Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 22

Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 22
Unnar Gísli, betur þekktur sem Júníus Meyvant, hefur verið í tónlist frá því hann var tvítugur. fréttablaðið/anton brink Unnar Gísli Sigurmunds­ son er betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum þar sem hann býr nú með konu sinni og börnum. Unnar hefur vakið athygli um allan heim fyrir tónlist sína en í mars heldur hann stórtónleika í Eldborg. Ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir tónlistar­ maðurinn Unnar Gísli Sig­ urmundsson, sem betur er þekktur sem Júníus Mey­ vant, um stórtónleika sem hann heldur í Hörpu þann 10. mars næst­ komandi. Unnar Gísli er fæddur í Vest­ mannaeyjum og þar ólst hann upp ásamt foreldrum sínum og systk­ inum. Hann segir uppeldið í Vest­ mannaeyjum hafa verið gott og þar býr hann nú með sinni fjölskyldu. „Það var fínt að alast upp þarna og ég þekki ekkert annað,“ segir Unnar. „Ég byrjaði ungur á hjólabretti og þá var ég ekkert voðalega hrifinn af Vestmannaeyjum. Þar er lítið af stöðum til að vera á hjólabretti og eiginlega alltaf vont veður, svo ég var alveg grautfúll út í Eyjar þá,“ segir hann. „Pabbi minn á kindur og þegar ég var yngri keyrði hann um bæinn að leita að mér til að fara að smala kindum. Ég vildi bara vera úti á bretti og nennti alls ekki smala­ lífinu. Ef ég heyrði hljóð í trukk skutlaði ég mér inn í runna til að fela mig,“ segir Unnar og hlær. Gott að vera í smábæ Unnar f lutti frá Vestmannaeyjum um tíma en býr nú þar ásamt eigin­ konu sinni Sigríði Unni Lúðvíks­ dóttur og þremur börnum þeirra. „Ég sá bara einbýlishús til sölu þarna og á þeim tíma fékk maður hús þar á sama verði og herbergi í Reykjavík,“ segir Unnar. Hann segir fjölskylduna una sér vel í Eyjum. Þar sé rólegur bragur á öllu og mikil náttúra. „Þegar þú f lytur úr stórborg til Vestmanna­ eyja þá verður gríðarlega mikið úr deginum. Þú ert enn þá í hraða borgarinnar til að byrja með en svo líður tíminn og þá ferðu inn á aðeins hægari damp. Þú hefur meiri tíma þannig að þú verður aðeins slakari, það gerist í smábæjum,“ segir hann. „Það er voðalega gott að vera í svona smábæjum með börn, þau eru oft frjálsari en auðvitað eru kostir og gallar alls staðar,“ segir Unnar en hann þarf til að mynda oft að fara upp á land til að sinna vinnu sinni. „Ég elska að búa þarna og ef þú átt lítinn gúmmíbát eða eitthvað slíkt þá er það enn betra. Þá getur maður siglt í kringum Heimaey og farið á hinar eyjarnar og náttúran er ótrúleg, þarna eru hvalir á sumrin og ótal tegundir af fuglum,“ segir Unnar. Sköpun mikilvæg Frá því að Unnar var lítill hefur hann haft þörf fyrir að skapa, hann málar og teiknar og þegar hann var um tvítugt hóf hann að spila á gítar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Unnar hefur nú gefið út þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur. Hann hefur fangað hjörtu um allan heim með lögum á borð við Signals, Gold Laces og Ain’t Gonna Let You Drown. Lagið sem f lestir þekkja er þó líklega lagið Color Decay sem sló í gegn víða og var jafnframt fyrsta lagið sem Júníus Meyvant gaf út. „Það er mjög fyndið en ég tók það lag upp sem demó alveg sjálfur og var bara með það í tölvunni minni. Trommarinn sem var með mér þá og er enn þá með með mér, Kristófer Rodriguez, sendi Halla þetta lag og hann varð mjōg spenntur að vinna með mér,“ segir Unnar og á þar við umboðsmann sinn, Harald Leví Gunnarsson. Mikilvægt að staldra við Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is „Ég var þarna um þrítugt og var búinn að vera að ströggla í tónlist í nokkur ár og þá fannst mér ég bara vera orðinn gamall. Ég hugsaði: Þetta er búið, ég er að fara að deyja á morgun,“ segir Unnar glettinn. „En þetta gerðist einhvern veginn rétt og á réttum tíma og ég er mjög þakklátur fyrir það. Maður á að vera þakklátur en það er enginn botn á græðginni, þegar maður er kominn hátt setur maður sér bara hærra markmið en maður verður aðeins að staldra við, tíminn er svo fljótur að líða og þetta er bara búið á morgun,“ segir Unnar. Hann segir velgengni lagsins hafa breytt miklu fyrir sig. Nú geti hann starfað eingöngu sem tónlistar­ maður og hafi ferðast um heiminn með tónlist sína en Unnar hefur bæði farið á túra þar sem hann treður upp á hverju einasta kvöld og nýlega fór hann í tvo túra með hljómsveitinni Kaleo þar sem hann hitaði upp fyrir hljómsveitina. „Það var mjög gaman og skemmti­ legt, við fórum um alla Evrópu og á staði sem ég hef ekki farið á áður, alla leið til Tyrklands og Grikk­ lands,“ segir hann. „Í þessum túr spiluðum við sirka annan hvorn dag.,“ segir Unnar. Þegar ég hef túrað er það oftast „show“ á hverju kvöldi af því að það er dýrt að taka frídaga en maður þarf samt að gera það til að ná jafn­ vægi,“ bætir hann við. Ég hef smakkað áfengi en ég drekk það ekki svo ég er mjög hreinn og beinn á túrum. Þetta gerðist einhvern- veginn rétt og á réttum tíma og ég er mjög þakklátur. Fékk betri endann Unnar ferðast mikið vegna vinn­ unnar og segist hann í raun hafa fengið betri enda spýtunnar þegar kemur að hjónabandinu. Hann sé afar heppinn með konu sem styðji hann og hugsi um börnin þeirra þegar hann er á ferðalögum. „Hún er bara alveg einstaklega góð. Alveg ótrúleg manneskja og sterk,“ segir hann en þau Unnar og Sigríður hafa verið gift i 18 ár. „Við giftum okkur ung og lifum frekar ólíku lífi, en það er svo oft þannig í samböndum að fólk er ólíkt og þetta virkar hjá okkur,“ segir Unnar. „Hún hefur svo komið til mín þegar ég er á túr, kom til dæmis og var með mér í tíu daga einu sinni og það er mjög dýrmætt að geta verið í svona aðstæðum með maka sínum þó að það sé kannski ekkert svo gaman fyrir makann,“ segir hann. „Maður nær ekki að skoða mikið og þetta er mikið hangs.“ Ekki mikið djamm Aðspurður segir Unnar ekki mikið um djamm og drykkju á túrunum hjá honum. „Það er alveg hægt að gera þetta þannig en þá ertu kannski ekki að skila mjög góðu show­i. Ég hef smakkað áfengi en ég drekk það ekki þannig að ég er mjög hreinn og beinn á túrum, ég er meira að segja á hollustufæði,“ segir Unnar sem segist þó ekki alltaf vera á slíku fæði, bara á túr. „Ég er nammi sjúkur.“ Þá segist Unnar ekki vera strang­ ur þegar hann er á túr og að alltaf sé stutt í grínið. „Ég er bara alltaf í djókinu,“ segir hann. „Ég byrja oft tónleika á því að segjast vera í ann­ arri borg en ég er í, bara í djóki. Einu sinni var ég í Manchester og sagði: „It’s good to be in Liverpool.“ Fólki fannst það ekki fyndið og ég fékk mjög „hostile“ móttökur,“ segir Unnar. „Ég sagði þeim að stoppa og sagði svo: „Sorry, I know I’m in Everton.“ Þá trylltust þau enn meira,“ bætir hann við skellihlæjandi . Hann segist nú farinn að undir­ búa það sem hann muni segja á milli laga á tónleikunum í Hörpu í mars. „Maður þarf að passa sig að grínast ekki of mikið. Fara einhvern milliveg.“ En af hverju nafnið Júníus Mey- vant? „Ég vildi nota eitthvert lista­ mannsnafn, Unnar Gísli greip mig ekki alveg sem alþjóðlegt nafn og ég vildi nafn sem passaði hérna heima og fyrir utan landsteinana,“ segir Unnar. „Ég var mikið að semja brass og alls konar fyrir lúðra á þessum tíma og ég hugsa alltaf um Júníus sem svona langan kall, svona lúðra­ kall, og Meyvant er svona snöggur, aðeins minni, f ljótur inn og út af fundum og svona. Þegar ég blandaði þessu saman þá varð einhver galdur og þetta sterka nafn,“ bætir Unnar við. n 22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.