Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 2
Sátti hefur ekki heim- ild til að semja svona við einhverja svona konu úti í bæ. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttar- dómari Saga Matthildur vann Saga Matt hildur Árna dóttir var í gærkvöld krýnd sigur vegari Idol stjörnu leitar Stöðvar 2. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga áður keppt í söng, en 2015 keppti hún í Söngva keppni fram halds skólanna fyrir hönd Fjöl brauta skólans í Garða bæ. Saga er 24 ára og stundar nám við Há skóla Ís lands í tóm stunda- og fé lags- fræði og starfar í fé lags mið stöð. Í sam tali við Frétta blaðið fyrir úr slita kvöldið sagðist hún ekki hafa búist við að komast í úr slitin. Mynd/VilhelM RÁÐSTEFNA Í tilefni af 10 ára afmæli Gleym mér ei styrktarfélags verður efnt til ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og er í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. 19. APRÍL 2023 Á HILTON NORDICA OG Í STREYMI Kaupa miða: https://gmeradstefna.is/ Þráinn Árni Baldvins- son, kennari og tónlistar- maður, hefur verið að kenna erlendum börnum íslensku í gegnum tónlist. Þekkingarnet Þingeyinga vildi prófa sömu aðferð fyrir fullorðna og hófst kennsla í vikunni með uku- leleleik og söng. benediktboas@frettabladid.is Samfélag „Maður lærir betur að syngja um hlutina frekar en að tala um þá. Maður kann til dæmis að syngja með Rammstein en það er erfiðara að setjast niður með bók og lesa þýsku,“ segir Þráinn Árni Bald- vinsson, kennari og tónlistarmaður. Þráinn hefur þróað kennsluað- ferð þar sem hann kennir nýbúum íslensku í gegnum tónlist. Tilraunaverkefni tónlistarskóla Þráins, Tónabrúar, og Þekkingar- nets Þingeyinga, hófst á mánudag á Húsavík. Þráinn verður með tvo hópa, annars vegar í staðnámi og hins vegar í fjarnámi. „Þetta er fólk sem kann enga íslensku og ætlar að læra íslensku mestmegnis í gegnum tónlistina. Ég er núna búinn að hitta hóp á hverju kvöldi í heila viku og kenna honum á ukulele og svo erum við að spila og syngja. Allt frá barnalögum og upp í nánast hvað sem er. Í næstu viku byrjar fjarkennslan og þá kemur fólk frá Þórshöfn, Mývatnssveit og annars staðar að norðan, sem fær sent ukulele til sín og hittir mig á Zoom. Allir fá tíu klukkutíma,“ segir Þráinn. Verkefnið fékk styrk úr Þróunar- sjóði framhaldsfræðslu sem er fræðslusjóður atvinnulífsins en hugmyndin kviknaði hjá Þráni með Erlu Guðrúnu Gísladóttur þegar þau kenndu saman í Norðlingaskóla. Erla stýrir íslenskukennslu fyrir erlend börn í Breiðholtsskóla og er Dóra Ármannsdóttir með honum í þessu verkefni. „Þetta er sama aðferðafræði sem við Erla notuðum og gerðum með krakkana og er eitthvað sem maður þekkir sjálfur. Flest allt sem maður kann í öðrum tungumálum er í gegnum tónlist. Maður kann til dæmis Meistari Jakob á frönsku. Dóra tekur svo við hópnum og kafar betur ofan í textana sem við erum að syngja. Við vorum til dæmis að syngja Upp á fjall í vik- unni og fólk tengir við það.“ Að sögn Þráins er hópurinn sem hann er með ákaflega móttækilegur fyrir íslenskunni. „Þau spila lög sem þau fíla. Ein stelpa frá Kanada sem er hjá mér hlustar til dæmis á Kaleo þannig að hún ákvað að hlusta á Vor í Vagla- skógi með þeim,“ segir Þráinn. Til að læra tungumál segir Þráinn að bara eigi að gera það sem við- komandi hafi áhuga á. „Hvort sem það er tónlist eða myndmennt eða eitthvað álíka. Svo er hægt að kenna viðtengingarhátt,“ segir Þráinn. n Kennir nýbúum íslenskuna með ukulele sem leynivopn Meistari Jakob á frönsku Frère Jacques, frère Jacques Dormez vous, dormez vous Sonnez les matines, sonnez les matines, Ding ding dong, ding ding dong. Þráinn ásamt nemendum sínum sem koma frá Brasilíu, Kanada, Tékklandi, Spáni og Englandi. Mynd/Aðsend bth@frettabladid.is DómStólar Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að ríkis- sáttasemjara sé ekki lagalega stætt á að semja við Sólveigu Önnu Jóns- dóttur, formann Ef lingar, um að ekki verði borið undir dómstóla ef Landsréttur synjar sáttasemjara um aðgang að félagaskrá. „Þessi embættismaður íslenska ríkisins hefur enga heimild til að afsala sér dómstólavernd. Íslensk lög veita honum heimildir til að gæta réttar almennings og honum ber að nýta þær,“ segir Jón Steinar um Aðalstein Leifsson ríkissátta- semjara. Jón Steinar segir að Aðalsteini beri að reyna að semja við „kröfu- gerðarkonuna í verkalýðshreyf- ingunni“, eins og hann kallar Sól- veigu Önnu. En ef Landsréttur synji honum um aðgang að félagaskrá verði að bera þá niðurstöðu undir dómstóla. „Sátti hefur ekki heimild til að semja svona við einhverja svona konu úti í bæ,“ segir Jón Steinar. Jón Steinar segist engin dæmi vita um að embættismaður hafi áður samið við „þann sem óróanum veldur“ um að sá verði ekki fyrir frekari truflun. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem svona kemur upp,“ segir hann. Fólkið í landinu verði að geta treyst að mál séu borin undir dómstóla ef lög kunna að vera brotin. „Ég ráðlegg ríkissáttasemjara að lýsa því yfir að hann geti ekki staðið við svona samkomulag.“ Jón Steinar segist þó vona að Landsréttur staðfesti héraðsdóm, því að þar með yrði málinu lokið. n Ríkissáttasemjari fari ekki að lögum Þau spila lög sem þau fíla. Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður og kennari gar@frettabladid.is náttúruvá Tveir skjálftar yfir þremur að stærð urðu undan Reykjanesi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Urðu fimmtán skjálftar yfir tveimur á stuttum tíma. Samkvæmt fyrstu mælingum var stærsti skjálftinn 3,7 að styrkleika og varð hann klukkan 19.45. „Er þetta stærsti skjálfti sem orðið hefur á þessu svæði frá því eldgosið í Meradölum hófst í byrjun ágúst á síðasta ári,“ sagði um þann skjálfta á Facebook-síðu Eldfjalla- og nátt- úruvárhóps Suðurlands rétt eftir að hrinan hófst. Ekki höfðu orðið aðrir skjálftar yfir þremur að stærð áður en Fréttablaðið fór í prentun. n Skjálftar hafnir á ný við Reykjanes 2 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.