Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 8

Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 8
Við þurfum að hafa meira fyrir hverri björgun. Frið finnur F. Guð munds son, að gerða stjórnandi íslenska björgunarhópsins Meiri streita og erfið- leikar auka á valdníðsl- una heima fyrir. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, Óvíst er hvað þetta torg á Vífilsstaðavegi mun heita. kristinnhaukur@frettabladid.is garðabær Menningar- og safna- nefnd Garðabæjar leggur til að hringtorg bæjarins verði nefnd eftir fyrrverandi forsetum lýð- veldisins. Bæjarstjórn fól nefnd- inni að að fjalla um tillögu sína um að hringtorgin verði nefnd og þau fegruð. Samkvæmt þessu verða torgin nefnd Sveinstorg, Ásgeirs- torg, Kristjánstorg, Vigdísartorg og Ólafstorg. Verði merkingarnar áberandi og útilistaverk sett upp með innblæstri frá tíðaranda þess tíma sem hver forseti gegndi emb- ætti. Guðni Th. Jóhannesson forseti verður hins vegar að bíða eftir sínu torgi. Í minnisblaði nefndarinnar segir að horft sé til sögu Bessa- staða sem sé samofin sjálfstæðis- baráttu íslensku þjóðarinnar. „Að hafa aðsetur forseta lýðveldisins í bænum er nokkuð sem nefndin telur bæjarsóma og full ástæða til að minna á sögu forsetaembættis- ins í bæjarlandinu og merkilega áfanga í sjálfstæðisbaráttunni,“ segir enn fremur. En torgin eru fleiri en forsetarnir. Því leggur nefndin til að önnur torg fái nöfn tengd merkum áföngum í sjálfstæðisbaráttunni. Muni þau heita Fullveldistorg, Heimastjórnar- torg, Sjálfstæðistorg, Lýðveldistorg og Forsetatorg. Hvað fegrun og skreytingar varðar verði sóttur inn- blástur í náttúru Íslands og þjóðlegar áherslur. 80 ára afmæli lýðveldisins sé á næsta ári og best væri að vígja Lýðveldistorg þá um sumarið. n Forsetar heiðraðir með hringtorgum 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 100,0% 90,0% 80,0% 70,0% 60,0% 50,0% 40,0% 30,0% 20,0% 10,0% 0,0% 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 n Ofbeldi n Heimilisofbeldi n Hlutfall Fj öl di b ro ta Hlutfallsleg þróun heimilisofbeldis sem hluti af ofbeldisbrotum H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Auglýst er eftir umsóknum um árlega styrki úr Barna- menningarsjóði Íslands. Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka og er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, t.d. að stofnanir leiti samstarfs við skapandi fólk fremur en við aðrar stofnanir. Ef umsækjandi hefur þegar hlotið styrk úr sjóðnum kemur ný umsókn ekki til álita nema að loka- eða áfangaskýrslu sé skilað fyrir umsóknarfrest. Umsóknarfrestur rennur út 3. apríl 2023 kl. 15.00. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018. Reglur sjóðsins, umsóknargögn og skýrsluform er að finna á barnamenningarsjodur.is. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 515 5800, barnamenningarsjodur@rannis.is Styrkir úr Barnamenningarsjóði Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2023 Heimilisofbeldi var innan við fjórðungur skráðra ofbeldis- brota í bókum lögreglunnar 2014, en sjö árum seinna upp undir helmingur af þeim. Vitundarvakning hefur orðið hvað málaflokkinn varðar, segir talskona Stígamóta. ser@frettabladid.is LÖgregLumáL Fjöldi ofbeldisbrota hefur aukist verulega hér á landi á síðustu árum, að því er fram kemur í samantekt ríkislögreglustjóra sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Sérstaka athygli vekur hvað hlutur heimilisof beldis í þessum brotaflokki hefur aukist hlutfalls- lega mikið, en frá 2014 til ársins 2021, þegar nýjustu staðfestu tölur eru teknar saman, hefur orðið meira en þreföldun í skráðum brotum af því tagi. „Það hefur orðið vitundarvakn- ing hvað heimilisof beldið varðar,“ segir Steinunn Gyðu og Guðjóns- dóttir, talskona Stígamóta, mið- stöðvar fyrir þolendur kynferðis- of beldis, „en æ f leiri brotaþolar átta sig á því að það sem er að gerast heima hjá þeim er ekkert annað en heimilisofbeldi,“ bætir hún við. „Eftir því sem f leiri hafa stigið fram og tjáð sig um heimilisofbeldi eiga f leiri auðveldara með að taka til máls og segja sína sögu,“ segir Steinunn og bætir því við að opin umræða geri það að verkum að fleiri geta speglað sig í vandanum. „Þá segir fólk: Þetta er ekki í lagi.“ Eins og meðfylgjandi tafla sýnir var hlutur heimilisof beldis í til- kynntum ofbeldisbrotum vel innan við fjórðungur þeirra árið 2014, en var kominn upp undir helming þeirra sjö árum seinna, árið 2021. Fjölg un tilk y nntra heimil- isofbeldisbrota var veruleg í byrjun þessa árabils, meira en tvöfaldaðist á milli áranna 2014 og 2015, en athygli vekur svo hvað skráðum ofbeldis- brotum á heimilum landsmanna fjölgaði að miklum mun eftir að heimsfaraldurinn Covid-19 tók að skekja samfélagið árin 2020 og 2021. „Það liggur í hlutarins eðli að ef allir eru fastir heima hjá sér þá eykst heimilisof beldi,“ segir Stein- unn. „Það er vel þekkt mynstur að ofbeldi eykst þegar kreppir að. Það er nú einu sinni svo að meiri streita og erfiðleikar auka á valdníðsluna heima fyrir,“ segir Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir. n Tilkynnt heimilisofbeldi þrefaldast á tæpum áratug Hlutur heimilisofbeldis í tilkynntum ofbeldisbrotum var minni en fjórðungur 2014, en var kominn upp undir helming sjö árum síðar. Fréttablaðið/Getty Íslenski björgunarhópurinn dvelur í þessum búðum í Tyrklandi. Mynd/aðsend benediktarnar@frettabladid.is bjÖrgun Enn er verið að bjarga fólki úr rústum í Tyrklandi og Sýr- landi eftir jarðskjálfta sem reið yfir á sunnudag. Tala látinna er nú komin í yfir 22 þúsund manns, flestir í Tyrklandi. Erfiðlega gengur að koma björgunarstarfi í gang í Sýrlandi enda innviðir í rústum eftir borgarastyrjöld. Atli Viðar Thorstensen, sviðs- stjóri alþjóðasviðs hjá Rauða kross- inum, segir að Rauði hálfmáninn í Tyrk landi og Sýr landi hafi brugðist hratt við með skipu lögðu neti sjálf- boða liða og starfs manna sem fóru strax og veittu lífs bjargandi að stoð. „Að stæður í Sýr landi til björg- unar- og upp byggingar starfs eru án efa erfiðari heldur en í Tyrk landi vegna þeirra vopnuðu á taka sem lands menn í Sýr landi hafa búið við í meira en ára tug og hafa að miklu leyti lagt inn viði landsins í rúst,“ segir Atli. Frið f innur F. Guð munds son, að gerða stjórnandi íslenska björg- unarhópsins, segir að það séu enn lífsbjarganir í gangi, en þeim hefur fækkað töluvert síðustu daga. „Við þurfum að hafa meira fyrir hverri björgun, en þær eru færri. Það þarf að fara meira fyrir leitarfasa þar sem er verið að nota mynda- vélar, hljóð nema og hunda til að leita í rústunum. Þannig við erum að sjá fasabreytingu,“ segir Frið- finnur. n Björgunarfólkið er að renna út á tíma 8 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.