Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 4
Það er skýr afstaða
íslenskra stjórnvalda
að gerðin verður ekki
tekin upp í EES-samn-
inginn án þess að tekið
sé tillit til íslenskra
aðstæðna.
Úr svari utanríkisráðuneytisins
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra
• Kjark til að tala um eigin líðan og annarra
• Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
*Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_121322
Námskeið hefjast:
10 til 12 ára 12. júní 9.00 -13.00 átta virka daga í röð
13 til 15 ára 20. febrúar 17.00 - 20.30 einu sinni í viku, 9 skipti
16 til 19 ára 9. ágúst 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 15. febrúar 18.00 -22.00 einu sinni í viku, 9 skipti
Dale Carnegie fyrir ungt fólk
Forsætisráðuneytið óttast að
traust erlendra stjórnvalda
til þeirra íslensku skaðist
ef almenningur fær að lesa
um viðbrögð ESB við ósk
um afslátt á losunargjöldum
vegna flugs. Ísland sagt hóta
neitunarvaldi ef ESB veitir
ekki undanþágu.
bth@frettabladid.is
StjórnSýSla Forsætisráðuneytið
hefur hafnað beiðni Fréttablaðsins
um að fá aðgang að gögnum sem
tengjast bréfi sem Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra sendi Evr-
ópusambandinu um kostnað við
losun frá millilandaflugi.
Fréttablaðið fékk upplýsingar
um að Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, hefði
svarað bréfi forsætisráðherra. Með
vísan til upplýsingalaga falaðist
Fréttablaðið eftir svarbréfi Ursulu
frá ráðuneytinu en mat ráðuneytis-
ins er að ekki sé unnt að verða við
beiðninni.
Forsætisráðuneytið vísar til
ákvæðis í upplýsingalögum þar
sem segir að hægt sé að takmarka
aðgang almennings að gögnum sem
geymi upplýsingar um samskipti
við önnur ríki eða fjölþjóðastofn-
anir „þegar mikilvægir almanna-
hagsmunir krefjast“.
Bréfið frá Ursulu feli í sér upplýs-
ingar um yfirstandandi samskipti
íslenska ríkisins við önnur ríki eða
fjölþjóðastofnanir.
„Er það mat ráðuneytisins að
verði það afhent sé hætta á að traust
erlendra stjórnvalda eða alþjóða-
stofnana til íslenskra stjórnvalda
skaðist og að af hending bréfsins
muni því torvelda téð samskipti.“
Málið virðist funheitt nú um
stundir. Fréttablaðið sendi utanrík-
isráðuneytinu fyrirspurn um hvort
rétt væri sem fram kom í norska
blaðinu Dagsavisen að íslensk
stjórnvöld hefðu hótað að beita
neitunarvaldi í sameiginlegri EES-
nefnd fengi Ísland ekki undanþágu
frá gjöldum vegna losunar frá flugi.
Í svari ráðuneytisins segir að aldr-
ei hafi komið til þess að EFTA-ríkin
innan EES hafi þurft að hafna upp-
töku ESB-löggjafar sem falli undir
gildissvið hans innan samnings.
„Á hinn bóginn hafa oft verið gerð
skilyrði fyrir upptöku slíkrar lög-
gjafar sem síðan leiða til samninga-
viðræðna við ESB. Þegar aðilar eru
ásáttir um með hverjum hætti við-
komandi löggjöf skal gilda í EFTA-
ríkjunum er svo tekin ákvörðun um
að taka gerðina upp í samninginn á
vettvangi sameiginlegu EES-nefnd-
arinnar, en samþykki Íslands er
skilyrði fyrir slíkri ákvörðun,“ segir
í svari ráðuneytisins.
Í svarinu segir enn fremur að ESB-
ríkin og Evrópuþingið hafi náð sam-
komulagi um niðurstöðu „sem tekur
ekki nægjanlegt tillit til þeirra sér-
stöku aðstæðna sem eru á Íslandi“
þar sem flug er eina leiðin til og frá
landinu en hvorki lest né strætó.
„Íslensk stjórnvöld munu halda
áfram að vinna að lausnum nú
þegar ESB hefur afgreitt gerðina sín
megin og til álita kemur með hvaða
hætti hún verður tekin upp í EES-
samninginn. Það er skýr afstaða
íslenskra stjórnvalda að gerðin verð-
ur ekki tekin upp í EES-samninginn
án þess að tekið sé tillit til íslenskra
aðstæðna.“
Utanríkisráðherra hefur skipað
starfshóp sérfræðinga sem mun
skoða leiðir og aðlaganir við upp-
tökuna sem hafi sem minnsta
röskun á samkeppnisskilyrðum
í för með sér. Stjórnvöld eru sögð
hafa mestar áhyggjur af áhrifum
fyrirhugaðrar losunargjaldtöku á
framtíð Kef lavíkurf lugvallar og
Ameríkuflugsins. n
Neita að afhenda svarbréf frá ESB og
krefjast að Ísland fái EES-sérmeðferð
Harka virðist
hlaupin í sam-
skipti íslenskra
stjórnvalda við
ESB vegna los-
unarskatta sem
íslenska ríkið
vill sleppa við.
Deilan varðar
einkum milli-
landaflugið.
fréttablaðið/
ernir
tölur vikunnar |
Þrjú í fréttum |
20
milljörðum króna
var varið í auglýsingar
á Íslandi í fyrra.
50
prósent þeirra sem
taka ökupróf standast
það í fyrstu tilraun.
5.000
manns munu starfa
fyrir Icelandair í sumar
samkvæmt áætlun
félagsins.
7,8
reyndist styrkur jarð-
skjálftans í Tyrklandi
síðastliðinn sunnudag.
500
manns eru nú í Evr-
ópuhreyfingunni sem
vill þjóðaratkvæði um
Evrópusambandsaðild.
Sélim Sarii-
brahimoglu
kjörræðismaður
Íslands í Ankara
sagði jarðskjálft-
ann í Tyrklandi
á sunnudag hafa
komið á mjög erf-
iðum tíma. Veturinn var harður og
efnahagsaðstæður erfiðar. „Þó svo
að þetta sé hörmulegur atburður
þá held ég að samstaðan sem ríkir
milli fólksins á svæðinu og fólksins
úti um allt Tyrkland sé það sterk
að Tyrkir muni sigrast á þessum
hörmungum,“ sagði Sélim.
Sigfús
Sigurðsson
fisksali í Fiskbúð
Fúsa
hefur gaman
af því að finna
upp ný nöfn
á fiskinn sem
hann hefur á boðstólum. Langa í
gyros er „Grískur harmleikur“ og
nýjar gellur eru „Fresh babes“ upp
á ensku. „Hákarlinn er kallaður
„Jaws“. En ekki hvað?“ sagði Sigfús.
„Maður er náttúrlega enn þá bara
tíu ára þannig að það kemur ýmis-
legt upp í þennan haus.“
Kári
Stefánsson
forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar
gagnrýndi
ummæli nær-
ingarfræðingsins
Vilborgar
Kolbrúnar Vilmundardóttur um
að vísindaleg rök styddu hvorki
skilgreiningu á offitu sem sjúk-
dómi né notkun megrunarlyfja.
„Offitu fylgir gífurlega aukin hætta
á hjartabilun, lifrarskemmdum,
sykursýki fullorðinna, kæfisvefni,
slitgigt hjá ungu fólki og alls konar
krabbameinum,“ sagði Kári og
kvað Vilborgu „alveg gjörsamlega
úti í mýri“. n
Katrín
Jakobsdóttir,
forsætisráð-
herra
4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023
LAUGArDAGUr