Fréttablaðið - 03.02.2023, Síða 16
Helsti munurinn á
að vinna hér á
Akureyri og úti í Svíþjóð
er að hér er allt persónu-
legra. Mér þykir mjög
vænt um það. Hér fylgi
ég sjúklingnum eftir í
gegnum allt ferlið.
Vilborg Jónsdóttir
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Árið 2023 er fermingarár GoRed á
Íslandi, fjórtánda árið runnið upp.
Megináhersla okkar nú er kon-
urnar sem sinna sjúklingum með
hjarta- og æðasjúkdóma; sinna
eftirliti og forvörnum og standa að
greiningu og meðferð bæði innan
og utan spítala. Lesa úr rann-
sóknum og sinna andlegu hliðinni
sem er órjúfanlegur hluti ferilsins
hjá öllum þeim sem greinast með
hjartasjúkdóm.
Við fáum innsýn í daglegt líf
fagaðila á hjartadeildum og á
læknastofum utan spítala sem
og á landsbyggðinni. Sjúkraliðar,
hjúkrunarfræðingar, lífeinda-
fræðingar og hjartasérfræðingar,
að ógleymdu viðtali við sálfræðing
sem sinnir handleiðslu og eftir-
fylgni við hjartasjúklinga.
Ferlið sem hefst þegar maður
greinist með sjúkdóm getur verið
nokkuð flókið og í reynd er ekki
útilokað að þær aðstæður skapist
að allir sem rætt er við í blaði árs-
ins eigi snertiflöt við einn og sama
sjúklinginn í gegnum hans feril í
heilbrigðiskerfinu. Samvinna allra
sem hér er rætt við er einstök enda
hafa allar sama markmiðið. Með
sjúklinginn í öndvegi vinna þær að
bata og stuðningi við sjúklinginn
sjálfan og hans nánustu aðstand-
endur.
Þetta eru konurnar sem standa
hjarta okkar næst.
Helga Margrét Skúladóttir
formaður
Rannveig Ásgeirsdóttir
verkefnastjóri
Konurnar sem standa
hjarta okkar næst
Helga Margrét Skúladóttir formaður og Rannveig Ásgeirsdóttir verkefnastjóri.
Vilborg Jónsdóttir lýkur sér-
námi í hjartalækningum frá
Sahlgrenska háskólasjúkra-
húsinu í Gautaborg nú í
febrúar. Undanfarna mánuði
hefur hún unnið á Sjúkra-
húsinu á Akureyri og sér
framtíðina fyrir sér þar.
Vilborg segir að ástæða þess að
hún valdi að sérhæfa sig í hjarta-
lækningum sé að þær eru fjöl-
breytt sérgrein.
„Sjúklingahópurinn er breiður,
þetta eru bæði ungir og gamlir
sjúklingar en hjartasjúkdómar
eru gríðarlega algengir,“ útskýrir
Vilborg.
„Í starfinu sinni ég bæði lang-
vinnum og bráðum hjartasjúk-
dómum. Mér finnst skipta máli að
hafa þessa fjölbreytni í starfinu.“
Vilborg nefnir einnig að henni
þyki áhugavert hve mikið af rann-
sóknum hafi verið gerðar á mein-
gerð og orsökum hjartasjúkdóma.
„Rannsóknirnar gera það að
verkum að mikið er um fram-
farir í hjartalækningum. Hjarta-
lækningar eru líka fjölbreyttar
að því leyti að þær eru ekki bara
tölvuvinna, starfið er líka verklegt.
Það er margt gert með höndunum,
við setjum inn gangráða og lesum
af gangráðum, ómskoðum og
skoðum myndir,“ segir hún.
Síðustu ár hefur Vilborg unnið
á Sahlgrenska háskólasjúkrahús-
inu í Gautaborg þaðan sem hún
lýkur sérnámi sínu nú í febrúar.
Undanfarna mánuði hefur hún
þó verið heima á Íslandi þar sem
hún starfar við hjartalækningar á
Sjúkrahúsinu á Akureyri.
„Mér finnst líklegt að ég verði
áfram hér á Akureyri eftir útskrift.
Ég kom hingað norður til að prófa
mig áfram og sjá hvort börnin yrðu
glöð og það virðist allt ganga,“ segir
hún en Vilborg kemur frá Siglufirði
og hefur starfað á Sjúkrahúsinu á
Akureyri áður.
„Sérnámið sem ég er að klára
núna úti í Svíþjóð tekur 7,5 ár. Ég
tók part af því á Íslandi áður en ég
fór út. Eftir fimm ár varð ég sér-
fræðingur í lyflækningum en svo
tekur tvö og hálft ár til viðbótar
að verða sérfræðingur í hjarta-
lækningum,“ útskýrir hún.
Nánari samskipti
Það er alltaf nóg að gera á hjarta-
deild, hvort sem það er á Akureyri
eða úti í Svíþjóð að sögn Vilborgar.
Hún segir þó margt ólíkt við að
vinna á stóru sjúkrahúsi eins og
Sahlgrenska og litlu sjúkrahúsi
eins og á Akureyri
„Námið úti í Svíþjóð var vinna
á hjartadeild þar sem ég vann
vaktavinnu. Það var alltaf brjálað
að gera og hérna heima er það
þannig líka. Þegar maður velur
þessa starfsgrein verður maður að
sætta sig við það, en maður þrífst
kannski pínulítið á því líka,“ segir
hún og hlær.
„Helsti munurinn á að vinna
hér á Akureyri og úti í Svíþjóð er
að hérna er allt persónulegra. Mér
þykir mjög vænt um það. Hér fylgi
ég sjúklingnum eftir í gegnum allt
ferlið, en í Svíþjóð eru alltaf aðrir
læknar sem taka við sjúklingnum
þegar maður lýkur vaktinni og
maður fylgir sjúklingnum því
ekki alla leið. Það sem mér finnst
gott við að fylgja sjúklingnum
svona alveg eftir er að ég fæ betri
heildarsýn yfir hans mál. Ég næ
góðu sambandi við sjúklingana og
fjölskyldur þeirra og samskiptin
verða nánari,“ heldur hún áfram.
„Á stærra sjúkrahúsi nær maður
ekki þessum sjúklingakontakt.
Hérna fær maður virkilega að sjá
að maður er að hafa áhrif á lífsgæði
sjúklinganna og vonandi eftir
lengri tíma í greininni fer maður
að sjá að maður hefur líka áhrif á
lífshorfur þeirra.“
Fyrirbyggjandi ráð
Vilborg segir að sem læknir á
hjartadeild sé hún oft beðin um
ráð frá fólki um hvað það geti sjálft
gert til að fyrirbyggja hjartasjúk-
dóma. Hún segir að ráð númer eitt,
tvö og þrjú sé að reykja ekki.
„Ég bið fólk líka að kynna sér
fjölskyldusögu sína til að það átti
sig á hvort það er í áhættu vegna
hjartasjúkdóma. Svo er aðal-
málið að hreyfa sig, að komast út
í náttúru og birtu og fylgjast með
blóðsykrinum. Fólk þarf líka að
reyna að forðast að fá sykursýki og
láta kanna hvort það sé mögulega
með undirliggjandi sykursýki eða
háþrýsting. Þessir sjúkdómar geta
verið svo lúmskir og fólk veit því
oft ekki af þeim hjá sér,“ segir hún.
„Það eru líka margir sem spyrja
mig út í mataræði. Það getur verið
erfitt að gefa einfaldar ráðlegg-
ingar um það, en ef það er eitt-
hvað þá hef ég bent fólki á að auka
trefjarnar eins og hægt er. Svo er
gott að fólk lesi sér svolítið til um
mataræði og finni hvað hentar
því.“ n
Hjartalækningar fjölbreytt sérgrein
Vilborg hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akureyri undanfarna mánuði en hún
er að ljúka sérnámi í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
2 3. febrúar 2023 FÖSTUDAGURHJARTAÐ ÞITT 2023