Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 6
Pólverjar vinna 400 stundum lengur en Íslendingar. GRÆNLANDSSJÓÐUR Grænlandssjóður auglýsir eftir styrkumsóknum í sjóðinn. Nánari upplýsingar er að finna á vef stjórnarráðsins, www.mvf.is/gronlandsfonden. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2023. 9. febrúar 2023 Stjórn Grænlandssjóðs lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Valentínusardagurinn er næsta þriðjudag og um helg- ina býðst gestum og gangandi í Kringlunni að fá aðstoð ljóðskálds við að skrifa ástarbréf til sinna heittelskuðu. Að því loknu munu þau geta sent bréfið ókeypis í sér- stökum póstkassa sem staðsettur er í Kringlunni alla helgina og fram að Valentínusardeginum. Vilborg Ásta Árnadóttir, mark- aðssérfræðingur hjá Póstinum, segir að hjartapóstkassinn hafi vakið mikla athygli í Kringlunni í fyrra og að margir hafi nýtt tækifærið og sent bréf í tilefni af Valentínusar- deginum. Tveir gamlir póstkassar fengu nýtt líf og með hjálp góðra manna voru þeir skeyttir saman og þeim breytt í hjarta. „Fólk staldraði við, tók sér penna í hönd og skrifaði ástarkveðju á póstkort. Í ár ætlum við að ganga enn lengra því nú getur fólk fengið aðstoð hjá ljóðskáldi ef ritstíf la skyldi gera vart við sig,“ segir hún en skáldið verður til taks á milli 13 og 16 í dag. „Við útvegum kortin og sendum frítt um allt land. Þar að auki mun öllum hjartaknúsurum lands- ins, sem komast ekki í Kringluna, bjóðast að póstleggja ástarbréf frítt á öllum pósthúsum, aðeins á Val- entínusardaginn sjálfan,“ segir Vil- borg sem hvetur alla til að senda ást- vinum sínum hjartnæma kveðju. n Ljóðskáld aðstoðar með ástarbréfin Gamlir póstkassar fá nýtt líf í Kringlunni um helgina. MYND/AÐSEND kristinnhaukur@frettabladid.is veiði Hreindýraveiðileyfi hækka um 20 prósent í verði milli ára og veiðileyfum er fækkað um 10 pró- sent. Samdrátturinn skýrir verð- hækkunina að sumu leyti, en einnig uppsöfnuð þörf og halli hreindýra- sjóðs á síðasta ári. Leyfi til að skjóta tarf hækkar úr 150 í 180 þúsund krónur og úr 86 í 103 þúsund krónur fyrir kú. Þetta er 20 prósenta hækkun en verðlag hefur hækkað um tæp 10 prósent á árinu. 901 veiðileyfi verður gefið út samanborið við 2022. Nokkur kergja er meðal skot- veiðimanna yfir hækkuninni ef marka má umræðuna á samfélags- miðlum. Til dæmis er það nefnt að veiðar grisji hreindýrastofninn. „Okkur ber lagaleg skylda til að leggja fram gjald sem dekkar kostnað við stjórnsýslu, rannsóknir og vöktun,“ segir Bjarni Jónasson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun sem kemur með tillögur að verði og kvóta fyrir ráðuneytið á hverju ári. „Þegar kvótinn minnkar minnka peningarnir en umfangið er áfram það sama,“ segir hann. Hefur kostnaður við umsýslu á kerfinu öllu hækkað en veiðileyfa- gjaldið hafi verið óbreytt frá árinu 2018. Það ár voru gefin út 1.450 veiðileyfi. Bjarni segir að þörfin á hækkun sé uppsöfnuð og hafi komið niður á hreindýrasjóðnum í fyrra, en þá var tap á honum. Þenn- an halla þurfi að leiðrétta. „Kvótinn er reiknaður út frá taln- ingum. Það eru færri dýr en hafa verið,“ segir Bjarni spurður hvers vegna leyfunum fækki. Munar þar mestu um hreindýr á svæði númer 2 af 9, sem er Fljótsdalshreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, næststærsta svæðið. Í fyrra mátti veiða 170 hreindýr á svæði 2 en nú er kvótinn aðeins 30. n Óánægja skotveiðimanna eftir mikla hækkun hreindýraveiðileyfa NÝSKÖPUN MÁNUDAG KL. 19.30 OG AFTUR KL. 21.30 Það mun kosta 180 þúsund að fella tarf og 103 að fella kú í ár. FréttAblAÐiÐ/ VilhElM ser@frettabladid.is ATviNNULÍF Vinnustundum á Íslandi hefur að meðaltali fækkað um 26,6 prósent á hvern vinnandi mann frá árinu 1970, en almennt gætir sömu þróunar víða um lönd. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags atvinnulífsins um þróunina á vinnumarkaði hérlendis, en hún var kynnt á ráðstefnu félagsins í vikunni. Þar segir að samkvæmt saman- burðartölum Framfara- og efna- hagsstofnunarinnar, OECD, sé árlegt vinnuframlag hvers vinnandi ein- staklings á Íslandi um 1.433 vinnu- stundir á ári. Svíar og Norðmenn vinni álíka margar vinnustundir á ári og Íslendingar, en Danir nokkuð minna. Til samanburðar megi nefna að Kóreubúar vinni um 1.915 vinnu- stundir á ári og Pólverjar um 1.850 stundir á ári. „Þetta þýðir að Pólverj- ar í Póllandi vinna að öðru óbreyttu ríflega 400 stundum lengur á hverju ári en Íslendingar,“ segir í saman- tektinni. n Vinnustundum fækkaði um fjórðung Þingmenn gjalda varhug við stórfjölgun ríkisstarfsmanna, óralangt frá því sem gerst hefur á almennum vinnu- markaði. Forréttindi ríkis- starfsmanna beri að afnema. ser@frettabladid.s STJÓRNSÝSLA Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir löngu tímabært fyrir ríkisvaldið að stíga á bremsurnar í mannaráðningum. „Fjölgun ríkisstarfsmanna er með öllu ósjálfbær,“ segir Ólafur Steph- ensen, en félagið sem hann veitir forstöðu efndi til ráðstefnu fyrr í vikunni undir heitinu Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar var ný skýrsla kynnt sem sýnir að hvergi í atvinnulífinu fjölgar starfsfólki jafn gríðarlega og hjá ríkinu. Þar segir að á árabilinu 2015 til 2021 hafi opinberum starfsmönn- um fjölgað um 11.400. Samkvæmt þeim tölum hefur fjöldi opinberrra starfsmanna aukist um ríflega 21,4 prósent á þessum sex árum. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um þriggja prósenta aukning. Fjölgunin er mest í opinberri stjórn- sýslu en þar hefur starfsmönnum fjölgað um 4.600 frá árinu 2015. Það er um 60 prósenta aukning á sex árum. „Hér þarf að staldra við,“ segir Ólafur enn fremur. „Samkeppni rík- isins um mannauðinn er orðin hörð og óvægin, og þar fyrir utan ójöfn,“ bendir Ólafur á. „Launin hjá ríkinu og einkafyrirtækjum eru nú svipuð, en vinnutíminn betri hjá ríkinu, svo og lífeyrisréttindin.“ Ólafur spyr í ljósi þessa hver rökin séu fyrir því að viðhalda uppsagnar- vernd ríkisstarfsmanna. „Það þarf enn þá stjórnvaldsákvarðanir til að ráða og reka ríkisstarfsmenn sem gerir allt mannahald þungt í vöfum,“ bætir hann við. Undir það síðastnefnda tekur Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf- stæðisf lokksins. „Rökin fyrir for- réttindum ríkisstarfsmanna halda ekki lengur. Það á að afnema þau,“ segir Óli Björn. „Það eiga sömu rétt- indi að gilda á almennum og opin- berum vinnumarkaði,“ bætir hann við og kveðst deila áhyggjum með þeim sem segja ríkisstarfsmönnum fjölga um of. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs- dóttir, þingmaður Viðreisnar, segist heyra æ f leiri kvartanir úr einka- geiranum vegna þessarar fjölgunar ríkisstarfsmanna. „Einkafyrirtækin geta ekki lengur keppt við ríkið.“ En stóra myndin sé hvað stjórn- völd geri sjálf. „Ríkisstjórnin fjölgar ráðuneytum sem kostar þjóðarbúið að minnsta kosti tvo milljarða króna á sama tíma og fjárlög eru rekin með 119 milljarða króna halla. Þetta tvennt verður ekki skilið í sundur. Það eru engin merki um skynsemi í hagstjórninni,“ segir hún. Þá efast hún um að fjölgun ríkis- starfsmanna rati á rétta staði. „Mér er algerlega til efs að spítalar og lög- gæsla njóti þessa stóraukna mann- auðs,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunn- laugsdóttir og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að gera hér betur en að skrifa bara greinar í Morgunblaðið um nauðsyn þess að minnka báknið. n Fjölgun ríkisstarfsmanna sögð fullkomlega ósjálfbær Frá 2015 til 2021 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 11.400. Hefur fjöldi opinberra starfsmanna aukist um ríflega 21,4 pró- sent á þessum sex árum. FréttAblAÐiÐ/ SigtrYggur Ari Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA Óli Björn Kára- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokks Þorbjörg Sig- ríður Gunn- laugsdóttir, þingmaður Viðreisnar 6 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 LAUGArDAGUr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.