skarpt kynslóðabil þegar kemur að því hvort fólki finnist það skrýtið. Fulltrúar kynslóða fólks með lofts- lagskvíða sem ólust upp við jurtamjólk á kaffihúsum eiga erfðara með að ímynda sér að til sé fólk með slíkar skoðanir: Að náttúran eigi engan rétt, og að við berum ekki ábyrgð. Hún sé okkur óviðkomandi eins og eitthvert fyrirtæki sem kemur okkur ekki við nema þegar og ef við eigum í við- skiptum við það. Þessar vangaveltur eru jafngamlar teg- undinni, um samband okkar og siðferðis- lega ábyrgð gagnvart náttúrunni. Í tímans rás höfum við fundið upp lagabókstafi og alþjóðalög en frumskógur, foss eða óson- lagið getur ekki að eigin upplagi fengið sér lögfræðing og krafist þess að vera lýstur sjálfstæður réttaraðili og einstaklingar bera ekki ábyrgð þó að fyrirtæki borgi í versta falli sektir. Náttúran má sín lítils gagnvart hugmynd- um mannanna og lagabreytingar af þessum toga hafa verið seigar í gang. Það breytir heimsmynd okkar ef refsiramminn gagn- vart náttúruspjöllum verður endurhugs- aður á þennan hátt. Ef vistmorð er glæpur, lagður að jöfnu við þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni, og það á elleftu stundu. n Plássfrekjan í náttúrunni 8 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.