Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 22
En við höfum samt
alltaf áhyggjur af
því þegar neikvæðar
fréttir um stútfullar
bráðamóttökur spítal-
anna eru jafn algengar og
þær eru, að fólk hugsi sig
tvisvar um áður en það
leitar aðstoðar í neyðar-
tilfellum.
Ingibjörg J. Guðmundsdóttir
Á Hjartaþræðingu Land
spítalans eru framkvæmdar
aðgerðir sem geta bætt eða
bjargað lífum vegna krans
æðasjúkdóms, hjartsláttar
truflana, lokusjúkdóma og
fleira.
Að starfseminni á Hjartaþræðingu
koma meðal annars hjartalæknar,
hjúkrunarfræðingar, geislafræð
ingur og lífeindafræðingar. „Allir
hjúkrunarfræðingar deildarinnar
eru kvenkyns en einn lífeinda
fræðingurinn er karl. Læknarnir
sem sinna aðgerðum vegna hjart
sláttartruflana eru karlar en af
fimm hjartaþræðingalæknum
eru tvær konur og við gerum um
helming af öllum hjartaþræðinga
aðgerðum á landinu. Þetta er mun
hærra hlutfall kvenna en víða í
heiminum því almennt leggja
fáar konur þetta fag fyrir sig. Þetta
er því svolítið kvennaveldi hér á
deildinni, en strákarnir eru nú
ekkert bældir,“ segir Ingibjörg J.
Guðmundsdóttir og hlær.
Ingibjörg hefur starfað sem
yfirlæknir hjartaþræðingastofu
Landspítalans síðan 2013. Hún
útskrifaðist úr læknadeild HÍ 1998
og fór í sérnám í lyflækningum til
Edinborgar 2001. Í kjölfarið sér
hæfði hún sig í hjartalækningum
með undirsérhæfingu í hjartainn
gripum auk þess að ljúka doktors
prófi.
Mikilvægar aðgerðir
„Á hjartaþræðingastofu fara
fram hin ýmsu inngrip eins og
kransæðaþræðingar og víkkanir,
gangráðs og bjargráðsísetningar,
brennsluaðgerðir vegna hjartslátt
artruflana, ísetningar ósæðar
loku, lokanir vegna ops á milli
hjartahólfa og margt fleira,“ segir
Edda Traustadóttir, deildarstjóri
hjartaþræðingastofu Land
spítalans. „Allar þessar aðgerðir
eru eingöngu framkvæmdar á
hjartaþræðingastofu, fyrir utan
gangráðsaðgerðir, en nokkrar eru
framkvæmdar á Sjúkrahúsinu á
Akureyri á hverju ári,“ segir hún.
Edda hóf störf á Hjartadeild 14E á
Landspítalanum eftir útskrift úr
hjúkrunarfræði árið 1993. „Árið
2002 hóf ég störf sem hjúkrunar
fræðingur á Hjartaþræðingu, varð
aðstoðardeildarstjóri 2007 og
deildarstjóri 2016,“ segir Edda.
„Kransæðamyndataka með eða
án kransæðavíkkunar er í daglegu
tali oft nefnd hjartaþræðing. Um
er að ræða aðgerð þar sem leggur
er þræddur inn í slagæð frá úlnlið
eða nára og skuggaefni er sprautað
í legginn. Þá sjást æðarnar vel á
röntgenmynd og hægt er að sjá
hvort æðar eru með þrengingum
eða ekki. Þá getum við metið hvort
fólk þurfi frekari meðferð í formi
kransæðavíkkunar, aðgerðar eða
lyfjameðferðar, en í mörgum til
vikum reynist fólk líka ekki hafa
neinar alvarlegar þrengingar,“ segir
hún.
Ávallt forgangur í bráðri neyð
Að sögn Ingibjargar má flokka
þau sem þurfa á hjartaþræðingu
að halda í þrjá hópa. „Í fyrsta lagi
er um að ræða sjúklinga með bráð
hjartavandamál eins og bráða
kransæðastíflu, sem þurfa að
koma í hjartaþræðingu og víkkun
eins fljótt og auðið er ef grunur er
um algjöra lokun á kransæð. Í öðru
lagi er um að ræða inniliggjandi
sjúklinga með vægari hjartaáföll
sem fara oft í þræðingu samdægurs
eða næsta dag. Þriðji f lokkurinn
eru sjúklingar með einkenni um
blóðþurrð í hjarta eins og brjóst
verk við áreynslu sem eru innkall
aðir á dagdeild Hjartagáttar.“
Annars vegar er því um að ræða
bráðatilfelli og hins vegar ein
staklinga sem settir eru á biðlista
eftir hjartaþræðingu. „Í bráða
tilfellum koma einstaklingar
með sjúkraflutningi beint inn á
hjartaþræðingastofu eftir símtal
við neyðarlínuna 112. Í sumum
tilfellum leita einstaklingar sjálfir
á bráðamóttöku en eru þá fluttir
samstundis til okkar.
Í bráðum tilfellum fá ein
staklingar forgang í kransæða
þræðingu og utan dagvinnutíma er
hjartaþræðingateymið kallað út:
hjartalæknir, hjúkrunarfræðingur/
geislafræðingur og lífeindafræð
ingur. Ef um er að ræða lokaða æð
þá er hún opnuð sem fyrst til að
veita blóðflæði til hjartavöðvans
aftur,“ segir Edda.
„Sé æðin stífluð er kransæða
víkkunar þörf, enda er bráð krans
æðastífla lífshættulegt ástand. Æð
sem helst lengi stífluð getur valdið
óafturkræfum skaða á þeim vöðva
sem hún leiðir til. Því fyrr sem æð
er opnuð, því minni verður skað
inn. Grannur leiðarvír er leiddur
í gegnum stífluna og æðin víkkuð
með belg. Stoðnet er svo þanið út
til að halda æðinni opinni. Einnig
er sjúklingi gefið lyf til að hindra
blóðflögumyndun og hann fluttur
á hjartadeild þar sem hann dvelur
í nokkra daga. Í kjölfarið hlýtur
einstaklingur svo viðeigandi lyfja
meðferð, sjúkraþjálfun og fræðslu,“
segir Ingibjörg.
Biðlistinn í góðum farvegi
Ef ekki er um að ræða bráðatilfelli
er einstaklingur settur á biðlista
eftir hjartaþræðingu. „Stærstur
hluti aðgerða sem við gerum er
á einstaklingum sem koma í val
kvæða aðgerð vegna tilvísunar frá
hjartalækni. Þessir einstaklingar
eru settir á biðlista og tilfellum
er forgangsraðað eftir bráðleika,“
segir Ingibjörg.
„Vel hefur gengið hjá okkur að
halda biðlistanum í góðum farvegi
og er biðin eftir aðgerð um það bil
4–8 vikur, en styttri ef ástandið
er brýnt. Á síðasta ári voru
framkvæmdar alls 1.655 hjarta
þræðingar, en af þeim voru 1.620
kransæðaþræðingar. Tæplega átta
hundruð þurftu svo kransæða
víkkun. Í rúmlega helmingi tilfella
var því ekki þörf á víkkun þó svo
einstaklingar hafi verið með ein
kenni kransæðaþrengingar. Aðrir
hafa farið í hjartaþræðingu sem
hluta af uppvinnslu vegna annarra
sjúkdóma, eins og hjartabilunar
eða hjartalokusjúkdóma“ segir
Edda.
Ekki hika við að hringja í 112
Hvernig þekkir maður einkenni
kransæðastíf lu?
„Helstu einkenni kransæða
stíflu eða hjartaáfalls geta verið
þungur verkur í brjóstinu, sumum
finnst eins og það sé þungt farg
yfir brjóstinu. Einkennin geta
þó verið mjög mismunandi. Þau
geta líka fundist í hálsi eða lýst sér
eins og mjög slæmur brjóstsviði.
Stundum leiðir verkur út í hand
legg eða bak, jafnvel í kjálka eða
tennur. Stundum fylgir þessu
mæði, ógleði eða yfirliðskennd.
Við viljum ítreka að ef fólk finnur
fyrir slæmum verk sem stendur
yfir í nokkrar mínútur eða lengur,
þá á það hiklaust að hringja í 112,“
segir Ingibjörg.
„Ef það reynist sterkur grunur
um kransæðastíflu er sendur
sjúkrabíll á staðinn. Við erum
heppin að eiga færa bráðaliða og
sjúkraflutningafólk sem getur gert
hjartalínurit í heimahúsi og greint
kransæðastíflu. Ef grunur reynist á
rökum reistur er hjartaþræðinga
teymið ræst út og við tökum á móti
sjúklingnum þegar hann kemur á
deildina. Það er gríðarlega mikil
vægt að fólk leiti sér aðstoðar hvar
sem það er statt á landinu og hve
nær sólarhringsins sem er. Ef fólk
er statt úti á landi er því oft gefin
segaleysandi meðferð á meðan það
er flutt með sjúkrabíl eða sjúkra
flugi á Landspítalann,“ segir hún.
Er algengt að fólk veigri sér við
að leita sér aðstoðar í tilfelli krans-
æðastíf lu?
„Sem betur fer er það ekki
algengt. En við höfum samt alltaf
áhyggjur af því þegar neikvæðar
fréttir um stútfullar bráðamót
tökur spítalanna eru jafn algengar
og þær eru, að fólk hugsi sig tvisvar
um áður en það leitar aðstoðar í
neyðartilfellum,“ segir Ingibjörg.
Vitundarvakningar þörf
Að sögn Ingibjargar þarf að verða
vitundarvakning um kransæða
sjúkdóma hjá öllum. „Kransæða
sjúkdómar spyrja hvorki um
kyn né aldur þrátt fyrir að þeir
séu algengastir hjá ákveðnum
samfélagshópum. Helstu áhættu
þættir eru meðal annars sykursýki,
reykingar og aldur.
Sem betur fer hafa lífslíkur hjá
fólki sem fær kransæðasjúkdóma
aukist á undanförnum árum, til
að mynda vegna minni reykinga,
betri meðhöndlunar á háum
blóðfitum og háþrýstingi, góðs
árangurs af aðgerðum, lyfjameð
ferð og fleira. Það er þó athyglis
vert að lífslíkurnar hafa aukist ívið
meira hjá körlum en konum.
Ýmsar ástæður eru fyrir þessu.
Að jafnaði lifa konur lengur en
karlar og fá kransæðasjúkdóma
tíu árum síðar en karlar. Bráð
dánartíðni er því heldur hærri hjá
konum sem kann að hluta til að
vera því þær eru eldri við grein
ingu og líklegri til að hafa aðra
sjúkdóma. Hér er því ekki endilega
verið að bera saman alveg sam
bærilega hópa og ef leiðrétt er fyrir
þessu þá sést að horfur kvenna
eru nokkuð góðar. Þar sem sjúk
dómurinn er algengari hjá körlum
en konum er því miður hætta á að
fólki gruni síður hjartasjúkdóma
hjá konum heldur en körlum og
þær þá ranggreindar með brjóst
sviða, gigtarverki eða annað því
einkennin geta verið lúmsk.
Önnur ástæða getur verið sú að
einkenni kransæðaþrengingar
hjá konum eru oft óræðari en hjá
körlum. Rannsóknir erlendis hafa
sýnt fram á að lífslíkur karla sem
búa með konum, eru meiri en ef
þeir búa einir. Kannski vegna þess
að konurnar kalla á hjálp fyrir
þá eða segja þeim að leita læknis.
Sama á kannski ekki við um konur,
hvort sem það er af því að þær
leiti ekki aðstoðar eða fólk gruni
síður að þær hafi hjartasjúkdóm.
Hjá konum eru einkennin oftar
almenns eðlis og útbreiddari á
meðan karlar fá oftar dæmigerðan
brjóstverk. Það sem er þó gott að
vita er að við höfum gert rannsókn
sem sýnir að þegar að konur koma
í kransæðamyndatöku og eru með
þrengingar, fá þær alveg sambæri
lega meðferð og karlar. Við reynum
að taka vel á móti öllum,“ segir
Ingibjörg að lokum. n
Lífslíkur aukast
með hverri mínútu
Edda Trausta-
dóttir (t.v.) er
deildarstjóri
hjartaþræðinga-
stofu Land-
spítalans og
Ingibjörg J. Guð-
mundsdóttir
(t.h.) er yfir-
læknir hjarta-
þræðingastofu
Landspítalans.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
8 3. febrúar 2023 FÖSTUDAGURHJARTAÐ ÞITT 2023