Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 11
Embætti dómara við Landsrétt
laust til setningar
Dómsmálaráðuneytinu,
10. febrúar 2023.
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til setningar embætti dómara við Landsrétt. Um er að ræða setningu til
sex ára vegna leyfis dómara. Stefnt er að því að setja í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni um-
sækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum, til og með 28. febrúar 2029. Um launakjör fer samkvæmt
lögum um dómstóla nr. 50/2016.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 21. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 970/2020 er
áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum,
3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og
öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra
o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum
við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) almenna og sérstaka starfshæfni, 9) andlegt atgervi og sjálfstæði í
vinnubrögðum, 10) tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn, sem og símanúmer þeirra eða net-
föng, sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækj-
anda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 970/2020 og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og
færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf landsréttardómara.
Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) ferilskrá, 2) afrit af prófskírteinum, 3) afrit dóma í munnlega
fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 4) afrit af stefnu og greinargerð í
málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 5) afrit af úrskurðum stjórnvalda
sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 6) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækj-
anda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 7) Önnur gögn sem
varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem landsréttardómari.
Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 27. febrúar nk. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna
og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með raf-
rænum hætti á netfangið starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu liggur fyrir.
Maðurinn sem réðst inn á
heimili hjóna á Blönduósi
var með haglabyssu skráða
á gjaldþrota fyrirtæki. Nær
hálftími leið uns lögregla kom
á staðinn eftir að heimilis-
fólkið hringdi eftir aðstoð.
benediktarnar@frettabladid.is
lögregla Í gær tilkynnti lögreglan
á Norðurlandi eystra um lok rann-
sóknar á skotárásinni á Blönduósi í
ágúst í fyrra. Þar létust karl og kona
og einn særðist alvarlega.
Málið er nú komið á borð emb-
ættis héraðssaksóknara sem tekur
ákvörðun um framhaldið.
Í ítarlegri færslu á Facebook
greindi lögreglan frá því að rann-
sókn hafi leitt í ljós að árásar-
maðurinn, sem hét Brynjar Þór
Guðmundsson, hafi farið inn um
ólæstar dyr heimili á Blönduósi og
gengið um með afsagaða haglabyssu
og sjö haglaskot meðferðis.
Árásarmaðurinn sá að gestir voru
á heimilinu, fór út úr húsinu og hélt
húsráðandi á eftir honum.
Utandyra kom til orðaskipta
og átaka sem endaði með því að
Brynjar skaut karl, húsráðanda á
heimilinu, í kvið og særði alvarlega.
Fór Brynjar þá aftur inn í húsið og
skaut eiginkonu karlsins í höfuðið
þar sem hún stóð í stofu og lést hún
samstundis.
Náði karlinn sem særðist þá
tökum á árásarmanninum þar sem
hann var að hlaða vopnið inni í
húsinu. Sonur húsráðenda kom til
aðstoðar og náði byssunni af Brynj-
ari og kom til mikilla átaka þeirra á
milli, en Brynjar var með veiðihníf.
Átökin enduðu með því að Brynj-
ar lést. Réttarkrufning leiddi í ljós
að dánarorsök var köfnun vegna
þrýstings á háls og brjóst.
Sonur húsráðenda hringdi í neyð-
arlínuna og var lögreglan komin á
vettvang um 26 mínútum síðar.
Þá kom einnig fram að rannsókn-
in hafi ekki leitt í ljós að eitt ákveðið
atvik hafi orðið til þess að Brynjar
mætti vopnaður á heimili fólksins.
Að sögn lögreglu var Brynjar alls-
gáður og átti vinsamleg samskipti
við fórnarlömbin fyrir árásina.
Lögreglu hafði áður verið tilkynnt
um ferðir Brynjars við heimili
hjónanna rúmum mánuði áður. Þar
hafði hann verið vopnaður hagla-
byssu og afhent lögreglu skotvopn
sem voru skráð á hann. Hann hafi
leitað lækninga en verið kominn
aftur á Blönduós um miðjan ágúst.
Brynjar hafði tvisvar verið í garði
við hús fólksins í júlí og tekið upp
myndbönd inn um glugga á húsinu.
Byssa Brynjars var skráð í eigu
fyrirtækis sem seldi skotvopn en
varð gjaldþrota árið 2008. Á fyrir-
tækið voru enn skráðar þrjár byssur,
ein sem hann notaði, önnur sem var
í fórum óviðkomandi einstaklings
og þriðja sem er enn ófundinn.
Málið er nú komið á borð héraðs-
saksóknara, sem tekur ákvörðun
um næstu skref í málinu. n
Óljóst með ákæru í Blönduósmálinu
Lögreglan greindi frá því í gær að rannsókn á skotárásinni á Blönduósi væri
lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara. Fréttablaðið/anton brink.
Páley Borgþórs
dóttir, lög reglu
stjóri á Norður
landi eystra
kristinnhaukur@frettabladid.is
atvinnulíf Alls 9.800 konur á
Íslandi starfa í vísindum og verk-
fræði en 8.800 karlar Þetta kemur
fram í gögnum frá Eurostat, töl-
fræðistofnun Evrópusambandsins.
Alls starfa 7 prósent Íslendinga
í vísindum og verkfræði, sem er
tíunda hæsta hlutfallið í Evrópu.
Ísland er meðal fárra landa þar sem
konur eru í meirihluta. Hin eru Nor-
egur, Danmörk og Litáen.
Svíar eiga hlutfallslega mest af
vísindafólki, 9,6 prósent, og þar á
eftir koma Svisslendingar og Norð-
menn. Ítalir eru á botninum með
aðeins 2,6 prósent og aðeins 1,7 pró-
sent kvenna. n
Konur í vísindum
fleiri en karlar
Um þúsund fleiri konur starfa í vís
indum en karlar. Fréttablaðið/Eyþór
Fréttablaðið fréttir 1111. Febrúar 2023
LAUGArDAGUr